Svíþjóð, bátar, ofát- og offita 🇸🇪

Í sænskum skerjagarði. Þorvaldur er víst í skjóli af Dóra.

Nú er árlegri veiðiferð Skotveiðifélags sperðlanna lokið og það er óhætt að segja að hún hafi heppnast fullkomlega. Reyndar handlékum við engin skotvopn að þessu sinni en renndum fyrir aborra og geddum í staðinn. Veðrið lék við okkur allan tímann og maturinn var eins og venjulega algerlega sturlaður. Elgsteikur, entrecote, léttreykt lamb og fullkomin pylsumáltíð þar sem við snæddum úti á eyju eftir sundsprett.

Nú er ég kominn heim í saltfiskinn og ákvað að henda einhverju nettu á blað til að koma hreyfingu á bloggið. Fyrsta mál á dagskrá eftir þetta allt saman er að ræða aðeins æfingar og annað því tengdu.

Ég byrjaði að lyfta tveimur vikum áður en ég fór út og það er ótrúlegt hvað maður er fljótur að sjá mun á sér. Ég er eitthvað aðeins að massast (og fitna pínu) og kvöldið þegar ég kom heim úr ferðinni þá var ég kominn upp í 72 kg!!! Sumarið 2022 fór ég niður í 60 kg- þá viðbeinsbrotinn og í smá vöðvarýrnun. Þegar ég er að keppa er ég sáttur í kringum 65 kg.  

Ég hef engar áhyggjur af þessu sem slíku, það er í lagi að bæta á sig ef það er mest kjöt. En ég verð samt að passa mig að lenda ekki í þeirri stöðu að þurfa að taka af mér 10- 15 kg áður en ég fer að keppa næsta sumar. Ég er því farinn að skera niður nammi og kökur sem ég var farinn að éta í ómældu magni áður en ég fór út.

Annars er ég að reyna að lyfta þrivsvar í viku og hjóla inn á milli. Ég hljóp aðeins í Svíþjóð en ég var að drepast í löppunum. Ég veit ekki alveg hvað það var í dag fór ég í kalda karið og ætla að skoða hvort ég nái eitthvað að snúa þessu við. Nóg í bili.....

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap