Ströggl
Í dag verður maður að passa sig þegar maður fer á Zerrano að biðja um venjulega, ekki stóran. En Brynleifur var alveg sáttur við þetta. Æfingar ganga super vel ég hef aldrei verið jafn öflugur á hjólinu en mér hefur ekkert gengið að létta mig. Eins og ég hef verið að þvaðra um hérna þá þarf ég að ná af mér 2-3 kg áður en ég fer að keppa. Mig langar ekkert að vera með eina tveggja lítra og aðra líters kókflöskur hangandi aukalega á mér þegar ég fer að hjóla upp Hólasand í fyrstu keppni ársins. Eða ef ég þarf að enda upp á skíðsvæði í Tindastóli í mótinu í júní. Minn styrkleiki er að ég er lítill og léttur og er sterkur í brekkum. Ég má ekki eyðileggja það með einhverjum aukakílóum. Eftir að ég hætti að taka í vörina þá hef ég aðeins verið að ströggla með samband mitt við mat og sé núna svo skýrt og vel hvað það var mikið auðveldara að stramma sig af þegar maður henti bara poka í vörina. Og ofan á það bætist hvað brennslan hægðist niður við að missa þetta örvandi efni sem nikotín er. Ég ...