Færslur

Sýnir færslur frá október, 2024

Tíminn flýgur- 4 vikur í viðbót af "off season"

Mynd
Mynd sem ég renndi í gegnum myndaforrit sem er á netinu. Æfingar ganga fínt. Ég er samt eiginlega ekki á neinu plani- bara lyfta 2-3 í viku og hjóla 200 km. í Tempus Fugit í Watopia (flöt braut). 200 km. Það eru yfirleitt 5 til 6 tímar á hjóli. Síðustu vikur hafa því verið 7-8 klst. af æfingum. Mataræðið, sem hefur verið minn akkílesarhæll síðustu mánuði, hefur ekki mikið batnað. Hef kannski étið aðeins minna nammi upp á síðkastið en er klárlega ekki að léttast. Held samt að ég standi nokkurn veginn í stað og er klárlega búinn að "bölkast" eitthvað. Síðan koma 6 mánuðir intensíft á hjólinu og þá rennur eitthvað af manni. Ég og Davíð fengum þá klikkuðu hugmynd að bjóða okkur fram í stjórn hjólreiðafélagsins á næsta aðalfundi. Við höfum náttúrulega mikla reynslu af því að keyra áfram öfluga félagsstarfsemi og okkur finnst að það þurfi aðeins að lyfta HFA upp. Síðan komumst við að því að stjórn situr til tveggja ára og því bíðum við með þetta framboð. En við munum eflaust bjóðas...

Dauðalyfta

Mynd
Dauðalyfta Ég er búinn að vera nokkuð duglegur að halda lyftingarútínunni gangandi og finn strax að það er að hafa jákvæð áhrif. Ég reyndar missti úr réttstöðulyftu í síðustu viku en tók vel á því í gær. Þó það hafi bara dottið út ein vika þá finn ég aðeins fyrir strengjum í dag, sérstaklega í mjóbakinu. Það er alveg eðlilegt. Af stóru lyftunum í lyftingum þá finnst mér ég ráða einna best við réttstöðulyftuna. Ég á alltaf svolítið erfitt með hnébeygju, en þar þarf ég virkilega að passa á mér hnéin og mjóbakið. Og ekki er ég sterkur í bekkpressu. Ég held að þetta sé örugglega sjöunda vikan hjá mér í ræktinni og ég hef verið að vinna mig hægt og rólega upp. Ég tek yfirleitt hverja þyngd tvisvar, byrja í 10 endurtekningum og vinn mig svo upp í þyngdum og fækka endurtekningum. Lokaþyngdina tek ég 2x2 og þá er ég að taka 110 kg. sem er eflaust ágætt fyrir mann sem er í kringum 68 kg. Ég átta mig ekki á því hvað ég gæti tekið þung í réttstöðu en ég tek aldrei það þungt að ég missi réttu stöð...

Consistency is key

Mynd
Innihjól. Ég hef stundum skrifað hérna um mikilvægi þess að halda stöðuleika. Það er hægt að vera með allskonar tilfæringar, fínstillingar, tækniatriði og annaði í tengslum við hvernig þú setur upp æfingar, lyftingar eða mataræði, eltast við einhver fæðubótarefni  og dýran búnað en ef maður er ekki með stöðuleika- þá nær maður ekki árangri. Flestir þeir sterkustu sem maður hefur verið að keppa við síðustu árin eiga það sameiginlegt að hjóla mikið- og yfirleitt jafnt og þétt yfir árið. Síðan er maður með aðra á Strava sem eru þokkalega sterkir en eru alltaf að taka einhverjar skorpur og detta svo út í lengri tíma. Þeir eru sjaldnast að ná miklum árangri og detta út úr keppninni þegar fer að líða á. Núna þegar ég er í off season er ég að reyna að minna mig á hvað er mikilvægt að halda dampi. Það getur verið erfitt að halda sér við efnið þegar það er langt í næsta mót og maður er ekki að æfa eftir plani og það væri svo auðvelt að taka bara 4 vikna pásu og gera ekki nokkurn skapaðan hl...

Kaffiþamb, sveitin og kitlhósti

Mynd
Brynleifur átti afmæli á föstudaginn síðasta. Hann er einfaldlega lang bestur. Helgin var alveg þokkaleg hjá okkur og aðdragandinn ekki síðri. BRB freestyle átti afmæli á föstudaginn og við tókum daginn snemma. USA pönnukökur með miklu sírópi og svo reif hann upp pakka. Um kvöldið pöntuðum við svo pizzur og kíktum heim til Guðrúnar. Ég gaf honum forláta veiðihjól í afmælisgjöf, Þórður gaf honum veiðistöng og svo fékk hann slatta af money. Nún er ég kominn upp í Mývatnssveit og reyni að hafa vakandi auga yfir búskapnum á meðan mamma og Egill eru á Tenerife. Þessi vika var reyndar algert skipulagsslys og ég þarf bæði að fara á Egilsstaði og til Reykjavíkur og vera með fundi. Það verður því mikið stress en vonandi sleppur þetta allt og vonandi verður veðrið til friðs. Ég tók hjólið og trainerinn með í sveitina og held því áfram að bæta kílómetrum í safnið. Ég hjólaði áðan í klukkutíma og tók líka 30 mínútna rútínu af líkamsþyngaræfingum (framst., afturst, hnébeygjur, upphífingar, armbeygj...

Spjall við þjálfarann

Mynd
Malbik endar! Í gær áttum við Ingvar fund þar sem við gerðum upp tímabilið (geri pistil um það seinna) og ræddum um það næsta. Fyrir fundinn var ég ákveðinn að í að agitera fyrir því að hjóla bara án plans og lyfta fram í febrúar, taka svo intensíft plan í 3- 4 mánuði undir hans stjórn og leika mér svo bara næsta sumar.  Eftir fundinn er hinsvegar planið að ég byrja að æfa hjá honum aftur í desember og verð hjá honum næsta sumar líka. Við ræddum um næstu markmið og áskoranir og hvernig við gætum sett upp öflugt plan með lyftingunum. Einnig hvernig ég gæti sameinað planið með því að vera að hjóla með öðru fólki og hafa gaman. Núna er ég orðinn þræl spenntur að byrja aftur á plani því það er ekki skemmtilegt til lengdar að hjóla inni bara til að hjóla. Mér finnst alltaf sjúklega gaman að sjá nýja æfingaviku í calendar og fæ kikk þegar æfingarnar litast grænar..... check!!! Helstu breytingarnar fyrir næsta sumar eru þessi tvö stóru gravel mót hérna innanlands (The Rift og Grefillinn) ...

Pólitík og húðflúr

Mynd
Ég sá mjög flott húðflúr aftan á framhandlegg um daginn en fann það aldrei aftur. Rakst svo á þetta fyrir tilviljun og held að þetta sé svipað. Vista þetta niður og reyni kannski að einfalda og breyta aðeins. Lítið um blogg upp á síðkastið og hef verið með hausinn í öðru. Langar stundum að öskra inni á FB en nenni ekki taka umræðuna. En hér get ég komið með statement og þarf ekki að svara fyrir það og lenda í rifrildi. Stærstu atriðin sem á að reyna að láta okkur trúa fyrir næstu kostningar eru: Við verðum að virkja okkur út úr loftslagsvandanum. Útlendingar eru varasamir, taka störfin okkar og ástunda glæpi. Þetta er hvoru tveggja algert kjaftæði og vonandi mun fólk ekki hlusta á þetta.

BOOM!!!

Mynd
Ég skal ekki birta fleiri myndir af þessu hjóli á næstunni! Ég lét verða af því að panta mér malarmörð í dag og ég gæti ekki verið spenntari. Ég er búinn að borga inn á hann en það er ekki komið í ljós hvenær hann kemur. Ég náði ágætis díl við Tri og hlakka til að halda áfram að versla við þá. Valur vinur minn og Robbi sem vinna þar eru toppmenn og ég nýt kannski aðeins góðs af því að þekkja þá. En vörurnar sem þeir bjóða upp á (t.d. Castelli hjólaföt) og þjónustan er super og ekki ástæðulaust að þeir eru stórir á markaðnum. Annars er lítið að frétta af mér. Ákvað að taka frí í vinnunni á morgun og við Harpa ætlum að skutlast til Reykjavíkur og taka eina nótt á hóteli. Það verður ljúft. Æfingar ganga vel í ræktinni en ég er hálf druslulegur á hjólinu og eitthvað þreyttur. Það er s.s. í lagi svona í off season. Ég náði reyndar 30 km túr rúmlega úti í gær og tók þokkalega vel á því. Meira næst

Lítið að frétta...

Mynd
Cube Nuroad C:62 EX Það er lítið af mér að frétta annað en að ég er búinn að vera með hausinn fullan af malarhjólapælingum. Það kom upp úr dúrnum að þau sem voru að selja notaða malarhjólið settu það aðeins í biðstöðu þar sem þau voru ekki viss um að þau fengju nýtt hjól fyrr en í maí. Eftir það fór ég aðeins að skoða markaðinn [ný hjól] en fann ekki neitt alveg nógu spennandi. Það var helst að Canyon hafi verið eitthvað sem ég var tilbúinn að skoða.  En til að koma hlutunum á hreyfingu þá henti ég tilboði í þetta 2025 Cube hjá Tri og er að reyna að fá sæmilegan díl á því. Kannski verður svarið bara þvert nei og þá er það bara komið á hreint. Maður allavega fær ekki góða díla nema að maður gangi á eftir því. Æfingar í síðustu viku gengu fínt. Ég æfði í rúmlega 10 klst. og þar af voru 3 klst lyftingar. Á hjólinu tók ég eina interval æfingu og Ingvar skammaði mig og minnti mig á að ég væri í "off season" og ætti ekki að vera að taka svona erfiðar æfingar.  Þessi vika í æfingum ...