Færslur

Sýnir færslur frá október, 2020

Erfið vika

Ég verð að viðurkenna að þetta er búin að vera óvenju erfið vika. Ég hef ekki náð að einbeita mér í vinnunni og ekki haft orku í að gera neitt umfram það að halda heimilinu á floti. Börnin eru reyndar í fínu jafnvægi og ég hef verið duglegur að næra þau andlega og líkamlega, það er s.s. fyrir mestu. Ég veit ekki alveg hvað gengur að mér en hef grun um að þetta tengist því að hafa verið að vinna heima síðustu vikuna. Maður hefur alltaf gott að því að komast meðal fólks og vera í rútínu. Ég hef náttúrulega áður lent í þessu en núna einhvern man ég ekki alveg hvernig ég hef náð að snúa þessu við hingað til. Ég er almennt séð áhugalaus, bæði um áhugamálin og vinnuna, hef enga einbeitingu, er þungur á mér og dofinn. Í vinnunni finnst mér ég standa einhversstaðar undir fjallsrótum, illa búinn og eigi eftir að klífa upp ótal fjöll. Ég veit að þetta hljómar ekki vel en sem betur fer held ég að ég hafi einhver verkfæri til að snúa þessu við. Ég ætla að taka mig til og búa til 2 lista. Annar lis...

Freud á lyfjum

“Woe to you, my princess, when I come. I will kiss you quite red and feed you till you are plump. And if you are forward you shall see who is the stronger, a gentle little girl who doesn't eat enough or a big wild man who has cocaine in his body,” - Sigmund Freud to his future wife, Martha Bernays, on June 2, 1884. "Líta má á list sem grunn siðmenningarinnar, hún speglar hvað er að vera mennskur." -Einhver annar

16.10.2020

Mynd
Þórður í skjóli bakvið rúllu Það hefur s.s. ýmislegt á daga manns drifið upp á síðkastið en það er s.s. ekkert voðalega áhugavert að grein frá því. Búinn að fara til háls nef og eyrnalæknis, éta helling af sýklalyfjum og verkjalyfjum og svo er ég búinn að fara 2var til tannlæknis. Og sem betur fer held ég að þetta sé loksins að skána. Ég var orðinn frekar þreyttur á þessu. En miðað við ástandið í þjóðfélaginu og þessi "veikindi" hefur maður s.s. bara verið nokkuð brattur og jákvæður. Ég og Þórður skelltum okkur í gæs á laugardaginn fyrir viku og loksins gekk okkur vel. Við komum okkur fyrir í túni Skúta í Heiðarsporðarásnum. Þar höfðu verið gæsir á stangli dagana á undan og ekki aðrir betri staðir í boði. Við komum okkur fyrir austan í túninu og sátum á milli tveggja rúlla sem höfðu verið skildar þar eftir og stilltum upp 6 Avian X gervigæsum 30 metra inn á túninu, upp á smá hæð. Fljótlega fóru gæsirnar að koma inn og viti menn, þær komu allar beint inn í gervigæsirnar og rey...

Heimaliggjandi húspabbi

Mynd
Útsýnið úr bælinu í morgun Í dag er ég heimaliggjandi. Tannlæknirinn ávísaði á mig sýklalyfjum í gær og ég er kominn 3 töflur inn í kúrinn. Í gærkvöldi var ég viss um að eitthvað væri farið að gerast. Ég vaknaði svo með mun verri verk í morgun, sem reyndar var allt öðruvísi en verkurinn sem ég er búinn að vera með. Þetta kom og fór en nú var þetta aumara og stöðugur verkur. Ég veit ekkert hvað er að gerast en ímynda mér að ef þetta hafi verið sýking þá sé farið að létta á einhverri pressu og því finni ég verk. Ég ætlaði í vinnuna en eftir að hafa étið morgunmat, sýklalyf og slatta af verkjalyfjum ákvað ég að leggjast bara fyrir aftur. Verkurinn hefur minnkað en ég er þungur í hausnum og með hausverk. Ég er að reyna að horfa á einhverja þætti en á erfitt með að einbeita mér. Mér finnst kaffi ekki einu sinni spennandi kostur, þá er eitthvað að. Ef ég verð ennþá slæmur á morgun held ég að tannlæknirinn ætli að mynda mig og kannski rífa úr eina fyllingu og skoða. Í gær tók ég smá rispu í a...

Tannpína

 Ef fjármálin líta þokkalega út, maður er laus við liðverki, ekki með útbrot og bólur, er í sæmilegu formi og líður ágætlega andlega- þá kemur bara eitthvað annað í staðinn. Lífið er eins og golf, þegar maður er að pútta vel þá er dræverinn út á túni og þegar maður drævar vel, þá er járnaspilið í klessu. Það er ágætt að minna sig á þetta reglulega og reyna bara að vera þokkalega sáttur þegar allt er ca. í lagi. Lífið er eilíf barátta og endalaust kapphlaup um að reyna að halda sem flestum strengjum stilltum. Ég hef það s.s. fínt að öllu leiti nema að það er einhver djöfullinn að mér í kjaftinum. Fyrir nákvæmlega 2 árum, þegar ég var að leggja af stað í hina árlegu gæsaferð Sperðlanna (eins og núna), þá fékk ég tannpínu og það gekk mjög illa að komast fyrir það. Ég endaði á sýkla- og verkjalyfjum og þurfti ef ég man rétt 5 heimsóknir til tannlæknis. Nú er þetta helvíti komið aftur og það á sama stað. Samt á að vera búið að rótarfylla þessa tönn í drasl og enginn skilur neitt. Það er...

Vegalengdir

 Jæja nú er ég búinn að taka saman vegalengdirnar í þessu fyrirhugaða ævintýri mínu og þær má sjá hér að neðan. Upphafsstaður er Hjallalundurinn og talan eftir fyrsta dag (Sörlastaði) er því 50. Þaðan eru svo 66 km í Suðurárbotna osfv. Sörlastaðir = 50 Suðurárbotnar = 66 Dyngjufjalladalur = 22 Dreki = 52 Gæsavötn = 66 Nýidalur = 36 Laugafell = 48 Hólsgerði = 38 Akureyri = 47 Samtals = 425 km Á dag = 47 km Ég geri mér alveg grein fyrir því að það verður mun erfiðara að hjóla á hálendinu heldur en t.d. í Svíþjóð eða í góðu veðri á Austfjörðum eins og í sumar, en ég held í fljótu bragði að ég gæti alveg stytt þetta um 1 til 2 daga. Allavega gæti ég leikandi farið úr Suðurárbotnum í Dreka á einum degi. Ég er líka svolítið hugsi yfir því að fara í Dreka þar sem ég þyrfti að fara til baka aftur 22 km sömu leið og ég kom. En það væri samt gaman að koma í Dreka á hjóli og þangað gæti ég verið búinn að senda mat, eldsneyti og aðrar birgðir. Ég myndi líka skoða það alvarlega að taka aukanótt...

Fjallaferð næsta sumar

 Ég er búinn að vera að dusta rykið af pælingum fyrir hálendisferð næsta sumar. Ég á reyndar eftir að sjá að ég nái að fjármagna það sem mig vantar upp á búnaðinn. Ber þar helst að nefna; sólarpanel til að hlaða rafmagnsdótið, alvöru tjald og prímus.  En ég er samt búinn að henda upp dagleiðum með byrjun á Akureyri og ég set þetta reyndar þannig upp að í lok hverrar dagleiðar kæmist ég næstum alltaf í skála. Undantekning er Hólsgerði/Úlfá á heimleið. Það að komast í skála (ef allt gengur upp) róar mann aðeins og ef það gerir sturlað veður er allar líkur á að manni yrði bjargað í hús. En allavega, svona er planið núna: Sörlastaðir Suðurárbotnar Dyngjufjalladalur Dreki Kistufell Nýidalur Laugafell Hólsgerði/Úlfá Akureyri Ég ætla fljótlega að reikna vegalengdirnar og skoða hvort maður tæki sér einn eða tvo daga til að skoða eitthvað eða ganga á fjöll á leiðinni. Já og svo ætla ég að bera þetta undir einhverjar fjallageitur sem þekkja leiðirnar til að vita hvort þetta sé nokkuð ór...