Bikarmót í Svarfaðardal 27. júlí - Recap
Komnir í gegnum fyrstu beygjuna og fljúgandi start. Mynd: Ármann Hinrik Þá er þriðja og síðasta bikarmóti sumarsins lokið. Upprunalegt keppnisdagatal HRÍ gerði ráð fyrir 4 mótum en 2 félög drógu sig út á síðustu stundu og það var í rauninni skítaredding hjá okkur í HFA að taka að okkur þetta mót til að bjarga sumrinu. Aðal heiðurinn af því á Jói hennar Silju en hann lagði mikla vinnu í skipuleggja þetta og það er óhætt að segja að það hafi tekist vel. Brautin Brautin var 23 km hringur um Svarfaðardal. Vegna umferðarþunga í og við Akureyri var ákveðið að notast við Svarfaðardalshringinn ofan Dalvíkur. Hringurinn er 23 km langur, og þó hæðakortið lítið pínu busy út, þá er ekki nema 190 metra hækkun á hverjum hring. B-flokkur karla fór 4 hringi, rétt um 95 km og hækkunin var því ca. 760 metrar. Rásmarkið var við gamla félagsheimilið Víkurröst og þaðan fóru fylgdarbílar á undan ráshópum að Skíðadalsvegi þar sem var fljúgandi start. Annars er ekki mikið af frétta af þessari braut. Sem fyrr ...