Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2025

Bikarmót í Svarfaðardal 27. júlí - Recap

Mynd
Komnir í gegnum fyrstu beygjuna og fljúgandi start. Mynd: Ármann Hinrik Þá er þriðja og síðasta bikarmóti sumarsins lokið. Upprunalegt keppnisdagatal HRÍ gerði ráð fyrir 4 mótum en 2 félög drógu sig út á síðustu stundu og það var í rauninni skítaredding hjá okkur í HFA að taka að okkur þetta mót til að bjarga sumrinu. Aðal heiðurinn af því á Jói hennar Silju en hann lagði mikla vinnu í skipuleggja þetta og það er óhætt að segja að það hafi tekist vel. Brautin Brautin var 23 km hringur um Svarfaðardal. Vegna umferðarþunga í og við Akureyri var ákveðið að notast við Svarfaðardalshringinn ofan Dalvíkur. Hringurinn er 23 km langur, og þó hæðakortið lítið pínu busy út, þá er ekki nema 190 metra hækkun á hverjum hring. B-flokkur karla fór 4 hringi, rétt um 95 km og hækkunin var því ca. 760 metrar. Rásmarkið var við gamla félagsheimilið Víkurröst og þaðan fóru fylgdarbílar á undan ráshópum að Skíðadalsvegi þar sem var fljúgandi start. Annars er ekki mikið af frétta af þessari braut. Sem fyrr ...

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mynd
Þarna var ég ennþá brosandi en það átti eftir að breytast. Þá er Riftinu lokið, eitt af stóru markmiðum ársins. Ég gerði mér það morgunljóst áður en ég fór inn í þesssa keppni að ég mundi þurfa að grafa djúpt til að klára þetta með stæl en þetta varð í rauninni erfiðara en ég hefði getað ímyndað mér. Ég kláraði þetta en ekki var það með stæl. Brautin Hægt er að finna GPX-file af brautinni á heimasíðu The Rift og skoða betur. Brautin, sem aðeins öðruvísi í ár og er erfiðari, er tæplega 200 km með ca. 2500 metra hækkun og lagt af stað frá Hvolfsvelli. Hún byrjar fyrstu10 km á malbiki en svo er beygt upp á möl með nokkuð stöðugum hækkunum. Fljótlega taka svo við ár, grófir ruddaslóðar, vikur og sandar á víxl. Virkilega krefjandi brekkur bæði upp og niður. Stundum þarf að fara af hjólinu og ýta því upp brekkurnar. Maður hafði heyrt þetta allt áður og þetta kom mér s.s. ekkert á óvart. Annars liggur leiðin um Fjallabaksleið, upp í Landmannalaugar að Heklurótum og ég veit ekki hvað og hvað. ...

Riftpistill á leiðinni

Mynd
Frá bikarmóti í götuhjólreiðum í Svarfaðardal í gær. Ég er með stóran pistil um Riftið í hrærivélinni og ætti að geta drullað honum í loftið á morgun. Það er kannski ekki að flýta fyrir mér að það er ýmsilegt sem ég vil helst gleyma í tengslum við þá lífsreynslu svo ég segi nú ekki meira. Í gær var svo síðasta bikarmótið í götuhjólreiðum þetta árið haldi í Svarfaðardal og ég þarf væntanlega að tjá mig um það líka fljótlega í lærðum pistli. Þó ég hafi ekki ástundað nein kraftaverk þá tek ég margt jákvætt út úr þeirri keppni. Annars er staðan á mér nokkuð góð og mér finnst ég nokkuð öflugur. Ég tók stutt recovery í dag og er það fyrsta æfingin í stórri æfingaviku til að undirbúa mig undir Grefilinn í næstu viku, þar sem ég ætla reyndar bara 100 km.  Þó ég hafi ekki verið neitt áberandi þreyttur á hjólinu í dag þá fann ég þreytu í líkamanum þegar ég var að labba úr búðinni áðan. Ég tók vel á því í gær og það situr aðeins í mér. Til að vega upp á móti því er ég búinn að éta vel í dag. ...

