Lítið að frétta...

Cube Nuroad C:62 EX

Það er lítið af mér að frétta annað en að ég er búinn að vera með hausinn fullan af malarhjólapælingum. Það kom upp úr dúrnum að þau sem voru að selja notaða malarhjólið settu það aðeins í biðstöðu þar sem þau voru ekki viss um að þau fengju nýtt hjól fyrr en í maí. Eftir það fór ég aðeins að skoða markaðinn [ný hjól] en fann ekki neitt alveg nógu spennandi. Það var helst að Canyon hafi verið eitthvað sem ég var tilbúinn að skoða. 

En til að koma hlutunum á hreyfingu þá henti ég tilboði í þetta 2025 Cube hjá Tri og er að reyna að fá sæmilegan díl á því. Kannski verður svarið bara þvert nei og þá er það bara komið á hreint. Maður allavega fær ekki góða díla nema að maður gangi á eftir því.

Æfingar í síðustu viku gengu fínt. Ég æfði í rúmlega 10 klst. og þar af voru 3 klst lyftingar. Á hjólinu tók ég eina interval æfingu og Ingvar skammaði mig og minnti mig á að ég væri í "off season" og ætti ekki að vera að taka svona erfiðar æfingar. 

Þessi vika í æfingum verður svipuð og síðasta nema ætli ég taki mér ekki pásu í dag þar sem ég hef ekki hvílt í 8 daga. Það er reyndar smá freistandi að skella sér út enda 9°C hiti. Melti það aðeins.

Annað sem er í gangi??? Mataræðið hjá mér búið að vera í tómu rugli og ég er kominn í +5kg frá sæmilegri keppnisþyngd. Veit ekki alveg hvað það er en ég á mjög erfitt með að hemja mig í mat. Meira um það síðar.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap