Ferð til Reykjavíkur
Frá Vilaflor, hátt upp í fjöllum og allt fullt af hjóla- og mótorhjólafólki. Nú er ég á öðrum degi í strengjum eftir hlaupið og þetta hefði alveg getað verið verra. Og ég slapp alveg við meiðsli sem stunduðum hafa komið upp þegar ég hef hlaupið svona hart eftir langa pásu. Það var mikill léttir. Reyndar finn ég stundum aðeins fyrir ökklanum eftir að ég missteig mig en það er held ég ekkert til að hafa áhyggjur af. Vikan hjá mér hefur verið virkilega annasöm og ég á stanslausum þönum. Þetta hefur orðið til þess að ég hef ekki náð að hjóla neitt af viti fyrir utan samgönguhjólreiðar. Ég náði reyndar að troða inn klukkutíma af endurance í gær. Æfingavikan átti að fylla 5:45 klst en ég er hræddur um að ég muni ekki alveg ná því. Eftir vinnu í dag er ég að fara með börnin til Reykjavíkur þar sem Brynleifur er að fara að keppa í körfubolta. Það verður hrikalega gaman og mikil tilhlökkun að gista hjá Helgu og Geira. Við komum heim seint á sunnudaginn þannig ég tek með mér hlaupafötin og ...