Stund sannleikans
FTP test síðustu ára og mat hvað ég þyrfti að gera næst til að standa í stað. Þegar ég var að hjóla með Víði á laugardaginn var ég að segja honum að ég væri svo feginn að Ingvar væri hættur að demba á mig FTP-testum. Ég er að verða of gamall í þetta. Þetta er einfaldlega svo hrikalega ógeðslegt, líkamlega og andlega. En þó að ég hafi sagt þetta þá hafði ég s.s. grun um að ég slyppi ekki endalaust og það meikar sens að taka eitt núna í kjölfar VO2 max blokkarinnar sem var að klárst. Sure enough, það er test á fimmtudaginn. En ef ég hætti að væla og dreg fram það jákvæða þá náttúrulega er fínt að kanna hvar maður stendur og sjá hvort það þurfi að breyta þjálfunarsvæðunum (zones). Annar risa þáttur er náttúrulega að maður þjálfar andlegan styrk og þetta kennir manni að þola óþægindi og halda út í ákveðinn tíma. Þessi hugræni styrkur yfirfærist á keppnir og erfiðar æfingar. En ég fór að gamni í gegnum æfingadagbókina mína og fletti upp þeim testum sem ég hef tekið síðan ég byrjað...