Allt á hvolfi
45 Threshold - 3x(15+40m) - tæplega þriggja tíma threshold æfing Ég verð að viðurkenna að ég var búinn að kvíða aðeins fyrir æfingunni sem ég tók í gær enda lengsta interval æfing sem ég hef tekið. Eftir upphitun í 35 mínútur skellti ég mér í 15 mínútur á threshold sem tæknilega séð á að vera það afl sem ég gæti haldið í klukkustund. Á eftir kom svo 40 mínútna kafli á endurance til að þreyta mann áður en maður fór aftur í threshold. Þetta endurtók ég svo aftur. Það er óhætt að segja að þetta hafi gengið vel og ég negldi öll þrjú settin býsna vel. Það var áhugavert hvað ég fann þreytuna koma skyndilega inn en það gerðist ekki fyrr en ég átti 10 mínútur eftir í síðasta settið. Þá var bara eins og það væri kveikt á rofa... "klikk"... þú ert að þreytast. Mér leið bara furðuvel eftir þetta og það er ekkert mikil þreyta í löppunum í dag. Finn samt alveg fyrir þessu. En vikan er rétt að byrja og í dag þarf ég að taka 3 klst. endurance. Föstudagur er 60 mínútna recovery, laugardagur...