Áskorun
Í Dimmuborgum í sumar. Ég stend frammi fyrir áskorun sem gæti kallast lúxusvandamál og það er að skipuleggja hvernig ég kem öllum æfingum inn í lífið í vetur. Þó ég sé ekki búinn að gera upp árið og taka ákvörðun með markmið næsta árs- þá eru áberandi líkur á því að ég muni aðeins hliðra til áherslum. Að hluta til eru þetta áherslubreytingar í æfingum (meiri styrkur)- en einnig áherslubreytingar svo ég geti verið betri pabbi, kærasti, starfskraftur og einsaklingur. Æfingar hjá börnun Á meðan börnin njóta þess ennþá að æfa þá er það í algerum forgangi að koma þeim á æfingar og mót. Ég var að kíkja yfir æfingatöfluna hjá Dabjörtu og hún fer í fimleika 4x í viku. Ef brettaæfingar verða eins og í fyrra hjá Brynleifi, þá verður vika með börnunum svona: Mánudagur: Fimleikar 15:30 - 17:30 Þriðjudagar: Fimleikar 15:30 - 17:30/ Snjóbretti 17:15 - 18:45 Miðvikudagar: Fimleikar 15:00 - 17:...