Portrait
Portrait skissur Ég hef aldrei kunnað að teikna andlitsmyndir. Ég hef stundum látið vaða, en þá hef ég bara gert eitthvað út í loftið og reynt að teikna það sem ég sé. Stundum hef ég horft á einhver kennslumyndbönd en bara ekki haft þolinmæði í að beita klassísku tækninni sem þar er kennd, með endalausum mælingum og útstrokunum. En þetta hefur líka oftast orðið til þess að andlitsmyndirnar mínar eru ekki í réttum hlutföllum og þá eru þær bara ekki góðar. Í gær horfði ég á einhvern kall (sem var reyndar óratíma að teikna) og ég tók niður einhverja punkta til að fara eftir. Það var í rauninni bara hvernig hann lagði fyrstu línurnar og hvernig hann staðsetti svo augun, eyrun og miðlínuna út frá grunnforminu (höfuðlaginu). Í kvöld settist ég svo niður og gerði 3 myndir til að byrja að æfa mig og ég held að þetta hafi strax skilað einhverjum árangri. Ég vann frekar hratt og get ímyndað mér að ég hafi eytt 15 mínútum í hverja mynd.