Riftpistill á leiðinni

Frá bikarmóti í götuhjólreiðum í Svarfaðardal í gær.

Ég er með stóran pistil um Riftið í hrærivélinni og ætti að geta drullað honum í loftið á morgun. Það er kannski ekki að flýta fyrir mér að það er ýmsilegt sem ég vil helst gleyma í tengslum við þá lífsreynslu svo ég segi nú ekki meira.

Í gær var svo síðasta bikarmótið í götuhjólreiðum þetta árið haldi í Svarfaðardal og ég þarf væntanlega að tjá mig um það líka fljótlega í lærðum pistli. Þó ég hafi ekki ástundað nein kraftaverk þá tek ég margt jákvætt út úr þeirri keppni.

Annars er staðan á mér nokkuð góð og mér finnst ég nokkuð öflugur. Ég tók stutt recovery í dag og er það fyrsta æfingin í stórri æfingaviku til að undirbúa mig undir Grefilinn í næstu viku, þar sem ég ætla reyndar bara 100 km. 

Þó ég hafi ekki verið neitt áberandi þreyttur á hjólinu í dag þá fann ég þreytu í líkamanum þegar ég var að labba úr búðinni áðan. Ég tók vel á því í gær og það situr aðeins í mér. Til að vega upp á móti því er ég búinn að éta vel í dag. Smoothie með spínati, ristað brauð, banana, meiri smoothie, plómur, melónu, brauð með sardínum, AB mjólk með múslí, ólívur, spæld egg og 2 pylsur með öllu. Ég er ekki frá því að pylsurnar hafi hækkað FTP-ið mitt um 20 vött.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði