Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2024

Ströggl

Mynd
Í dag verður maður að passa sig þegar maður fer á Zerrano að biðja um venjulega, ekki stóran. En Brynleifur var alveg sáttur við þetta. Æfingar ganga super vel ég hef aldrei verið jafn öflugur á hjólinu en mér hefur ekkert gengið að létta mig. Eins og ég hef verið að þvaðra um hérna þá þarf ég að ná af mér 2-3 kg áður en ég fer að keppa. Mig langar ekkert að vera með eina tveggja lítra og aðra líters kókflöskur hangandi aukalega á mér þegar ég fer að hjóla upp Hólasand í fyrstu keppni ársins. Eða ef ég þarf að enda upp á skíðsvæði í Tindastóli í mótinu í júní. Minn styrkleiki er að ég er lítill og léttur og er sterkur í brekkum. Ég má ekki eyðileggja það með einhverjum aukakílóum. Eftir að ég hætti að taka í vörina þá hef ég aðeins verið að ströggla með samband mitt við mat og sé núna svo skýrt og vel hvað það var mikið auðveldara að stramma sig af þegar maður henti bara poka í vörina. Og ofan á það bætist hvað brennslan hægðist niður við að missa þetta örvandi efni sem nikotín er. Ég ...

Ekki að standa mig

Mynd
Nýju Castelli fötin sem ég var að testa. Nú ligg ég uppi í rúmi að bíða eftir að baðið sem ég var að láta renna í kólni. Og já, annar fóturinn á mér er hálf brunninn. En ég vil byrja þennan pistil á því að biðja þessa 2-3 tryggu lesendur mína [skv. Google Analytics], sem koma hingað inn daglega, afsökunar á því að hafa verið latur að skrifa. En það segir kannski eitthvað til um það hvað það hefur verið ógeðslega mikið að gera hjá mér. Ég ætla að byrja á því að dæma þessi Castelli föt sem ég er í á þessari glötuðu uppstilltu mynd sem snilld. Gott snið, fínn púði, efnið virðist sterkt og gott, sporðdrekinn fallegur (ég er líka sporðdreki), flottir litir, flott lúkk, mikið líturðu vel út beibí frábært hár. Ég er ekki sponsaður af Tri en Valur vinur minn gefur mér samt alltaf fínan díl og þeir eru alltaf mjög almennilegir. Ef þið eruð í Reykjavík mæli ég með að þið verslið bara við þá. Annars er ég að koma út úr hvíldarviku þar sem ég tók bara endurance og mér líður vel. Þetta voru tæpir 9...

Að hafa hausinn í þetta

Mynd
Þröskuldsæfing helgarinnar var af sverari gerðinni! Það er stundum sagt að þolíþróttir eins og hjólreiðar og maraþon séu keppni í að þola sársauka. Hluti af því að ná árangri í þessum greinum er genetískt, að hluta til snýst þetta um aga og svo þarf maður að þola sársaukann og óþægindin sem fylgja þessu. Þ.e.a.s. ef maður vill ná árangri og keppa. Það er algengur misskilningur hjá þeim sem eru að byrja í þessu að halda að þetta skáni eftir því sem maður kemst í betra form. Þetta versnar bara- eina breytingin er að maður fer að fara hraðar og lengra í leiðinni. En allavega... Um helgina tók ég eina æfingu sem var bæði erfið fyrir hausinn og lappirnar. 3x18 mínútur á FTP-inu mínu með 40 mínútna endurance köflum á milli. Það er alveg barátta að klára þetta og ég þarf að vera nokkuð skapandi til að klára þetta. Þegar ég segi skapandi þá meina ég að standa upp og setjast á víxl, þyngja gír, létta gír osfv. En ég kláraði þetta skammlaust og gaman að fá jákvætt komment frá þjálfaranum.  É...

Nikótín og púls

Mynd
Hvíldarpúls síðustu 6 mánuði. Vill einhver giska hvenær ég hætti að nota nikótín? Nú er kominn nokkur tími síðan ég hætti að taka í vörina og því orðið aðeins meira að marka gögn um hjartslátt. Það er náttúrulega súrríealískt að skoða þetta og maður veltir fyrir sér hvað maður var að gera sér með þessu. Síðan ég hætti hef ég verið alveg einkennalaus og ekki fundið fyrir aukaslögum, ef frá er eru talin tvö síðustu kvöld. Skýringin á því er andlegt álag sem ég nenni ekki að fara út í hér. Nú er búið að auglýsa vatnslitanámskeiðið sem ég á að kenna á og ég farinn að verða svolítið órólegur yfir þessu. En ef ég gef mér tíma til að skrifa niður nákvæmlega hvað ég ætla að fara yfir þá er ég viss um að þessir 3 klukkutímar verða fljótir að líða. Það er mikilvægast fyrir mér að ég nái að kenna fólki að verða sjálfbjarga og forðast algengustu mistökin sem eyðileggja of svo mikið. Ég er hræddur um að fólk komi á námskeiðið með þá von í brjósti að þau labbi út með fallegar myndir en ég held að þa...

Vatnslitanámskeið

Mynd
Ein mjög einföld sem ég er samt alltaf ánægður með.  Það var haft samband við mig frá Þekkingarneti Þingeyinga og ég beðinn um að leiðbeina á vatnslitanámskeiði eftir hálfan mánuð. Fyrst fékk ég í magann og langaði til að humma þetta fram af mér og vona að þetta gleymdist bara. Síðan hringdi ég í Dittu hjá Þekkingarnetinu til að afþakka þetta en þegar símtalinu lauk var ég að sjálfsögðu búinn að taka þetta að mér. Ég á alltaf erfitt með að taka hrósi og þegar fólk hælir mér fyrir myndlistina mína, þá líður mér oft hálf kjánalega. Mér finnst eins og ég eigi þetta ekki skilið og að fólk sé bara að vera næs. Og varðandi þetta verkefni þá finnst mér eins og ég hafi ekki burði eða þekkingu í að vera með svona námskeið. En ef ég afmarka mig og nýti tímann vel þá vonandi næ ég að koma einhverju til skila. Í grófum dráttum ætla ég að skipta þessu upp í þrjá þætti: Efni og búnaður Tækni (do's and dont's) Æfing (mála mynd) Annars er ekkert nýtt að frétta nema ég átti við líkamlega bugun ...

Innipúkinn

Mynd
Lífið verður ekki betra en þetta. Ég var að vorkenna mér í gær að "þurfa" að taka æfingu. Mig langaði ekki til að byrja og var viss um að þetta yrði þungt og erfitt. Síðan minnti ég mig á að það eru ekki allir svo heppnir að geta hreyft sig. Ég er kominn í ruglað gott form og það er ógeðslega gaman. En það kostar líka aga, vinnu og tíma. Tíminn er mesta fórnin og ég verð að viðurkenna að ég hef látið ýmislegt sitja á hakanum í mínu lífi í vetur.  En já, það er orðið erfiðara og erfiðara að mótívera sig í að taka æfingar inni og ég get ekki beðið eftir því að komast út. Í haust var þetta öfugt, þá var ég kominn með leið á að hjóla í einhverju tilgangsleysi úti og þráði strúktur og æfingaplan inni í hlýjunni. Allt er best í hófi og gott að hafa fjölbreytileika. Í haust er ég viss um að ég verði orðinn spenntur að komast út að hlaupa og fara í ræktina. Laugardagsæfingin á eftir að taka í. Æfing gærdagsins var 3x15 mín Steady State sem er yfirleitt rétt undir FTP-inu (threshold)....

Jæja

Mynd
Ég og Brilli á Páskadag í sveitinni. Jæja þá er páskafríinu lokið og saltfiskurinn tekinn við aftur. Við börnin skelltum okkur upp í sveit um páskana og höfðum það alveg glimrandi fínt þrátt fyrir leiðinda veður. Þau voru reyndar aðeins lengur en ég upp frá þar sem ég skellti mér í bæinn til að taka æfingar og hitta Hörpu aðeins á milli vakta hjá henni. Æfingar um páskana voru frekar hófstilltar í klukkutímum talið (8 klst.) en það voru samt alveg tvær threshold æfingar og ein steady state (rétt undir threshold) á fimm dögum. Það var langt síðan ég hafði tekið æfingar með ákefð og þegar ég blandaði þessu ofan í zone 2 æfingar sem ég tók frekar hart þá náði ég alveg að byggja upp þreytu. Þar sem síðasta vika var frekar létt þá skellti Ingvar á mig 13,5 klst af æfingum þessa vikuna og þar af er ein 3 klst. threshold æfing þar sem ég er samtals í 45 mínútur á FTP-inu mínu með löngum endurance köflum inn á milli. Daginn eftir það tek ég svo 3 klst. endurance æfingu. Það mætti því segja mér...