Riftið um næstu helgi

Hafdís og Röggi komin að Skuggabjargarskógi.

Æi ég er eiginlega of eitthvað stropaður í hausnum til að skrifa en hendi inn einu kvitti fyrir vikuna. Hjólaði rétt um 14 klst í vikunni sem er örlítið minna en í síðustu viku. Lappirnar á mér eru í fínu standi og ekki mikil kvíðadrulla í mér fyrir Riftið. Veit að samt að þetta verður drullu vont. 

Síðustu vikur á Strava, þmt belgíska rest vikan.

Ég Hafdís, Röggi og Sóley skelltum okkur í smá leiðangur í dag og fórum meirihlutann af leiðinni sem verður í Súlur Vertical (Fnjóskadalur). Þetta er rudda gróft á köflum og nokkuð tæknilegt og ég hélt á tímabili að ég ætlaði að steikja á mér hendurnar. En ég passaði mig að éta vel og var s.s. fínn þegar ég kom í bílinn. Nota bene- þetta var samt bara tæplega helmingurinn af Riftinu. Geisp.

Ljúkum þessu á einni nettri úr Þórðarstaðarskógi af Hafdísi og Rögga:



Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði