Spjall við þjálfarann

Malbik endar!

Í gær áttum við Ingvar fund þar sem við gerðum upp tímabilið (geri pistil um það seinna) og ræddum um það næsta. Fyrir fundinn var ég ákveðinn að í að agitera fyrir því að hjóla bara án plans og lyfta fram í febrúar, taka svo intensíft plan í 3- 4 mánuði undir hans stjórn og leika mér svo bara næsta sumar. 

Eftir fundinn er hinsvegar planið að ég byrja að æfa hjá honum aftur í desember og verð hjá honum næsta sumar líka. Við ræddum um næstu markmið og áskoranir og hvernig við gætum sett upp öflugt plan með lyftingunum. Einnig hvernig ég gæti sameinað planið með því að vera að hjóla með öðru fólki og hafa gaman.

Núna er ég orðinn þræl spenntur að byrja aftur á plani því það er ekki skemmtilegt til lengdar að hjóla inni bara til að hjóla. Mér finnst alltaf sjúklega gaman að sjá nýja æfingaviku í calendar og fæ kikk þegar æfingarnar litast grænar..... check!!!

Helstu breytingarnar fyrir næsta sumar eru þessi tvö stóru gravel mót hérna innanlands (The Rift og Grefillinn) en svo var Ingvar líka að spyrja mig hvort ég væri spenntur fyrir ef við myndum nokkur rotta okkur saman og stefna á eitt gravel mót í Gravel World series í Evrópu næsta sumar. Top 25% í aldursflokki á þannig móti myndi gefa manni þáttökurétt á HM í Gravel í október á næsta ári. Já það hljómar sannarlega spennandi en maður má nú ekki fara fram úr sér. Ef ég tek 1 til 2 crit keppnir líka gæti sumarið endað í 8 mótum kannski sem væri frábært (ef maður meiðist ekki eða drepur sig)þ

Annars er ég að lyfta 2-3 í viku þessar vikurnar og hjóla í 4-7 klst að jafnaði. Farinn að venjast lyftingunum og líður alveg prýfðilega á hjólinu.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap