Endurholgun

Harpa á Grund!


Nú er langt liðið á tímabilið og metnaðurinn og hungrið aðeins á niðurleið. Þetta gerist á mjög svipuðum tíma og í fyrra- heldur fyrr ef eitthvað er. En það er s.s. allt í lagi því nú er bara Tour de Ormurinn eftir og kannski eitt Crit-mót í Reykjavík daginn eftir.

Þegar við Harpa vöknuðum í gærmorgun vorum við alveg sammála um að við nenntum ómögulega út að hjóla. Við áttum bæði endurance æfingu og við erum drullu þreytt á að hjóla sama hringinn aftur og aftur. Ég get ekki beðið eftir að byrja í ræktinni og svo langar mig að reima á mig hlaupaskónna. 

Ég hef ekki rætt við Ingvar [þjálfara] um framtíðarplönin hjá mér en mér finnst líklegt að hann leggi til að við höldum áfram á svipuðu róli næsta vetur. Ég hinsvegar er ekki alveg viss um að ég höndli annan vetur þar sem ég set alla aðra hreyfingu á hakann. Og svo ég sé heiðarlegur- börnin, fjölskylduna og vinnuna líka ef út í það er farið.

Nú fer að verða kominn tími hjá mér til að skoða markmiðin mín og hugsa alvarlega um hvað ég vil fá út úr þessu og hvernig ég næ að setja upp plan sem er sjálfbært og skemmtilegt til lengri tíma. Núna hallast ég einna helst að því að setja upp 6 mánaða plan með viðhaldsæfingum á hjóli + lyftingar. Og biðja svo Ingvar að aðstoða mig með 3 mánaða ákafri æfingablokk fyrir næsta tímabil. Inni í þessum plönum er reyndar líka að kaupa gravel hjól og bæta daglega kílómetrum í safnið með því að fara lengri leiðina heim úr vinnu. Meira um það síðar

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap