Gangurinn
CTL graf. Hér fyrir ofan má Performance Management Chart sem mætti útleggja sem frammistöðu- eða árangursgraf. Ef við höfum þetta mjög einfalt, þá er þetta yfirlit yfir uppsafnað æfingaálag sem ætti að gefa góða mynd af því í hvernig formi þú ert í- að því gefnu að allt sé skynsamlega gert. Þegar ég segi skynsamlega gert, þá er ég að meina að íþróttamaðurinn sé ekki kominn í ofþjálfun, meira er ekki alltaf endilega betra. Útreikningurinn byggir á hlaupandi meðaltali síðustu 42 daga. Einbeitum okkur að skyggðasvæðinu undir kúrvunni en sleppum bleiku og gulu línunni (form og þreyta). Setjum þetta í samhengi: Recovery æfing þar sem ég hjóla MJÖG rólega í klukkutíma úti er ca. 20 TSS. Ef ég gerði slíka æfingu á hverjum degi í 42 daga þá væri CTL-skorið mitt 20. Ef ég tek svona sæmilega þröskuldsæfingu (threshold) úti þá er ég kannski með 120 TSS. Ef ég geri þannig æfingu á hverjum degi (þá myndi ég brenna yfir) þá væri ég kominn með CTL upp í 120 eftir 42 daga. Grafið byrjar í á...