Eigið orkugel/sykurvatn

Fyrsta tilraun á sykurvatni (vantar borðsaltið).


Ef maður ætlar að ná hámarks árangri í æfingum og keppni þá þarf maður að fá í sig nóg af kolvetnum. Ég er í dag 69 kg og miða því við að fá 40-60 gr kolvetni/klst á æfingum en þarf að reyna að koma mér upp í 80-100 gr/klst í keppnum. 

Sérhönnuð gel og kolvetnadrykkir sem maður kaupir úti í búð innihalda oft aðeins öðruvísi kolvetnablöndu en venjulegur borðsykur og tengist það m.a. hraðara frásogi og minna álagi á meltingafærin sem getur skilað sér í ógleði (fyrir suma). En gamli góði sykurinn (50/50 glúkósi og frúktósi) á samt að vera alveg nógu góður ef maður þolir hann.

Ég hef lengi fylgst með Jessey Coyle og Chris Miller í Ástralíu og þeir eru lengi búnir að búa til allt sitt gel/sykurvatn sjálfir. Og þeir eru engir aumingjar og hafa báðir staðið sig vel í stórum keppnum. Ég hef samt alltaf miklað það fyrir mér að prufa þetta og fundist þetta of mikil fyrirhöfn og ekki líta út fyrir að vera gott.

Í gær ákvað ég svo að henda í eina blöndu af þessu og sjá hvernig mér líkaði. Uppskrift:
  • 60 gr sykur
  • 400 ml vatn
  • Dass af hlynsýrópi
  • Vanilludropar
  • Sítróna
  • Smá salt
Vatnið er hitað þangað til sykurinn leysist upp, látið kólna smá og svo hinu stöffinu bætt út í. Síðan gæti maður alveg prufað að blanda út í þetta einhverju öðru stöffi (hvernig væri myntulauf?) og klárlega að setja muldar koffíntöflur til að fá pung í þetta (vísindalega sannað að það virkar). Og þetta var ótrúlega fljótlegt og einfalt.
Sykurvatn 80 gr kolvetni = 30 kr.
Batterý 80 gr kolventni = 304 kr (913% dýrara)
Betafuel 80 gr kolvetni = 900 kr (2900% dýrara)
Áðan tók ég tveggja og hálfs tíma endurance æfingu og drakk þessi 60 grömm af kolvetni (+ meira nesti) sem ég blandaði í gær án vandræða. Mér finnst þetta alls ekki vont og þetta hélt orkustiginu uppi. En nú þarf ég að fikra mig áfram og skoða hvað ég get blandað sterka lausn án þess að það fari að verða of klístrað eða setja magann á mér í uppnám. Gervigreindin segir mér að ég ætti að geta farið upp í 140 gr af kolvetnum í 700 ml flösku en ég er núna með í kælingu annan skammt fyrir morgundaginn þar sem ég leysti upp ca. 90 gr í 700 ml af vatni.

Soft gel flask til að bera orku í.

Ætla ekki að kafa dýpra ofan í pælingar um þetta núna en það er hægt að vera með endalausar pælingar um hvernig maður græjar orku fyrir 170 - 200 km gravel keppni. Sennilega enda ég á að blanda mjög þykka drullu og bera hana í "soft flask"- meira um það síðar.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði