Að taka sótt

Að finna mér allt annað að gera en að byrja að hjóla.

Nú er ég búinn að vera í pásu frá æfingum í 6 daga að reyna að jafna mig af þessu covid kjaftæði og kannski kominn tími til að prufa að hrista spikið. Í dag ætla ég að taka 30 mínútur recovery-hjól og svo henda mér í nokkrar armbeygjur, upphífingar og teygja. En mikið rosalega er erfitt að byrja. Að hluta til er það vegna þess að ég er eitthvað smá druslulegur ennþá en svo finnst manni maður bara vera orðinn svo feitur og ógeðslegur eftir að hafa legið bara og étið einhverja óhullustu. Manni finnst varla taka því að gera bara eitthvað smá. En þetta verður fljótt að koma; hálftími í dag, 45 mín á morgun og svo skrúfar maður þetta upp hægt og rólega. En ég þarf klárlega að laga til í mataræðinu hjá mér.

Á meðan ég lá í covid tók ég líka aðra sótt, svokallaða gravel-sótt. Ég held ég hafi talað um það hér áður að maður verður víst að vera með í þessu gravel kjaftæði ef maður vill keppa eitthvað á næstu árum og ég er byrjaður að undirbúa mig fyrir það. Ein afsökunin fyrir að kýla á þetta er að ég get notað létt gravel hjól sem samgöngutæki líka. En allavega, er búinn að horfa á óteljandi myndbönd á youtube og verð að viðurkenna að þetta er að kveikja í mér. Ég er búinn að ákveða að skrá mig bæði í Grefilinn og Riftið á næsta ári og ég ætla 200 km í báðum keppnum. Ég ætla að keppa helmingi meira næsta sumar en ég gerði núna og ég ætla að hafa helmingi meira gaman. Skál........ ég er farinn að hjóla....

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap