Gangurinn

CTL graf.

 Hér fyrir ofan má Performance Management Chart sem mætti útleggja sem frammistöðu- eða árangursgraf. Ef við höfum þetta mjög einfalt, þá er þetta yfirlit yfir uppsafnað æfingaálag sem ætti að gefa góða mynd af því í hvernig formi þú ert í- að því gefnu að allt sé skynsamlega gert. Þegar ég segi skynsamlega gert, þá er ég að meina að íþróttamaðurinn sé ekki kominn í ofþjálfun, meira er ekki alltaf endilega betra. Útreikningurinn byggir á hlaupandi meðaltali síðustu 42 daga. Einbeitum okkur að skyggðasvæðinu undir kúrvunni en sleppum bleiku og gulu línunni (form og þreyta).

Setjum þetta í samhengi:

Recovery æfing þar sem ég hjóla MJÖG rólega í klukkutíma úti er ca. 20 TSS. Ef ég gerði slíka æfingu á hverjum degi í 42 daga þá væri CTL-skorið mitt 20. Ef ég tek svona sæmilega þröskuldsæfingu (threshold) úti þá er ég kannski með 120 TSS. Ef ég geri þannig æfingu á hverjum degi (þá myndi ég brenna yfir) þá væri ég kominn með CTL upp í 120 eftir 42 daga. 

Grafið byrjar í ágúst og þá er ég að koma úr toppformi þar sem ég fór upp í 93 í CTL. Það er ekki hægt að neita því að þetta er nokkuð hátt CTL og til samanburðar væri ekkert óeðlilegt að Tour de France keppandi kæmi inn í mótið með CTL upp á 120 - 150. Í lok ágúst fer ég að slappa af og hjóla minna og síg í rólegheitum niður í 42. Þá sparkaði Ingvar í rassgatið á mér og nú þegar febrúar er að byrja er ég kominn upp í 69 sem er örlítið meira en ég var á sama tíma og í fyrra. 

Ég ítreka að CTL-ið segir ekki alla söguna og það má ekki slíta það úr samhengi. En ef maður hlustar á líkamann, nærir sig vel og hvílir þá er gefur þetta ágætis mynd af því hvar maður stendur. Til lengri tíma litið snýst þetta um að endurtaka leikinn, ár eftir ár með stöðuleika. Þá fer maður að gera góða hluti.


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði