Stund sannleikans

FTP test síðustu ára og mat hvað ég þyrfti að gera næst til að standa í stað.

 Þegar ég var að hjóla með Víði á laugardaginn var ég að segja honum að ég væri svo feginn að Ingvar væri hættur að demba á mig FTP-testum. Ég er að verða of gamall í þetta. Þetta er einfaldlega svo hrikalega ógeðslegt, líkamlega og andlega. En þó að ég hafi sagt þetta þá hafði ég s.s. grun um að ég slyppi ekki endalaust og það meikar sens að taka eitt núna í kjölfar VO2 max blokkarinnar sem var að klárst. Sure enough, það er test á fimmtudaginn.

En ef ég hætti að væla og dreg fram það jákvæða þá náttúrulega er fínt að kanna hvar maður stendur og sjá hvort það þurfi að breyta þjálfunarsvæðunum (zones). Annar risa þáttur er náttúrulega að maður þjálfar andlegan styrk og þetta kennir manni að þola óþægindi og halda út í ákveðinn tíma. Þessi hugræni styrkur yfirfærist á keppnir og erfiðar æfingar.

En ég fór að gamni í gegnum æfingadagbókina mína og fletti upp þeim testum sem ég hef tekið síðan ég byrjaði hjá Ingvari og þar sést að við gerðum þetta nokkuð reglulega fyrst en nú er liðið rúmt ár síðan síðast. Ég á niðurstöður úr þremur prófum þar sem ég fór úr 3,79 vött/kg og upp í 4 vött/kg. Eftir febrúar 2024 hélt ég áfram að bæta mig og var ábyggilega að toppa í júní. En það er samt svolítið erfitt að bera saman niðurstöður úr testum sem eru tekin inni og æfingum sem maður tekur úti.

En allavega, nú stendur fyrir dyrum 20 mínútna FTP helvíti á fimmtudaginn og ég get farið að láta mér kvíða fyrir. Ég met stöðuna á mér þannig að ég geti haldið úti 260-270 vöttum í þessar 20 mínútur en málið er bara að ég er þyngri en ég var þegar ég tók hin testin. Litaði reiturinn sýnir þá tölu sem ég þyrfti að halda í 20 mínútur ef ég ætti að vera svipað staddur í vött/kg og þegar ég tók þetta síðast. Ég ætla ekkert að mála skrattann á vegginn strax en ég þarf að eiga super dag ef ég ætla að koma vel út úr þessu. 

Að lokum, FTP segir ekki alla söguna og frammistaða í keppnum ræðst einnig mikið af seiglu/endingu (durability). Hvað geturðu gert þegar þú ert kominn 3 klst inn í keppni og það fer eftir því hvað þú ert búinn að leggja mikið inn í bankann. Og svo er bara apríl ennþá og tímabilið er langt. Ef ég held mér við efnið og þyngist ekki meira getur vel verið að ég nái að verða öflugri en ég var síðasta sumar.


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði