Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2025

Stund sannleikans

Mynd
FTP test síðustu ára og mat hvað ég þyrfti að gera næst til að standa í stað.  Þegar ég var að hjóla með Víði á laugardaginn var ég að segja honum að ég væri svo feginn að Ingvar væri hættur að demba á mig FTP-testum. Ég er að verða of gamall í þetta. Þetta er einfaldlega svo hrikalega ógeðslegt, líkamlega og andlega. En þó að ég hafi sagt þetta þá hafði ég s.s. grun um að ég slyppi ekki endalaust og það meikar sens að taka eitt núna í kjölfar VO2 max blokkarinnar sem var að klárst. Sure enough, það er test á fimmtudaginn. En ef ég hætti að væla og dreg fram það jákvæða þá náttúrulega er fínt að kanna hvar maður stendur og sjá hvort það þurfi að breyta þjálfunarsvæðunum (zones). Annar risa þáttur er náttúrulega að maður þjálfar andlegan styrk og þetta kennir manni að þola óþægindi og halda út í ákveðinn tíma. Þessi hugræni styrkur yfirfærist á keppnir og erfiðar æfingar. En ég fór að gamni í gegnum æfingadagbókina mína og fletti upp þeim testum sem ég hef tekið síðan ég byrjað...

Eigið orkugel/sykurvatn

Mynd
Fyrsta tilraun á sykurvatni (vantar borðsaltið). Ef maður ætlar að ná hámarks árangri í æfingum og keppni þá þarf maður að fá í sig nóg af kolvetnum. Ég er í dag 69 kg og miða því við að fá 40-60 gr kolvetni/klst á æfingum en þarf að reyna að koma mér upp í 80-100 gr/klst í keppnum.  Sérhönnuð gel og kolvetnadrykkir sem maður kaupir úti í búð innihalda oft aðeins öðruvísi kolvetnablöndu en venjulegur borðsykur og tengist það m.a. hraðara frásogi og minna álagi á meltingafærin sem getur skilað sér í ógleði (fyrir suma). En gamli góði sykurinn (50/50 glúkósi og frúktósi) á samt að vera alveg nógu góður ef maður þolir hann. Ég hef lengi fylgst með Jessey Coyle og Chris Miller í Ástralíu og þeir eru lengi búnir að búa til allt sitt gel/sykurvatn sjálfir. Og þeir eru engir aumingjar og hafa báðir staðið sig vel í stórum keppnum. Ég hef samt alltaf miklað það fyrir mér að prufa þetta og fundist þetta of mikil fyrirhöfn og ekki líta út fyrir að vera gott. Í gær ákvað ég svo að henda í ein...

Recovery-vika sem er vel þegin

Mynd
Ég mætti Hörpu áðan og hún smellti af mér mynd. Eftir þriggja vikna VO2max blokk þá skellti Ingvar á mig mjög rólegri viku. Vikan samanstendur af tveimur endurheimtar-æfingum (1 klst mjög rólegt) og svo tveimur 2 klst þolæfingum (Z2). Þetta var alveg ofboðslega vel þegið því ég hef verið að vinna úr bænum í þrjá daga á sama tíma og ég hef verið að  reyna að halda heimilinu á floti og passa að börnin fái að éta, fari í skólann og á æfingar.  Þar sem veðrið í vikunni hefur verið alveg super þá bætti ég við einni rólegri æfingu og er búinn að fara út þrisvar sinnum. Ég hef farið tvisvar eftir vinnu og svo fór ég út klukkan sex í gærmorgun, en ég elska að hjóla í bænum svona snemma á morgnana þegar enginn er á ferli. Annars dregur þetta gravel hjól mann út og það er mikil tilbreyting að taka svona rólegar æfingar í bænum og nýta frelsið í að vera á aðeins breiðari dekkjum. Maður fer allskyns malarslóða og stíga sem maður nennir ekki að fara á götuhjólinu. Í gærmorgun fór ég og sko...

Vikulokin

Mynd
Svona á þetta að vera- rest af Kanarí og svo 3 vikur VO2 max. Það hefur verið stöðuleiki í þjálfun hjá mér og ég held örugglega einhverjar framfarir. Var að klára þriðju vikuna í VO2max blokk og ég held að þetta sé allt á uppleið. Æfing í fyrradag (5x4mín) var alveg prímagóð og ég bætti mig í kverju setti og endaði á að halda vöttum sem ég hef ekki séð síðan í fyrrasumar. Nú er bara að reyna að halda sér hollustumegin í lífinu og helst ná að lengja löngu æfingarnar þar sem það eru 3 x 200ish keppnir framundan í sumar. Bara jól!