Pistill í smíðum- ferð í Stykkishólm
| Við afleggjarann á Berserkjahrauni á Snæfellsnesi. |
Ég hef ekki ennþá gefið mér tíma að smíða pistil eftir Íslandsmótið í Kjósinni en hann kemur fljótlega. Við rétt skutumst norður eftir mótið til að skipta út götuhjólunum fyrir gravel hjólin, sóttum hundana og hálfa búslóðina okkar og brunuðum í Stykkishólm til þriggja nátta.
Áður en við fórum var ég búinn að liggja aðeins yfir hvaða gravel leiðir væru helst í boði og leist fyrst ekkert of vel á þetta. En við nánari skoðun var þetta dandalafínt þó maður losni aldrei við afleggjarann frá Hólminum og að veginum sem beygir inn í Álftafjörð/Skógarströnd. Það er t.d. hægt að hnýta saman fína 50 km leið í gegnum Helgafellssveit, Berserkjahraun og Kolgrafafjörð sem tekur mann nánast alla leið í Grundarfjörð. Addi félagi sagði að Þorsteinn Bárða væri búinn að tvinna saman leið frá Rifi og í Hólminn sem væri mest á möl en ég var nú ekki alveg búinn að finna út hvernig það væri hægt.
Annar hápunktur á ferðinni var á leiðinni heim þegar við lögðum á gatnamótum Heydalsvegar (F-55) og hjóluðum niður í Hnappadal og til baka. Til að byrja með var lítið að sjá en alveg stórkostlegt að hjóla niður í Hnappadalinn og sjá Gullborgarhaun og vötnin.
Annars er ég búinn að hjóla mikið í þessari viku þó það hafi mest verið rólegt. Það er einhver smá þreyta í mér og ég veit ekki alveg afhverju. Nú eru bara tæpar 2 vikur í Riftið og eins gott að spila vel úr spilunum.
Annar hápunktur á ferðinni var á leiðinni heim þegar við lögðum á gatnamótum Heydalsvegar (F-55) og hjóluðum niður í Hnappadal og til baka. Til að byrja með var lítið að sjá en alveg stórkostlegt að hjóla niður í Hnappadalinn og sjá Gullborgarhaun og vötnin.
Annars er ég búinn að hjóla mikið í þessari viku þó það hafi mest verið rólegt. Það er einhver smá þreyta í mér og ég veit ekki alveg afhverju. Nú eru bara tæpar 2 vikur í Riftið og eins gott að spila vel úr spilunum.
Ummæli