Vanilludjöfullinn

Paolo Maldini að taka sett með Margaret Tacher.

Það fór aldrei svo að ég hafi ekki hent smá aur í Chat GPT til að fá smá auka aðstoð með lífið. Aðalega var ég nú að spá í tengslum við vinnu en svo er ég orðinn hooked á myndvinnslunni (Dall e-3). "Gerðu mynd af Maldini að taka DJ-sett með Tacher" Þetta er svo sjúkt og gæðin svo biluð.

Dall útgáfan af mér að taka æfingu þar sem ég tók ekki mynd í morgun.

Ég er í fríi þennan klemmudag og gat því farið út snemma að taka æfingu. Var að taka 30/15 og gekk vel að halda uppi fínu power og hraða. Sprækur þó ég finni fyrir mínútu sprettunum í fyrradag. Áður en ég fór út í morgun henti ég í 60 gr kolvetnablöndu ala síróp/vanillu/sítrónu og salt. Ég hélt vel uppi orkunni á þessari tveggja tíma æfingu með þessu. 

Var farið að finnast vanta nafn á þetta og Chat GPT kom með hugmyndina "Vanilludjöfullinn" - ljúfur á tungunni, hætturlegur á löppunum. Slegið.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði