Erfið vika
Ég verð að viðurkenna að þetta er búin að vera óvenju erfið vika. Ég hef ekki náð að einbeita mér í vinnunni og ekki haft orku í að gera neitt umfram það að halda heimilinu á floti. Börnin eru reyndar í fínu jafnvægi og ég hef verið duglegur að næra þau andlega og líkamlega, það er s.s. fyrir mestu. Ég veit ekki alveg hvað gengur að mér en hef grun um að þetta tengist því að hafa verið að vinna heima síðustu vikuna. Maður hefur alltaf gott að því að komast meðal fólks og vera í rútínu. Ég hef náttúrulega áður lent í þessu en núna einhvern man ég ekki alveg hvernig ég hef náð að snúa þessu við hingað til. Ég er almennt séð áhugalaus, bæði um áhugamálin og vinnuna, hef enga einbeitingu, er þungur á mér og dofinn. Í vinnunni finnst mér ég standa einhversstaðar undir fjallsrótum, illa búinn og eigi eftir að klífa upp ótal fjöll. Ég veit að þetta hljómar ekki vel en sem betur fer held ég að ég hafi einhver verkfæri til að snúa þessu við. Ég ætla að taka mig til og búa til 2 lista. Annar lis...