Kaffiþamb, sveitin og kitlhósti

Brynleifur átti afmæli á föstudaginn síðasta. Hann er einfaldlega lang bestur.

Helgin var alveg þokkaleg hjá okkur og aðdragandinn ekki síðri. BRB freestyle átti afmæli á föstudaginn og við tókum daginn snemma. USA pönnukökur með miklu sírópi og svo reif hann upp pakka. Um kvöldið pöntuðum við svo pizzur og kíktum heim til Guðrúnar. Ég gaf honum forláta veiðihjól í afmælisgjöf, Þórður gaf honum veiðistöng og svo fékk hann slatta af money.

Nún er ég kominn upp í Mývatnssveit og reyni að hafa vakandi auga yfir búskapnum á meðan mamma og Egill eru á Tenerife. Þessi vika var reyndar algert skipulagsslys og ég þarf bæði að fara á Egilsstaði og til Reykjavíkur og vera með fundi. Það verður því mikið stress en vonandi sleppur þetta allt og vonandi verður veðrið til friðs.

Ég tók hjólið og trainerinn með í sveitina og held því áfram að bæta kílómetrum í safnið. Ég hjólaði áðan í klukkutíma og tók líka 30 mínútna rútínu af líkamsþyngaræfingum (framst., afturst, hnébeygjur, upphífingar, armbeygjur og magi). Mér finnst ég vera í fínum gír og líður vel þrátt fyrir smá kvef.

Þetta kvef sem ég er með er með leiðinlegan fylgikvilla sem er kitlandi hósti sem heldur fyrir mér vöku. Ég hrökk upp klukkan 12:30 í nótt og fékk mér eina parkodín til að slökkva hóstann. Hún virkaði til ca. 06:00 en þá vaknaði ég í hóstakasti og fannst ekki taka því að fá mér aðra. Ég tók því daginn snemma. En parkódín er kraftaverkalyf varðandi svona hósta vesen og ég reyni að eiga þetta alltaf upp í skáp bara fyrir þessi tilfelli.

Þegar ég vaknaði í morgun skellti ég í mig 4 kaffibollum og kíkti svo aðeins niður í vinnu áður en ég lagði af stað austur. Þar þambaði ég rótsterkt kaffi (2 bolla) og hellti svo strax uppá þegar ég kom í Brekku. Þar drakk ég nokkra bolla og var að gera atlögu að uppáhellingu númer 2 þegar ég hélt að ég væri að verða eitthvað lasinn. Ég hafði grun um að þetta væri kaffið og þambaði 4 vatnsglös og tók 5 mínútna power nap. Við það náði ég að skola einhverju af eitrinu út og leið betur. 

Talandi um kaffi; það er svo furðulegt með kaffið í vinnunni, sem kemur úr vél sem malar baunirnar, að ég lendi alltaf í einhverjum helvítis vandræðum með þvagblöðruna í mér. Endalaus erting og óþægindi og ég er alltaf á klósettinu. Um helgina drakk ég vel af kaffi heima hjá mér og þetta var  ekkert til vandræða en bara þessir 2 bollar í vinnunni í dag settu þetta allt í rugl.  Af þessu tilefni spurði ég ChatGBT út í þetta (sem ég treysti nú ekki alltaf)

Yes, this difference between the coffee from the machine and filter coffee could make sense for a few reasons:

  1. Differences in Coffee Strength and Acidity:

    • Coffee made from freshly ground beans in a machine may be stronger or more acidic than filter coffee, depending on the grind size, brewing method, and water temperature. Higher acidity or stronger coffee can irritate the bladder, especially in sensitive individuals.
  2. Oil and Sediment in Machine Coffee:

    • Coffee from a machine may contain more oils or fine particles that aren't as present in filter coffee. These compounds can irritate the digestive and urinary systems, potentially leading to more frequent urination or bladder discomfort.
  3. Caffeine Content:

    • If the machine coffee is stronger or brewed differently, it might have a higher caffeine concentration. Caffeine is a diuretic, meaning it increases urine production and could be the reason you experience more frequent urination with machine coffee.
  4. Additives or Maintenance of the Machine:

    • Sometimes, the machine itself may introduce factors such as residues from cleaning agents or additives in the coffee beans that could cause irritation.

If you notice this consistently, switching to less acidic or milder coffee could help. You might also experiment with the grind settings on the machine to see if a coarser grind (resulting in less intense coffee) makes a difference.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap