BOOM!!!

Ég skal ekki birta fleiri myndir af þessu hjóli á næstunni!

Ég lét verða af því að panta mér malarmörð í dag og ég gæti ekki verið spenntari. Ég er búinn að borga inn á hann en það er ekki komið í ljós hvenær hann kemur. Ég náði ágætis díl við Tri og hlakka til að halda áfram að versla við þá. Valur vinur minn og Robbi sem vinna þar eru toppmenn og ég nýt kannski aðeins góðs af því að þekkja þá. En vörurnar sem þeir bjóða upp á (t.d. Castelli hjólaföt) og þjónustan er super og ekki ástæðulaust að þeir eru stórir á markaðnum.

Annars er lítið að frétta af mér. Ákvað að taka frí í vinnunni á morgun og við Harpa ætlum að skutlast til Reykjavíkur og taka eina nótt á hóteli. Það verður ljúft.

Æfingar ganga vel í ræktinni en ég er hálf druslulegur á hjólinu og eitthvað þreyttur. Það er s.s. í lagi svona í off season. Ég náði reyndar 30 km túr rúmlega úti í gær og tók þokkalega vel á því. Meira næst

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap