Tíminn flýgur- 4 vikur í viðbót af "off season"
Mynd sem ég renndi í gegnum myndaforrit sem er á netinu. Æfingar ganga fínt. Ég er samt eiginlega ekki á neinu plani- bara lyfta 2-3 í viku og hjóla 200 km. í Tempus Fugit í Watopia (flöt braut). 200 km. Það eru yfirleitt 5 til 6 tímar á hjóli. Síðustu vikur hafa því verið 7-8 klst. af æfingum. Mataræðið, sem hefur verið minn akkílesarhæll síðustu mánuði, hefur ekki mikið batnað. Hef kannski étið aðeins minna nammi upp á síðkastið en er klárlega ekki að léttast. Held samt að ég standi nokkurn veginn í stað og er klárlega búinn að "bölkast" eitthvað. Síðan koma 6 mánuðir intensíft á hjólinu og þá rennur eitthvað af manni. Ég og Davíð fengum þá klikkuðu hugmynd að bjóða okkur fram í stjórn hjólreiðafélagsins á næsta aðalfundi. Við höfum náttúrulega mikla reynslu af því að keyra áfram öfluga félagsstarfsemi og okkur finnst að það þurfi aðeins að lyfta HFA upp. Síðan komumst við að því að stjórn situr til tveggja ára og því bíðum við með þetta framboð. En við munum eflaust bjóðas...