Covid - Volume II

Það kom að því að maður missti úr æfingu.

Fyrstu æfinguna mína hjá Ingvari tók ég 4. október í fyrra og því styttist í að ég sé búinn að vera hjá honum í 1 ár. Síðan þá, þá hafði ég ekki misst úr æfingu- þar til á miðvikudaginn. Ef ég hefði náð að loka árinu með svipuðum dampi þá hefði ég verið kominn í allavega 18.000 km. með samgönguhjólreiðum. Inn í því er náttúrulega mikið hjólað inni sem skekkir myndina aðeins. Ég þarf að taka saman fljótlega hvað þetta eru margar klukkustundir á viku, það gefur betri mynd af æfingamagninu.

Maður er búinn að heyra að covid sé út um allt en ég hafði sloppið ótrúlega. Ekki fengið covid síðan í febrúar 2022. Ég var orðinn kvefaður um helginga og þegar það fór hægt og rólega versnandi, þá tók ég test í vinnunni um hádegi á miðvikudag. BÚMM....

Búinn að liggja heima síðan en ekki verið mjög veikur. Tók mér samt alveg frí frá vinnu í gær en er búinn að vera á fullu í dag. Það verða 5 rauðar æfingar hjá mér í þessari viku en svo ætla ég að taka eina recovery á mánudaginn ef ég verð góður. Hugsanlega að kíkja í ræktina.

Þetta sökkar óhemjumikið en bót í máli að keppnistímabilið er búið. Nú er að byrja að skipuleggja næsta season, endurskoða markmið og gera upp árið.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap