Holy Gra[il]vel

Lauf Seigla Rigid (ekki með fjöðrun að framan).

Ég hef stundum sagt að Íslendingar eru vonlausir sölumenn. Núna þegar ég er á höttunum eftir gravel hjóli, þá er ég búinn að hafa samband við einhverja aðila og það er eins og þeir séu í keppni hver er fyrstu að selja mér ekki hjól. Af þeim hjólum sem ég hef mest skoðað þá eru þrjár gerðir sem koma helst til greina.

Lauf kemur klárlega til greina- þó ekki væri nema fyrir þá staðtreynd að þetta er íslenskt (allvega hönnunin). Það er cool að vera á íslenskri hönnun og verðin sem þeir bjóða eru betri en flest annað sem er í boði miðaði við hvað maður færi (t.d. vattamæli). Hjólin eru frekar létt, það er hægt að koma undir þau mjög breiðum dekkjum og ég á enn eftir að sjá neikvæða dóma um þetta hjól.

CUBE NUROAD C:62 EX -2025 Model

Cube eru byrjaðir að kynna 2025 línuna og ég hafði samband við Val kunningja minn í TRI í Reykjavík en hann sagðist vera á hvolfi en gæti látið mig vita hvort eða hvenær ég gæti lagt inn forpöntun á þessu hjóli og hvenær það væri þá væntanlegt (mig vantar hjól sem fyrst). Síðan hef ég ekkert heyrt í honum og nenni ekki að vera að trufla hann meira þannig það kemur þá bara í ljós. Annars veit ég s.s. ekki neitt um þetta hjól annað en ég væri til í að koma örlítið breiðari dekkjum undir það. En ég held að þetta sé alveg klassagripur og örugglega fínt til að keppa á.
Giant Revolt Advanced Pro 0

Ég á Giant TCR götuhjóla sem ég er hrikalega ánægður með. Sumir hafa sagt að þetta sé gravel útgáfan af því hjóli og því ætti að vera kunnulegt og gott að hjóla á því. Hjólið hefur fengið fína dóma og hefur pláss fyrir býsna breið dekk. Hinsvegar er hjólið með 2 tannhjól og skiptingu að framan sem mér finnst alveg off- ég vil hafa "one by" að framan á svona malarskepnu. Ég spurði Eigil í Útisport út í þetta og hvort það yrði í boði að fá með "one by" að framan en hann veit ekki neitt og það "kemur kannski í ljós" eftir einhvern fund í næstu viku.

Ég er byrjaður að hjóla í vinnuna aftur og mig langar í létt og gott hjól sem ég get notað í það og til að lengja á leiðinni heim og taka æfingu. Ég þarf að vera með vattamæli og ég mun sennilega kaupa aukafelgur til að vera fljótur að skipta yfir á nagladekk þegar það á við. Og það sem meira er, þegar mér dettur eitthvað svona í hug, þá vi lég að þetta gerist NÚNA en ekki kannski seinna. Ég óska hér með eftir sölumanni sem er tilbúinn að selja mér hugmyndina að ég þurfi akkúrat hjólið sem hann er að selja.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap