Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2023

Ferð til Reykjavíkur

Mynd
Frá Vilaflor, hátt upp í fjöllum og allt fullt af hjóla- og mótorhjólafólki.  Nú er ég á öðrum degi í strengjum eftir hlaupið og þetta hefði alveg getað verið verra. Og ég slapp alveg við meiðsli sem stunduðum hafa komið upp þegar ég hef hlaupið svona hart eftir langa pásu. Það var mikill léttir. Reyndar finn ég stundum aðeins fyrir ökklanum eftir að ég missteig mig en það er held ég ekkert til að hafa áhyggjur af. Vikan hjá mér hefur verið virkilega annasöm og ég á stanslausum þönum. Þetta hefur orðið til þess að ég hef ekki náð að hjóla neitt af viti fyrir utan samgönguhjólreiðar. Ég náði reyndar að troða inn klukkutíma af endurance í gær. Æfingavikan átti að fylla 5:45 klst en ég er hræddur um að ég muni ekki alveg ná því. Eftir vinnu í dag er ég að fara með börnin til Reykjavíkur þar sem Brynleifur er að fara að keppa í körfubolta. Það verður hrikalega gaman og mikil tilhlökkun að gista hjá Helgu og Geira. Við komum heim seint á sunnudaginn þannig ég tek með mér hlaupafötin og ...

Vetrarhlaup búið.

Mynd
Team Fljótfær í síðasta Vetrarhlaupi UFA 2023 Þegar þetta er skrifað ligg ég uppi í rúmi eftir helvíti fínt hlaup í kvöld. Ég vissi ekki alveg við hverju ég átti að búast og að sjálfsögðu keyrði ég miklu harðar á þetta en ég hafði ætlað mér. Ég hljóp fyrstu 2 kílómetrana með fremstu hlaupurum og velti því fyrir mér hvern andskotann ég væri eiginlega að spá? Ég fór að óttast að springa, var lafmóður og púlsinn konstant yfir 160, sem er mjög hátt fyrir mig. Og þegar þarna var komið var mikil hækkun eftir. Næstu kílómetra missti ég einhverja fram úr mér, ekki svo marga þó, en er bara ánægður með hvað ég hélt fínum dampi miðað við að hafa verið við rauðu línuna frá upphafi. Lengi vel var ég með 2 gaura í sigtinu sem ég ætlaði að ná aftur en að lokum treysti ég mér ekki í að gefa meira í þar sem ég var á limminu. Síðasta kílómeterinn var ég svo með einn á hælunum en náði að bíta hann af mér í síðustu brekkunum og var ánægður með það. Ég hlakka til að sjá á morgun hvar ég endaði. Brautin, hæ...

Síðasta vetrarhlaupið

Mynd
Myndin af okkur í liðinu Fljótfær í október. Í dag er síðasta vetrarhlaup UFA og núna ætla ég ekki að bregðast liðsfélögunum. Ég náði fyrsta hlaupinu í október og gerði fína hluti. Ég var hinsvegar að vinna þegar hlaup númer tvö var, minnir að þriðja hafi fallið niður vegna veðurs- og svo missteig ég mig illa og missti af síðasta hlaupi.  Eftir að ég missteig mig er ég bara búinn að hlaupa einu sinni og það var á bretti. Það reyndar gekk ágætlega en það er orðið langt síðan. Það er því ekki ólíklegt að ég verði frekar ónýtur í löppunum á morgun. Þetta er svo fljótt að detta niður hjá manni og svo mikið meira álag en að hjóla.   Í haust var ég kominn með það að markmiði að halda mér við í hlaupunum í vetur og jafnvel reyna að ná 10 km á undir 40 mínútum í vor. Ég dró í land þegar ég missteig mig og það var líka alveg nóg að púsla inn lyftingum og hjóli. Ég er samt staðráðinn í að byrja að hlaupa aftur í haust. En ég fer í hlaupið í kvöld með það fyrir augum að vera með og taka ...

Hvíldarvika

Mynd
Þar sem ég er að fjalla um hvíld set ég bara þessa mynd með færslunni. Maður er hvort sem er ennþá með hausinn úti á Tenerife. Í gær lauk ég þungri æfingaviku þar sem ég tók 6 hjólaæfingar og 2 lyftingaæfingar. Ég er í fínu líkamlegu standi eftir þetta og ég bæti kannski aðeins í klukkustundirnar á síðustu metrunum fyrir keppnistímabilið. Núna eru lyftingaæfingarnar líka að detta út og það einfaldar manni mjög skipulagið. Ég mun halda áfram að reyna að setja þetta upp í 3 daga blokkum með hvíldardegi á milli. Núna er komin hvíldarvika og það passar fínt því ég þarf að fara suður með börnin um helgina og svo er síðasta Vetrarhlaup UFA á miðvikudaginn. Ég telst því góður ef ég kem inn 2 hjólaæfingum. Ætli maður taki svo ekki með sér hlaupaskóna suður svo maður nái smá hreyfingu í bænum og fylli út tímana sína. Annars er alltaf smá tómleiki sem fylgir svona hvíldarvikum. Mér finnst gaman að æfa og kannski er maður líka bara sólginn í endorfínkikkið sem maður fær. Æfingarnar eru líka hugle...

Ferðauppgjör - Tenerife 2023

Mynd
Á ferðinni á TF-28. Prolog Núna sit ég í háloftunum á leiðinni frá Tenerife til Akureyrar og finnst ekki úr vegi að eyða tímanum í að hripa niður á blað einhverjar hugleiðingar varðandi ferðina. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem ég hjóla í útlöndum en þetta var í fyrsta skipti sem ég fer í götuhjólaferð. Flestir í götuhjólakreðsunni sem maður þekkir hafa hent sér í svona ferð til Tenerife og maður var því spenntur að upplifa þetta á eigin skinni. Maður hefur séð ótal myndir og heyrt stórbrotnar lýsingar. Væntingarnar voru því frekar miklar. Við hverju bjóst ég? Á útikaffihúsi í litlum krúttlegum bæ- þeir finnast hér og þar ef maður leitar. Ég bjóst við litlum bæjum með þægilegri umferð, fjöllum, sveitavegum og fullt af túristum. Ég bjóst líka við að sjá slatta af hjólafólki, allavega á köflum. Ég bjóst við þokkalegu veðri en var alveg undirbúinn að það gæti brugðið til beggja vona. Maður þorði ekki að hafa of miklar væntingar. Ég horfði á kortið og reiknaði einhvernveginn með því að þ...

Rosalegur pistill í burðarliðnum.

Mynd
Preview úr ferðasögunni. Eftir árshátíðina í Lundarskóla í gær setti ég upp smá plan. Þrífa, sortera og flokka fram að kvöldmat. Fara svo út með hundana fyrir Hörpu og fá mér að éta. Eftir það tók ég frá 2 klst til að ganga frá færslunni um Tenerife ferðina. Hún er á lokametrunum og ég birti hana á morgun. Pistillinn er orðinn 4 metra langur, stútfullur af myndum og þar fer ég um víðan völl. Ég veð kannski svolítið úr einu í annað en er ekki bara að blaðra um hjól. Reyni m.a. að vekja athygli á því að Tenerife er meira en bara manngert túristaumhverfi við sjóinn. Vonandi mun einhver hafa gaman að þessu og kannski nýtist hann einhverjum sem eru í hugleiðingum um hjólaferðir. Hluti af ástæðunni fyrir því að ég legg þetta á mig er að ég veit ósköp vel að þó þetta sé ferskt í minninu núna, þá mun fenna yfir það fljótt. Þá getur maður flett þessu upp og yljað sér við minninguna. Þetta er dagbók Annars er ég að detta inn í 4 daga æfingablokk og verð að viðurkenna að frídagurinn í gær tók ekk...