Riftið um næstu helgi

Mynd
Hafdís og Röggi komin að Skuggabjargarskógi. Æi ég er eiginlega of eitthvað stropaður í hausnum til að skrifa en hendi inn einu kvitti fyrir vikuna. Hjólaði rétt um 14 klst í vikunni sem er örlítið minna en í síðustu viku. Lappirnar á mér eru í fínu standi og ekki mikil kvíðadrulla í mér fyrir Riftið. Veit að samt að þetta verður drullu vont.  Síðustu vikur á Strava, þmt belgíska rest vikan. Ég Hafdís, Röggi og Sóley skelltum okkur í smá leiðangur í dag og fórum meirihlutann af leiðinni sem verður í Súlur Vertical (Fnjóskadalur). Þetta er rudda gróft á köflum og nokkuð tæknilegt og ég hélt á tímabili að ég ætlaði að steikja á mér hendurnar. En ég passaði mig að éta vel og var s.s. fínn þegar ég kom í bílinn. Nota bene- þetta var samt bara tæplega helmingurinn af Riftinu. Geisp. Ljúkum þessu á einni nettri úr Þórðarstaðarskógi af Hafdísi og Rögga:

Íslandsmót í Kjós 29. júní 2025 - Recap

Mynd
Peloton-ið var óvenju stórt en þarna er búið að slitna aðeins úr því- ég rek þarna lestina á eftir Pétri Árna. Þá er annað mótið í HRÍ seríunni búið og það var Íslandsmeistaramótið sem haldið var í Kjósinni í lok síðasta mánaðar. Ég fór með hóflegar væntingar inn í mótið en það kom ekki í veg fyrir að ég hef sjaldan átt erfiðara með að sætta mig við niðurstöðuna.  Brautin Brautin í Kjós er rétt um 23 km hringur í kringum Meðalfell. Ég hef farið yfir þessa braut ágætlega í pistli sem má lesa hér . Smá breytingar frá fyrri árum eru að búið var að færa startið og endamarkið niður á Hvalfjarðarveg (sjá mynd). En í stuttu máli er þetta flöt braut og engar alvöru brekkur. Þrátt fyrir það finnst mér hún s.s. ekkert leiðinleg. Við gistum hjá Helgu og Magga nóttina fyrir keppni. Undirbúningur Eftir fyrsta bikarmótið flaug ég beint út til Belgíu og var þar í vinnuferð í 6 daga. Snerti ekki hjól allan tímann en reyndi að skokka og labba eins og lappirnar þoldu. Vikuna sem mótið var tók ég 10x...

Pistill í smíðum- ferð í Stykkishólm

Mynd
Við afleggjarann á Berserkjahrauni á Snæfellsnesi. Ég hef ekki ennþá gefið mér tíma að smíða pistil eftir Íslandsmótið í Kjósinni en hann kemur fljótlega. Við rétt skutumst norður eftir mótið til að skipta út götuhjólunum fyrir gravel hjólin, sóttum hundana og hálfa búslóðina okkar og brunuðum í Stykkishólm til þriggja nátta. Áður en við fórum var ég búinn að liggja aðeins yfir hvaða gravel leiðir væru helst í boði og leist fyrst ekkert of vel á þetta. En við nánari skoðun var þetta dandalafínt þó maður losni aldrei við afleggjarann frá Hólminum og að veginum sem beygir inn í Álftafjörð/Skógarströnd.  Það er t.d. hægt að hnýta saman fína 50 km leið í gegnum Helgafellssveit, Berserkjahraun og Kolgrafafjörð sem tekur mann nánast alla leið í Grundarfjörð. Addi félagi sagði að Þorsteinn Bárða væri búinn að tvinna saman leið frá Rifi og í Hólminn sem væri mest á möl en ég var nú ekki alveg búinn að finna út hvernig það væri hægt. Annar hápunktur á ferðinni var á leiðinni heim þegar við ...