Íslandsmeistaramót í Crit - 18.07.2024

Hring eftir hring eftir......

Ég segi að þetta hafi verið fyrsta alvöru crit keppnin sem ég tek þátt í og ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi ekki verið stressaður. En hvað er crit? Spyrjum ChatGPT:
Crit racing, short for criterium racing, is a type of bike race held on a short, closed circuit, usually in city streets. It involves high-speed laps, sharp corners, and intense sprints, lasting typically 30 to 90 minutes. The races emphasize speed, tactics, and positioning, with frequent changes in pace.
S.s. hjólað í hringi í hópi, mikill hraði, mikil læti, miklir sprettir og reyndar frekar miklar líkur á krassi. 

Bílabrautin í Kapelluhrauni. Ég notaði alla mína tæknikunnáttu í að lita þann hring sem við fórum.

Í USA fara crit keppnir gjarnan fram í íbúðar eða iðnaðargötum. Ef mótin eru stór þá fara þau jafnvel fram niður í miðbæ þar sem götum er lokað. Í Hollandi, þar sem er mikil crit-menning, þar fara mótin jafnvel fram á þar til gerðum brautum sem malbikaðar eru sérstaklega fyrir svona keppnir. Það hefur mér þótt spennandi. En út frá götulokunum, leyfum, öryggismálum og fleira- þá er náttúrulega rakið að halda þetta á akstursbrautum bílaklúbba.

Íslandsmeistaramótið í ár var haldið á bílabrautinni í Kapelluhrauni og þó mér hafi fundist tilhugsunin lítið spennandi, þá verð ég að viðurkenna að brautin var skemmtilegt og þetta var sjúklega gaman. Hringurinn var held ég 2,3 km og við fórum hring eftir hring þar til klukkan slá 45 mínútur- þó hófst síðasti hringurinn sem kallaður er bjölluhringur (bjöllu hringt).

Við keyrðum milljón kílómetra þessa helgi.

Undirbúningur

Við höfðum verið að keppa í Orminum deginum áður og ég gerði mér nákvæmlega engar væntingar. Við keyrðum beint frá Egilsstöðum til Reykjavíkur, átum vel í Borgarnesi og hentum okkur svo beint í bælið. Ég reyndar svaf drullu vel og svo vöknuðum við klukkan 08:30. Þá át ég einn grjónagraut og drakk 2 bolla af kaffi.

Veður og föt

Það var næðingur á Völlunum og mér fannst skítkalt þegar við komum á svæðið. Það fór þó að sljákka í vindinum þegar líða tók að ræsingu, sólin lét sjá sig og þetta var ekki svo slæmt. Ég var bara í keppnisgallanum og engu vesti.

Samkeppnin

Það er óhætt að segja að það hafi verið sterk samkeppni og allavega 2 gaurar sem höfðu verið að keppa í A-flokki á mótum sumarsins. Síðan var Einar Júl þarna sem er mjög seigur, Jón Arnar, Valur ofl. Alls vorum við 10 í B-flokki en vorum ræstir út með 3 yngri gaurum líka.

Á ráslínu.

Markmið

Að krassa ekki og láta ekki hringa mig, en þá er maður dæmdur úr leik.

Ég var ekki oft fremstur en það kom fyrir.

Keppnin

Ég er eiginlega að hugsa um að reyna að segja frá þessu í mjög stuttu máli og nota bara áherslupunkta:
  • Ég missti hópinn oft í beygjum og þurfti að hafa mig við að ná honum aftur
  • Ég gerði eina árás og sé smá eftir að hafa ekki reynt að halda henni lifandi lengur
  • Það var stundum stutt í krass 
  • Ég var sprækari en ég þorði að vona
  • Hélt hópnum til loka
  • Komst í endasprett með hópnum
  • Varð 5. í aldursflokknum og tæpum 3 sek frá fyrsta manni
  • Hafði mig fram úr Vali og Jóni Arnari á lokametrunum
  • Einn ungur gaur krassaði í endaspretti
Næring og orka

Grjónagrautur og banani um morguninn. Eitt venjulegt SiS (23 gr. carb) 20 mín fyrir keppni, 40 gr. Beta Fuel á ráslínu og 40 gr. kolvetni í Batterí í keppninni. Það gera rúmlega 100 gr. kolvetni!!!!

Samantekt

Ég var miklu ferskari en ég bjóst við miðað við það að hafa verið að keppa daginn áður. Sérstaklega þar sem ég var ekki sprækur í Orminum. Ég er í það góðu formi að ég hafði efni á að vera lélegur í beygjum en samt ekki missa hópinn. Ég þarf að æfa beygjur og staðsetningar betur. Ég sé ótrúlega eftir því að hafa ekki gefið allt í að vera betur staðsettur í lokabeygjunni á bjölluhring en það er lykillinn að því að eiga séns í endaspretti. Ég held svei mér þá að ég hefði alveg getað átt að vera í sæti í mínum aldursflokki.

Stoltur af mér fyrir að hafa prufað þetta og lifað þetta af.

Hér enda öll alvöru hjólamót! Á KFC með Hörpu sem vann sinn aldursflok í Crit-inu og varð 4. í heildina❤️


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap