Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2024

Áskorun

Mynd
Í Dimmuborgum í sumar. Ég stend frammi fyrir áskorun sem gæti kallast lúxusvandamál og það er að skipuleggja hvernig ég kem öllum æfingum inn í lífið í vetur. Þó ég sé ekki búinn að gera upp árið og taka ákvörðun með markmið næsta árs- þá eru áberandi líkur á því að ég muni aðeins hliðra til áherslum. Að hluta til eru þetta áherslubreytingar í æfingum (meiri styrkur)- en einnig áherslubreytingar svo ég geti verið betri pabbi, kærasti, starfskraftur og einsaklingur.  Æfingar hjá börnun Á meðan börnin njóta þess ennþá að æfa þá er það í algerum forgangi að koma þeim á æfingar og mót. Ég var að kíkja yfir æfingatöfluna hjá Dabjörtu og hún fer í fimleika 4x í viku. Ef brettaæfingar verða eins og í fyrra hjá Brynleifi, þá verður vika með börnunum svona: Mánudagur:           Fimleikar 15:30 - 17:30 Þriðjudagar:           Fimleikar 15:30 - 17:30/ Snjóbretti 17:15 - 18:45 Miðvikudagar:      Fimleikar 15:00 - 17:...

Covid - Volume II

Mynd
Það kom að því að maður missti úr æfingu. Fyrstu æfinguna mína hjá Ingvari tók ég 4. október í fyrra og því styttist í að ég sé búinn að vera hjá honum í 1 ár. Síðan þá, þá hafði ég ekki misst úr æfingu- þar til á miðvikudaginn. Ef ég hefði náð að loka árinu með svipuðum dampi þá hefði ég verið kominn í allavega 18.000 km. með samgönguhjólreiðum. Inn í því er náttúrulega mikið hjólað inni sem skekkir myndina aðeins. Ég þarf að taka saman fljótlega hvað þetta eru margar klukkustundir á viku, það gefur betri mynd af æfingamagninu. Maður er búinn að heyra að covid sé út um allt en ég hafði sloppið ótrúlega. Ekki fengið covid síðan í febrúar 2022. Ég var orðinn kvefaður um helginga og þegar það fór hægt og rólega versnandi, þá tók ég test í vinnunni um hádegi á miðvikudag. BÚMM.... Búinn að liggja heima síðan en ekki verið mjög veikur. Tók mér samt alveg frí frá vinnu í gær en er búinn að vera á fullu í dag. Það verða 5 rauðar æfingar hjá mér í þessari viku en svo ætla ég að taka eina reco...

Íslandsmeistaramót í Crit - 18.07.2024

Mynd
Hring eftir hring eftir...... Ég segi að þetta hafi verið fyrsta alvöru crit keppnin sem ég tek þátt í og ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi ekki verið stressaður. En hvað er crit? Spyrjum ChatGPT: Crit racing, short for criterium racing, is a type of bike race held on a short, closed circuit, usually in city streets. It involves high-speed laps, sharp corners, and intense sprints, lasting typically 30 to 90 minutes. The races emphasize speed, tactics, and positioning, with frequent changes in pace. S.s. hjólað í hringi í hópi, mikill hraði, mikil læti, miklir sprettir og reyndar frekar miklar líkur á krassi.  Bílabrautin í Kapelluhrauni. Ég notaði alla mína tæknikunnáttu í að lita þann hring sem við fórum. Í USA fara crit keppnir gjarnan fram í íbúðar eða iðnaðargötum. Ef mótin eru stór þá fara þau jafnvel fram niður í miðbæ þar sem götum er lokað. Í Hollandi, þar sem er mikil crit-menning, þar fara mótin jafnvel fram á þar til gerðum brautum sem malbikaðar eru sérstaklega fyrir...

Ormurinn 2024 - volume 4

Mynd
Ég og Sóley að vinna Rögga til baka. Þá er Ormurinn búinn í ár, en þetta hefur alltaf verið mín uppháhalds hjólakeppni. Hluti af skýringunni er kannski sú að mér hefur alltaf gengið frekar vel í þessu móti. Í fyrsta skipti (2021) var ég jafn í fjórða sæti og tvö næstu skipti í 5. sæti. Nú ætlaði ég á pall. Fyrir þá sem þekka ekki keppnina og leiðina þá er pistill hér . Hjólalíf. Undirbúningur og annað Í ár gistum við á Icelandair Hótel á Egillsstöðum og það var náttúrulega mjög hentugt. Við áttum tvær nætur bókaðar en afbókuðum seinni nóttina þar sem við ákváðum að keyra beint eftir mót til Reykjavíkur og keppa í Íslandsmeistaramótinu í Crit. Vöknuðum 06:30 og ég tróði í mig lítilli dós af grjónagraut og svo fórum við í morgunmat. Fyrsta skiptið á ævinni sem ég borða ekki hafragraut fyrir keppni (pælingar um það seinna). Kvöldið áður átum við með öllu HFA genginu á Aski pizza- snilldar hlaðborð og fínt carb load. Að spjalla við Davíð fyrir upphitun. Veður og fataval Það var búin að ver...

Bikarmót í Kjós [6. júlí] - recap í seinna lagi.

Mynd
Maður verður að gefa stefnumerki- líka í mótum. Bið ljósmyndara velvirðingar að muna ekki hver hann er. Þetta recap frá bikarmóti verður með óhefðbundnu sniði enda langt um liðið og minnið gloppótt hjá miðaldra manni. Ég hef fjallað áður um brautina og nenni því ekki. Pistil um hana má lesa hér. Ég var alveg kátur þegar ég kom í mark þrátt fyrir að ég hefði viljað vera ofar. Annars var þetta allt með hefðbundnu sniði. Gistum hjá Helgu systur og mótið byrjaði ekki fyrr en kl. 10:00 þannig við vorum ekkert allt of stressuð. Hafragrautur með sírópi og smá kaffi. Veður þokkalegt þegar við komum á staðinn. Yfirleitt er skárra hlémegin þar sem startið er (við Meðalfellsvatnið) en svo ríkjandi vindur á móti hinumegin (Kjósaskarðvegur í austur). Ákvað að vera í keppnistreyju og vesti því mér fannst kalt að hjóla á móti næðingnum. Hefði betur sleppt vestinu- bæði upp á hita og til að minnka vindmótstöðu. Taktík Ég fór pressulaus inn í mótið og þar sem það eru engar brattar brekkur þá átti ég ek...

Endurholgun

Mynd
Harpa á Grund! Nú er langt liðið á tímabilið og metnaðurinn og hungrið aðeins á niðurleið. Þetta gerist á mjög svipuðum tíma og í fyrra- heldur fyrr ef eitthvað er. En það er s.s. allt í lagi því nú er bara Tour de Ormurinn eftir og kannski eitt Crit-mót í Reykjavík daginn eftir. Þegar við Harpa vöknuðum í gærmorgun vorum við alveg sammála um að við nenntum ómögulega út að hjóla. Við áttum bæði endurance æfingu og við erum drullu þreytt á að hjóla sama hringinn aftur og aftur. Ég get ekki beðið eftir að byrja í ræktinni og svo langar mig að reima á mig hlaupaskónna.  Ég hef ekki rætt við Ingvar [þjálfara] um framtíðarplönin hjá mér en mér finnst líklegt að hann leggi til að við höldum áfram á svipuðu róli næsta vetur. Ég hinsvegar er ekki alveg viss um að ég höndli annan vetur þar sem ég set alla aðra hreyfingu á hakann. Og svo ég sé heiðarlegur- börnin, fjölskylduna og vinnuna líka ef út í það er farið. Nú fer að verða kominn tími hjá mér til að skoða markmiðin mín og hugsa alvarl...