Íslandsmót í Kjós 29. júní 2025 - Recap

Peloton-ið var óvenju stórt en þarna er búið að slitna aðeins úr því- ég rek þarna lestina á eftir Pétri Árna.

Þá er annað mótið í HRÍ seríunni búið og það var Íslandsmeistaramótið sem haldið var í Kjósinni í lok síðasta mánaðar. Ég fór með hóflegar væntingar inn í mótið en það kom ekki í veg fyrir að ég hef sjaldan átt erfiðara með að sætta mig við niðurstöðuna. 

Brautin
Brautin í Kjós er rétt um 23 km hringur í kringum Meðalfell.

Ég hef farið yfir þessa braut ágætlega í pistli sem má lesa hér. Smá breytingar frá fyrri árum eru að búið var að færa startið og endamarkið niður á Hvalfjarðarveg (sjá mynd). En í stuttu máli er þetta flöt braut og engar alvöru brekkur. Þrátt fyrir það finnst mér hún s.s. ekkert leiðinleg.

Við gistum hjá Helgu og Magga nóttina fyrir keppni.

Undirbúningur
Eftir fyrsta bikarmótið flaug ég beint út til Belgíu og var þar í vinnuferð í 6 daga. Snerti ekki hjól allan tímann en reyndi að skokka og labba eins og lappirnar þoldu. Vikuna sem mótið var tók ég 10x30sek spretti á miðvikudeginum en annars bara endurance. Mér fannst ég s.s. koma ágætlega sprækur í mótið þó ég hafi verið eitthvað dasaður um morguninn og í upphitun.

Ræs 6:30- grautur með eggi og síróp. 2 bollar kaffi og vatn. Mjög hefðbundið.

Mynd: Jón Halldór Unnarsson

Taktík og samkeppni
Ég ætla ekki að segja að skráningin í mótið hafi tekið mann á taugum en maður áttaði sig á því að það yrði verulega krefjandi að vera í toppbaráttunni. Það voru 33 skráðir til keppni og þar af nokkuð margir með mikla reynslu, sumir líka úr A-flokki. Fjórtan hjólarar voru úr Tindi og sex úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. Það var því smá breyting frá fyrsta mótinu og maður vonaði að það yrði einhver dýnamík þarna á milli svo við Röggi ættum smá breik.

Við Röggi töluðum saman fyrir mótið og það var í rauninni ekki mikið annað að gera en að reyna bara að hanga eins framarlega og hægt væri og sjá til hvað myndi gerast.

Fyrstu kílómetrarnir
Mér leið ekki eins og ég væri neitt of ferskur og gekk erfiðlega að halda mér framarlega. Hópurinn slitnaði aðeins upp á tímabili og ég sá Jón Geir reyna að brúa yfir til fremstu manna og fór að velta fyrir mér hvort þetta væri eitthvað hættulegt. Gerði smá árás og náði Jóni og komst yfir í fremri hópinn. Eftir smá stund rann svo allt saman aftur og ég ákvað þar með að brenna ekki upp fleiri eldspýtum af óþörfu.

Í miðjum leik
Það er eiginlega vandræðalegt að skrifa þetta en á fyrsta hring ákvað ég að taka bara áhættuna að hanga fyrir aftan hópinn og treysta á að ekkert fengi að fara. Það vantaði allt spunk í mig og ég hafði einhvern veginn ekki trú á verkefninu. Það vantaði alla greddu. Annars gerðist ekki mikið utan við að á tímabili komust Helgi Björns og einhver frá Tindi frá hópnum en það var að lokum unnið til baka enda þokkalegt power í þessu pelotoni. 

Það var ansi blautt og hráslagalegt í endasprettinum- Röggi að koma í mark í 3. sæti.

Lokaspretturinn
Á síðasta hring urðu einhverjar rykkingar og hópurinn þynntist ennþá meira en ég átti aldrei í neinum teljandi vandræðum með að hanga á ef frá er talið eitt 6 mínútna effort sem tók vel í eftir að ég gleymdi mér aðeins. En þarna fer líka sögunni að ljúka því með meðalhraða upp á 42 í ausandi rigningu og bleytu síðustu 15 km þá fann ég mér aldrei tækifæri til að troðast framar í hópinn sem var ennþá þéttur. Þegar ég er að pína mig segi ég við sjálfan mig að ég hafi verið ragur en þegar ég er að reyna að gleyma þessu þá var ég skynsamur.

Eftir að hafa komið allt of seint út úr beygjunni trampaði maður nú samt eitthvað á pedalana og reyndi að lágmarka skaðann en það var of lítið og of seint. Ég endaði 14. sæti og 3 sekúndum á eftir sigurvegaranum.

Tölur og effort
Ég fór óvenju létt út úr þessu og meðalvöttin og TSS voru lægri en í síðasta Kjósahring. þar sem ég var meira frammi NP var reyndar svipað og skýrist af því að ég tók inn á milli nokkur stór eftort eftir að hafa lent í teygju-effect eftir beygjur og stundum gleymt mér.

Ég er nú samt brosandi á þessari mynd.

Niðurstaða og tilfinning eftir mót
Ég átti nóg inni þegar þetta var búið en það er víst ekki spurt að því í hjólakeppnum. Það vantaði í mig hungur til að troða mér tímanlega upp hópinn og ég lét þetta bara renna frá mér. Það góða var að finna að maður átti alltaf power til að loka bilum og vera ekki skilinn eftir. Það er bara að spila betur úr póker peningunum næst.

Næring
4 venjuleg BetaFuel og 2 Beta með koffíni. 700 mills H20.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði