Færslur

Sýnir færslur frá september, 2024

Gravel pælingar 🤷‍♂️

Mynd
Úr Greflinum, ég hef aldrei keppt á gravel. Photo credit Grefillinn Einhverntíman sagðist ég aldrei ætla að keppa í malarkeppni (gravel) en að sjálfsögðu er ég við það að éta það ofan í mig hrátt og ósoðið. Og ástæðurnar?  Þessar örfáu götuhjólakeppnir sem maður hefur úr að velja á hverju ári eru bara ekki alveg að fullnægja keppnisþörfinni. Með því að bæta malarhjóli í safnið næ ég allavega 2 mótum í viðbót.  Fjörið er á mölinni. Á þessi mót mæta miklu fleiri og það er mikið hæp í kringum þetta. Hversu lengi það endist veit maður ekki en það um að gera að vera með á meðan þetta er vinsælt. Gott og létt malarhjól hentar mér vel í og úr vinnu og ég get tekið æfingar á því úti og haft það á nöglum. Markmið næsta sumars á mölinni:  Grefillinn 200 km The Rift 200 km Akureyri - Mývatn via Fnjóskadalur, Bárðadalur og Suðurárbotnar (skemmtieferð) Hjólapælingar Cube Nuroad C:62 SL árgerð 2022 Ég er með 2 hjól í sigtinu akkúrat núna og það fyrra er lítið notað Cube Nuroad 2022 árg...

Svíþjóð, bátar, ofát- og offita 🇸🇪

Mynd
Í sænskum skerjagarði. Þorvaldur er víst í skjóli af Dóra. Nú er árlegri veiðiferð Skotveiðifélags sperðlanna lokið og það er óhætt að segja að hún hafi heppnast fullkomlega. Reyndar handlékum við engin skotvopn að þessu sinni en renndum fyrir aborra og geddum í staðinn. Veðrið lék við okkur allan tímann og maturinn var eins og venjulega algerlega sturlaður. Elgsteikur, entrecote, léttreykt lamb og fullkomin pylsumáltíð þar sem við snæddum úti á eyju eftir sundsprett. Nú er ég kominn heim í saltfiskinn og ákvað að henda einhverju nettu á blað til að koma hreyfingu á bloggið. Fyrsta mál á dagskrá eftir þetta allt saman er að ræða aðeins æfingar og annað því tengdu. Ég byrjaði að lyfta tveimur vikum áður en ég fór út og það er ótrúlegt hvað maður er fljótur að sjá mun á sér. Ég er eitthvað aðeins að massast (og fitna pínu) og kvöldið þegar ég kom heim úr ferðinni þá var ég kominn upp í 72 kg!!! Sumarið 2022 fór ég niður í 60 kg- þá viðbeinsbrotinn og í smá vöðvarýrnun. Þegar ég er að kep...

Örþreyta

Mynd
Myndin tengist fréttinni ekki rassgat. Nú er þriðjudagur og ég er alveg búinn á því. Ég veit ekki hvort þetta eru haustlægðirnar og skítaveðrið sem gengur yfir, álag í vinnunni eða eitthvað annað. Sama hvað, þá er ég andlega þungur og mjög þreyttur. En maður er eldri en tvævetur og veit að þetta gengur yfir.  Ég kom heim úr vinnunni klukkan 15 í dag og nú er ég búinn að liggja í bælinu í tæpan klukkara. Er að reyna að fara að drulla mér á fætur og gera eitthvað. Ganga frá og skipuleggja kvöldmat. Eftir kvöldmat væri ég helst til í að leggjast upp í og góna bara á eitthvað heilalaust hjóladrasl á youtube. Ég labbaði í vinnuna í dag og ætla að láta það nægja sem hreyfingu dagsins. Fer svo í ræktina á morgun og reyni að hjóla á fimmtudaginn. 

Holy Gra[il]vel

Mynd
Lauf Seigla Rigid (ekki með fjöðrun að framan). Ég hef stundum sagt að Íslendingar eru vonlausir sölumenn. Núna þegar ég er á höttunum eftir gravel hjóli, þá er ég búinn að hafa samband við einhverja aðila og það er eins og þeir séu í keppni hver er fyrstu að selja mér ekki hjól. Af þeim hjólum sem ég hef mest skoðað þá eru þrjár gerðir sem koma helst til greina. Lauf  kemur klárlega til greina- þó ekki væri nema fyrir þá staðtreynd að þetta er íslenskt (allvega hönnunin). Það er cool að vera á íslenskri hönnun og verðin sem þeir bjóða eru betri en flest annað sem er í boði miðaði við hvað maður færi (t.d. vattamæli). Hjólin eru frekar létt, það er hægt að koma undir þau mjög breiðum dekkjum og ég á enn eftir að sjá neikvæða dóma um þetta hjól. CUBE NUROAD C:62 EX -2025 Model Cube eru byrjaðir að kynna 2025 línuna og ég hafði samband við Val kunningja minn í TRI í Reykjavík en hann sagðist vera á hvolfi en gæti látið mig vita hvort eða hvenær ég gæti lagt inn forpöntun á þessu hjól...

Back to health!

Mynd
Það er skrítið að á einhverjum tímapunkti fær maður nóg af því að hjóla úti líka og þá er bara fín tilbreyting að fara inn aftur.   Jæja þá er ég búinn að kaupa mér kort á Bjarg og búinn að henda mér í ræktina einu sinni. Ég passaði mig á því að gera mjög lítið og létt, en ég finn það samt strax að ég verð með strengi á morgun. En mikið djöfull leið mér vel þegar ég var búinn og fannst strax eins og líkaminn væri að vakna til lífsins og hefði verið að bíða eftir þessu, þ.e. restin af líkanum- fæturnir hafa náttúrulega verið vakandi. En ég er búinn að nota vikuna til að reyna að ná heilsu aftur eftir covid og það gengur vel. Svona voru þrír fyrstu dagarnir og svo restin af vikunni: Mánudagur: 30 mínútur Zone 1 + 30 mín liðleiki og styrkur Þriðjudagur: 1 klst Zone 1 Miðvikudagur: 45 mín lyftingar og 1 klst Zone 1 Fimmtudagur: 2 klst Zone 1 Föstudagur: Lyftingar 1 klst. Laugardagur: 2 klst. hjól Z2 Sunnudagur: 2-3 klst. hjól Z2 Ég ætla reyndar að skoða hvort ég skipti út klukkutíma á ...

Að taka sótt

Mynd
Að finna mér allt annað að gera en að byrja að hjóla. Nú er ég búinn að vera í pásu frá æfingum í 6 daga að reyna að jafna mig af þessu covid kjaftæði og kannski kominn tími til að prufa að hrista spikið. Í dag ætla ég að taka 30 mínútur recovery-hjól og svo henda mér í nokkrar armbeygjur, upphífingar og teygja. En mikið rosalega er erfitt að byrja. Að hluta til er það vegna þess að ég er eitthvað smá druslulegur ennþá en svo finnst manni maður bara vera orðinn svo feitur og ógeðslegur eftir að hafa legið bara og étið einhverja óhullustu. Manni finnst varla taka því að gera bara eitthvað smá. En þetta verður fljótt að koma; hálftími í dag, 45 mín á morgun og svo skrúfar maður þetta upp hægt og rólega. En ég þarf klárlega að laga til í mataræðinu hjá mér. Á meðan ég lá í covid tók ég líka aðra sótt, svokallaða gravel-sótt. Ég held ég hafi talað um það hér áður að maður verður víst að vera með í þessu gravel kjaftæði ef maður vill keppa eitthvað á næstu árum og ég er byrjaður að undirbúa...