Back to health!

Það er skrítið að á einhverjum tímapunkti fær maður nóg af því að hjóla úti líka og þá er bara fín tilbreyting að fara inn aftur.
 

Jæja þá er ég búinn að kaupa mér kort á Bjarg og búinn að henda mér í ræktina einu sinni. Ég passaði mig á því að gera mjög lítið og létt, en ég finn það samt strax að ég verð með strengi á morgun. En mikið djöfull leið mér vel þegar ég var búinn og fannst strax eins og líkaminn væri að vakna til lífsins og hefði verið að bíða eftir þessu, þ.e. restin af líkanum- fæturnir hafa náttúrulega verið vakandi.

En ég er búinn að nota vikuna til að reyna að ná heilsu aftur eftir covid og það gengur vel. Svona voru þrír fyrstu dagarnir og svo restin af vikunni:

Mánudagur: 30 mínútur Zone 1 + 30 mín liðleiki og styrkur
Þriðjudagur: 1 klst Zone 1
Miðvikudagur: 45 mín lyftingar og 1 klst Zone 1
Fimmtudagur: 2 klst Zone 1
Föstudagur: Lyftingar 1 klst.
Laugardagur: 2 klst. hjól Z2
Sunnudagur: 2-3 klst. hjól Z2

Ég ætla reyndar að skoða hvort ég skipti út klukkutíma á laugardag eða sunnudag og hlaupi þá frekar. Það er kannski svolítið mikið að taka 10-11 klst strax eftir covid en á móti kemur að ég er að gera þetta á mjög lágum púls.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap