Gravel pælingar 🤷‍♂️

Úr Greflinum, ég hef aldrei keppt á gravel. Photo credit Grefillinn

Einhverntíman sagðist ég aldrei ætla að keppa í malarkeppni (gravel) en að sjálfsögðu er ég við það að éta það ofan í mig hrátt og ósoðið. Og ástæðurnar? 
  1. Þessar örfáu götuhjólakeppnir sem maður hefur úr að velja á hverju ári eru bara ekki alveg að fullnægja keppnisþörfinni. Með því að bæta malarhjóli í safnið næ ég allavega 2 mótum í viðbót. 
  2. Fjörið er á mölinni. Á þessi mót mæta miklu fleiri og það er mikið hæp í kringum þetta. Hversu lengi það endist veit maður ekki en það um að gera að vera með á meðan þetta er vinsælt.
  3. Gott og létt malarhjól hentar mér vel í og úr vinnu og ég get tekið æfingar á því úti og haft það á nöglum.
Markmið næsta sumars á mölinni:
  1.  Grefillinn 200 km
  2. The Rift 200 km
  3. Akureyri - Mývatn via Fnjóskadalur, Bárðadalur og Suðurárbotnar (skemmtieferð)
Hjólapælingar

Cube Nuroad C:62 SL árgerð 2022

Ég er með 2 hjól í sigtinu akkúrat núna og það fyrra er lítið notað Cube Nuroad 2022 árg. Hjólið er með 12 gíra Sram GX Eagle AXS rafmagnsskiptingu og bara eitt tannhjól að framan. Kasettan er 10-50T sem þýðir að "gírsviðið" (gear range) er vítt, eða 500%. Ég er ekki kominn með verð í þetta hjól ennþá en það kemur til greina.

Cube Nuroad C:62 EX 2025

Hinn möguleikinn er að kaupa nýjustu gerðina af sama hjóli sem nú heitir C:62 EX. Ég er aðeins búinn að liggja yfir þessu og í fljótu bragði sýnist mér þetta vera sama dótið nema nýja hjólið á að taka 50 mm breið dekk en það gamla 47 mm. Kasettan á því hjóli er reyndar líka 10-52 sem þýðir að það er með aðeins meira gírsvið- eða 520%.

Ég get fengið nýja hjólið einhverstaðar í kringum 500 þúsund en ef ég fæ gott tilboð í það gamla þá hugsa ég að ég láti vaða. Það er mikill kostur að geta hent breiðari dekkjum undir en það er spurning hvað maður er tilbúinn að borga fyrir það. Þetta kemur allt í ljós eftir helgi.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap