Spaghetti vs. Tapas

Ég hef mikið spáð í hvernig sé best að lýsa þeirri voðalegu lífsreynslu sem leikur Spánverja og Ítala í 8 liða úrslitum á EM var. Ef ég mætti velja hvort ég vildi eyða tíma í að horfa á þennan leik aftur eða lenda í sjálfheldu í Esjunni, í slyddu, nestislaus og með rasssæri á aðfangadagskvöld, þá þyrfti ég að hugsa mig lengi um. Þessi leikur var móðgun við Evrópubúa og bæði lið áttu skilið að detta út, sérstaklega súkkulaði- mafíósarnir (ég verð að steríósera þetta).

Ég náði nú að hanga yfir þessu djöfull lengi en var farinn að fylgjast með best of Jón Ársæll þar til stöð 2 var rugluð. Þá gerði ég lokatilraun en henni fylgdi töluverð angist og sársauki. Þetta endaði svo með því að ég eyddi restinni af kvöldinu í að spila golf í kvöldsólinni. Maður verður jú að nota þessa blessuðu sumarbirtu á meðan hennar nýtur við.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Nýa íbúðin