Recovery-vika sem er vel þegin

Ég mætti Hörpu áðan og hún smellti af mér mynd.

Eftir þriggja vikna VO2max blokk þá skellti Ingvar á mig mjög rólegri viku. Vikan samanstendur af tveimur endurheimtar-æfingum (1 klst mjög rólegt) og svo tveimur 2 klst þolæfingum (Z2). Þetta var alveg ofboðslega vel þegið því ég hef verið að vinna úr bænum í þrjá daga á sama tíma og ég hef verið að  reyna að halda heimilinu á floti og passa að börnin fái að éta, fari í skólann og á æfingar. 

Þar sem veðrið í vikunni hefur verið alveg super þá bætti ég við einni rólegri æfingu og er búinn að fara út þrisvar sinnum. Ég hef farið tvisvar eftir vinnu og svo fór ég út klukkan sex í gærmorgun, en ég elska að hjóla í bænum svona snemma á morgnana þegar enginn er á ferli.

Annars dregur þetta gravel hjól mann út og það er mikil tilbreyting að taka svona rólegar æfingar í bænum og nýta frelsið í að vera á aðeins breiðari dekkjum. Maður fer allskyns malarslóða og stíga sem maður nennir ekki að fara á götuhjólinu. Í gærmorgun fór ég og skoðað nýja Móahverfið sem er að rísa vestamegin við Síðuhverfið og í dag fór ég út í Kjarnaskóg að skoða hvort stígarnir væru komnir undan snjó. Það var orðið þokkalegt færi í skóginum og ekki margir staðir þar sem maður þurfti að hægja á sér út af snjó.

En nú er spáin því miður frekar kuldaleg og ætli maður endi ekki inni á trainer um helgina. Jæja þetta var góður kafli samt.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði