Vegalengdir

 Jæja nú er ég búinn að taka saman vegalengdirnar í þessu fyrirhugaða ævintýri mínu og þær má sjá hér að neðan. Upphafsstaður er Hjallalundurinn og talan eftir fyrsta dag (Sörlastaði) er því 50. Þaðan eru svo 66 km í Suðurárbotna osfv.

  • Sörlastaðir = 50
  • Suðurárbotnar = 66
  • Dyngjufjalladalur = 22
  • Dreki = 52
  • Gæsavötn = 66
  • Nýidalur = 36
  • Laugafell = 48
  • Hólsgerði = 38
  • Akureyri = 47
Samtals = 425 km
Á dag = 47 km

Ég geri mér alveg grein fyrir því að það verður mun erfiðara að hjóla á hálendinu heldur en t.d. í Svíþjóð eða í góðu veðri á Austfjörðum eins og í sumar, en ég held í fljótu bragði að ég gæti alveg stytt þetta um 1 til 2 daga. Allavega gæti ég leikandi farið úr Suðurárbotnum í Dreka á einum degi.

Ég er líka svolítið hugsi yfir því að fara í Dreka þar sem ég þyrfti að fara til baka aftur 22 km sömu leið og ég kom. En það væri samt gaman að koma í Dreka á hjóli og þangað gæti ég verið búinn að senda mat, eldsneyti og aðrar birgðir. Ég myndi líka skoða það alvarlega að taka aukanótt þar og ganga upp í Öskju og skoða mig um. Ég hef heldur aldrei komið að Svartá.

Varðandi Gæsavatna-legginn, þá gæti ég líka alveg stoppaði í Kistufelli aðeins fyrr ef út í það fer. Mér sýnist ég því búinn að stilla þessu þannig upp að ég hafi alveg svigrúm til að breyta aðeins plönum ef eitthvað kemur uppá eða veður gerast válynd. Já og það er kannski hægt að nefna það að lokum að ef vel liggur á manni síðasta daginn og veður er gott, þá á maður nú alveg að ná að fara úr Laugafelli til Akureyrar í einum rykk.

Nú er bara að bera þetta undir einhvern og fara að nördast aðeins varðandi búnað.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Bikarmót #1 - 2023 - Recap

Negri í Þistilfirði