Á eitthvað inni


Ég er ekki mjög öflugur að skrifa hérna inn og mundi allt í einu að ég var ekkert búinn að kvitta eftir að ég tók testið. Miðað við aðdragandann að því vissi ég s.s. að ég myndi ekki gera neinar rósir og þetta var eiginlega frekar spurning um einhverja varnarbaráttu. Hvort ég næði að hanga nálægt því sem kom út úr tesetinu í febrúar 2024.

Eins og venjulega fyrir svona test þá undirbjó ég mig mjög vel. Gerði allt rétt upp á 10 og rúmlega það. Ellefu klst svefn, mikið af hafragraut og vatni um morguninn, hæfilega mikið kaffi og góð slökun. Ég meira að segja skildi gluggann eftir galopinn daginn áður, lokað i hurðinni og skrúfaði fyrir ofninn. Planið var svo að reyna að hanga í 270 vöttum fyrstu 10 mínúturnar og sjá hvert það myndi leiða mig.

Til að gera langa sögu stutta þá var þetta varnarbarátta frá fyrstu 2-3 mínútunum og vöttin fóru að síga og ég náði ekki að halda uppi almennilegum snúningi. Eftir tæplega 10 mínútur gerð ég svo það sem ég ætlaði alls ekki að gera og stóð aðeins upp. Eftir það náði ég aðeins að auka við vöttin en þegar 5 mín voru eftir gíraði ég niður (snúningur datt niður líka) og trukkaðist þar til 1,5 mín voru eftir og þá stóð ég upp og kláraði mig.

Sem fyrr segir þá var þetta s.s. ágætlega útfært og púlsinn eins og hann á að vera. En niðurstaðan var 264 vött miðað við 269 síðast þegar ég tók þetta og ég ca. 4 kg þyngri. En það þýðir ekki að væla yfir því.
Þetta lítur rosalega vel út og ýtir alveg undir þær hugmyndir að þú hafir átt meira inni í testinu í vikunni. Ef ég væri að reyna 4x5 á sömu vöttum og í góðu FTP testi þá væri það rosalega erfið vo2max æfing, þannig að ég held þú sért sterkari en testið sagði til um
Ég tók testið á fimmtudaginn og daginn eftir átti ég klukkutíma recovery æfingu og mér leið virkilega vel á henni. Á laugardaginn fór ég í samhjól og kláraði svo með 2 klst. endurance- samtals rúmlega 4 klst. Í gær (páskadag) átti ég svo 4x5mín threshold æfingu sem ég ákvað að taka á flata í staðinn fyrir brekku. Þar hélt ég leikandi rúmlega 270 vöttum og það sýnir bæði að sennilega hefði ég getað kreist meira út úr mér í testinu og líka hvað er mikið misræmi á vöttum úti og inni.

Ingvar er greinilega sammála því og næst væri gaman að prufa að sjá hvað maður gæti kreist út úr sér í 20 mínútna testi úti.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði