Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2020

Portrait

Mynd
  Portrait skissur Ég hef aldrei kunnað að teikna andlitsmyndir. Ég hef stundum látið vaða, en þá hef ég bara gert eitthvað út í loftið og reynt að teikna það sem ég sé. Stundum hef ég horft á einhver kennslumyndbönd en bara ekki haft þolinmæði í að beita klassísku tækninni sem þar er kennd, með endalausum mælingum og útstrokunum. En þetta hefur líka oftast orðið til þess að andlitsmyndirnar mínar eru ekki í réttum hlutföllum og þá eru þær bara ekki góðar. Í gær horfði ég á einhvern kall (sem var reyndar óratíma að teikna) og ég tók niður einhverja punkta til að fara eftir. Það var í rauninni bara hvernig hann lagði fyrstu línurnar og hvernig hann staðsetti svo augun, eyrun og miðlínuna út frá grunnforminu (höfuðlaginu). Í kvöld settist ég svo niður og gerði 3 myndir til að byrja að æfa mig og ég held að þetta hafi strax skilað einhverjum árangri. Ég vann frekar hratt og get ímyndað mér að ég hafi eytt 15 mínútum í hverja mynd. 

Hauskúpur

Mynd
  Einhvað dund Ég er búinn að setjast við vinnuborðið mitt og föndra eitthvað 4 kvöld í röð. Tilfinningin hefur góð á köflum, en ekkert merkilegt komið út. Ég á voðalega erfitt með að finna mér einhver verkefni og hef litið á þetta sem svona einhverja upphitun. Í gækvöldi datt mér í hug að gera eitthvað á gulum grunni, eitthvað sem færi vel á bláa vegginn í svefnherberginu mínu. Þetta varð nú ekkert meistaraverk en þetta var gaman og gaf mér hugmyndir af nýjum verkefnum. Ég hengdi þetta svo upp með kennaratyggjói fyrir ofan rúmið mitt. Nú er ég með 4 hauskúpur fyrir ofan rúmið mitt, 3 af dádýrum og svo þessa mennsku. Íbúðin mín, stofan, barnaherbergin og vinnuborðið eru í raun orðin full af hauskúpum, bæði myndum og af dádýrum sem ég hef skotið. Ég hef ekki hugmynd um afhverju. Ég var að velta fyrir mér hvort þetta gæfi einhverja mynd af sálarástandi mínu og það hefði opnast einhver glufa ofan í undirmeðvitundina og það væru að brjótast fram einhverjar niðurbældar tilfinningar. En ...

Afmæli ofl

Mynd
  Jæja þá er stórskemmtilegri afmælishelgi lokið. Börnin voru hjá mér og þau sættu sig ekki við neitt hálfkák í veislumálum. Það kom ekki annað til greina en að bjóða gestum, bera almennilegar krásir á borð og skreyta. Á laugardaginn fórum við því í verslunarferð og keyptum fullt af mat, blöðrur og efni í músastiga. Síðan fórum við heim, drukkum kakó og hófumst handa við þrif og skreytingar. Börnin féllu í trans við músastigagerðina og hefði haldið áfram fram á nótt ef ekki hefði verið fyrir efnisskort. Ég var mjög hissa, en þau höfðu aldrei gert músastiga í skólanum. Þetta var því nýmæla, eins og bingó í Bárðardal. Sunnudagurinn 15. rann svo upp bjartur og fagur. Börnin færðu mér 2 piparkökur í rúmið, mjólkurglas og súkkulaði. Síðan skottuðumst við á fætur, klæddum okkur í fínasta pússið og fórum að brasa í veitingum. Við vorum með amerískar pönnukökur með ferskum ávöxtum, sýrópi og beikoni, nýbökuð brauð úr súrdeigssmiðju Davíðs og Hönnu Kötu, nýbakað brauð frá Aniu vinkonu Þórða...

Fréttir úr héraði

 Allt gott að frétta af okkur og þessi vika hefur verið mjög fín. Börnin eru hress og kát, það gengur fínt hjá mér í vinnunni, tennurnar í mér alveg geggjað góðar, allt fullt af góðum mat, hlýtt inni, kalt úti og allir frískir þrátt fyrir að muna sjaldan eftir að taka lýsi. Dagbjört sagði við mig í morgun "Pabbi veistu, að ef maður segir kennurunum að maður hafi tekið lýsi heima, þá þarf maður ekki að taka lýsi í leikskólanum." Hún er skörp :) Sköpunargleðin hefur ekki ennþá knúið dyra en ég get ekki verið að hafa áhyggjur af því. Það þýðir ekkert. Í staðinn er ég búinn að vera að nördast í geðsjúkdómum; er að lesa bókina hans Óttars Guðmundssonar Hetjur og hugarvíl um geðsjúkdóma í Íslendingasögunum. Og svo er ég aðeins búinn að vera að horfa á myndbönd af geðlæknum að taka viðtöl við fólk með með mismunandi útgáfur af schizophrenia. Afar áhugavert. Svo á maður víst afmæli um helgina. Ég ætlaði nú ekki að gera neitt en börnin krefjast þess að keyptar verði blöðrur og krásir...

Brynleifssögur

 Stundum skrifa ég eitthvað sniðugt sem börnin hafa sagt inn á FB. Stundum nenni ég því ekki en það er samt skemmtilegt því maður fær alltaf minninguna upp og þetta rifjast upp fyrir manni. Í kvöld nennti ég ekki að skrifa þetta inn á FB og set þetta bara hér: Ég var eitthvað að ræða draumastörf við börnin við matarborðið. Brynleifur vill verða fótboltamaður og Dagbjört ætlar að vinna á leikskóla og vera lögga (gott combo). Út frá þessu datt Brynleifi í hug að ég gæti skipt um starfsvettvang og sagði "Pabbi, þú getur orðið fótboltamaður!". Ég var að fara að reyna útskýra fyrir honum að ég hefði ekki alveg hæfileikana í það þegar hann bætti við "nei... ég var búinn að gleyma því hvað þú ert orðinn rosalega gamall". Um daginn sagði Brynleifur mér líka að þegar hann yrði stór ætlaði hann, Patti og Árni að búa í húsbíl. Árni ætlar að starfa sem náttúrufræðingur, Patti ætlar að vinna á gröfu en Brynleifur ætlar að vera heimavinnandi og elda fyrir þá matinn. Gott plan! Kj...

Ekki fyrir viðkvæma

Mynd
Root Canal Illustration with Molars by Jeremy Kemp (2005-03-22)   Ef þú ert ekki mikið fyrir lýsingar á tannviðgerðum og greftri, þá skaltu bara hætta núna. Ég er búinn að fara til tannlæknis bæði í dag og í gær. Í gær var fylling rifin úr jaxli og byrjað að hreinsa úr rótargöngum. Við þetta minnkuðu verkirnir mikið en ég er samt ennþá bólginn á hægri kjálka. Það sést bara með því að horfa í spegil. Tannlæknirinn kallaði mig svo aftur inn í morgun og vildi hreinsa betur upp úr þessu og reyna að bakteríudrepa og klára áfanga 2 (það er eins og maður sé að tala um virkjunarframkvæmdir). Hún deyfði mig ekki heldur lét nægja að sprauta deyfiefni ofan í rótargöngin og byrjaði svo að mæla dýptina og raspa með þjölum. Í eitt skiptið fann ég að hún kom að einhverri hindrun en svo kom smellur, mikill sársauki í smá stund og svo sagði hún að það hefði byrjað að flæða gröftur upp. Yummi!! En þetta losaði enn frekar þrýsting á þessu og ég held svei mér að bólgan sé strax að minnka. Nú heldur ma...

Er ekkert hægt að gera annað en að væla?

 Ég sé að síðasti póstur frá mér var vælupóstur og kannski ágætt að setja punkt aftan við það. Ég girti mig í brók eftir það og kom hlutunum á hreyfingu, bæði í vinnunni og persónulega lífinu. Ég gerði lista yfir nokkur verkefni til að klára og um leið og það fór að ganga á listann fór maður að hressast. En ég get líka alveg vælt meira því kjafturinn á mér hefur verið alveg ómögulegur og ég var að drepast um helgina. Ég get ekki sofið nema að moka í mig verkjalyfjum og þarf að hafa hátt undir hausnum á mér. Í morgun fór ég og lét taka einhverjar sneiðmyndir af tönnunum í hægri kjálkanum og nú bíð ég bara eftir að tannlæknirinn hringi. Þessi bið og óvissa er alveg að fara með mig og maður þarf endalaust að vera að hringja og minna á sig, annars gleymist maður bara. Þetta er það slæmt að ég er á mörkunum að geta unnið eins og staðan er. Það er ekki einu sinni notalegt að liggja fyrir og horfa á Netflix. Þetta sökkar. En að skemmtilegra hjali. Ég og Þolli vorum í sambandi í síðustu vi...