Örþreyta

Myndin tengist fréttinni ekki rassgat.

Nú er þriðjudagur og ég er alveg búinn á því. Ég veit ekki hvort þetta eru haustlægðirnar og skítaveðrið sem gengur yfir, álag í vinnunni eða eitthvað annað. Sama hvað, þá er ég andlega þungur og mjög þreyttur. En maður er eldri en tvævetur og veit að þetta gengur yfir. 

Ég kom heim úr vinnunni klukkan 15 í dag og nú er ég búinn að liggja í bælinu í tæpan klukkara. Er að reyna að fara að drulla mér á fætur og gera eitthvað. Ganga frá og skipuleggja kvöldmat. Eftir kvöldmat væri ég helst til í að leggjast upp í og góna bara á eitthvað heilalaust hjóladrasl á youtube.

Ég labbaði í vinnuna í dag og ætla að láta það nægja sem hreyfingu dagsins. Fer svo í ræktina á morgun og reyni að hjóla á fimmtudaginn. 

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap