Gravel pælingar 🤷♂️
Úr Greflinum, ég hef aldrei keppt á gravel. Photo credit Grefillinn Einhverntíman sagðist ég aldrei ætla að keppa í malarkeppni (gravel) en að sjálfsögðu er ég við það að éta það ofan í mig hrátt og ósoðið. Og ástæðurnar? Þessar örfáu götuhjólakeppnir sem maður hefur úr að velja á hverju ári eru bara ekki alveg að fullnægja keppnisþörfinni. Með því að bæta malarhjóli í safnið næ ég allavega 2 mótum í viðbót. Fjörið er á mölinni. Á þessi mót mæta miklu fleiri og það er mikið hæp í kringum þetta. Hversu lengi það endist veit maður ekki en það um að gera að vera með á meðan þetta er vinsælt. Gott og létt malarhjól hentar mér vel í og úr vinnu og ég get tekið æfingar á því úti og haft það á nöglum. Markmið næsta sumars á mölinni: Grefillinn 200 km The Rift 200 km Akureyri - Mývatn via Fnjóskadalur, Bárðadalur og Suðurárbotnar (skemmtieferð) Hjólapælingar Cube Nuroad C:62 SL árgerð 2022 Ég er með 2 hjól í sigtinu akkúrat núna og það fyrra er lítið notað Cube Nuroad 2022 árg...