Færslur

Sýnir færslur frá september, 2020

Dagbók númer eitthvað

Af okkur er allt gott að frétta. Börnin eru hjá mér og Brynleifur hefur ekki enn farið í skólann í þessari viku (það er miðvikudagur). Við bíðum eftir niðurstöðu úr sýnatökum hjá kennurunum og að öllum líkindum fer hann í skólann á morgu. Við erum búnir að vera að læra undir samræmt próf í stærðfræði en það er búið að fresta því. Ég bíð ennþá eftir að fá grind aftan á Pugginn minn og tösku á stýrið. Og ég bíð líka eftir því að fá útborgað til að sjá hvernig þessi mánuður kemur út. Ég þori ekki að panta mér nagladekk fyrr en ég hef borgað reikninga og tekið stöðuna. Ég vona að ég geti nú farið að gera hjólið vetrarklárt sem fyrst, maður iðar í skinninu eins og barn að bíða eftir jólunum. Vinnan gengur bara ágætlega og ég hef verið að ýta nokkrum verkefnum á flot sem hafa verið strand í nokkurn tíma. En svo er ég líka með hangandi yfir mér stór verkefni sem verða mjög krefjandi og ég þarf að fara að setja hausinn undir mig. Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu er það stærsta og er þa...

Social dilemma

 Ég horfði á myndina Social dilemma í síðustu viku og er hún um margt ansi áhugaverð. Þar komst maður betur að því að hversu hrikalega viðbjóðslegt viðskiptamódel FB, Instagram, YouTube, Google og allra þessara fyrirtækja er. Í myndinni er talað við fólk sem hefur unnið í þessum fyrirtækjum (en er flúið út) og þróað allan þennan hugbúnað/algorithma og þau hafa vægast sagt miklar áhyggjur af þróun mála. Í versta falli er því spáð að þetta muni endanlega sundra samfélaginu, leiða til borgarastyrjalda og fara með allt til helvítis. En eftir að ég horfði á myndina fór ég að velta meira fyrir mér minni notkun á þessum miðlum og það ekki í fyrsta skipti. Afhverju er ég að nota þetta, í hvað nota ég þetta og lætur þetta mér líða vel? Ég held að svarið við síðustu spurningunni sé einfaldlega nei. Ég er betur og betur að komast að því að ég sé háður þessu en fái samt mjög lítið út úr þessu. Ég pósta æ sjaldnar, ég les sjaldan það sem fólk skrifar og ég hef afskaplega lítið gaman að þessu. É...

Matarkarfan hækkað um 6,3% frá áramótum

 Ég rakst á þessa fyrirsögn í gær en eins og venjulega hef ég ekki tekið eftir neinu þegar ég versla. Ég bara fer í búð og kaupi það sem mig vantar. En ég hef samt aðeins verið að reyna að spara meira upp á síðkastið og versla skynsamlega. Ég reyni að elda stóra skammta og hafa með mér í vinnuna. Þetta reyndar gengur betur þegar börnin eru ekki hjá mér því þau geta ekki étið allt sem ég vil borða. Þá er gott að grípa í súrmjólk, eggjahræru með osti og súrmjólkin klikkar ekki. En það eru nokkur ráð sem maður getur farið eftir til að spara stórar fjárhæðir: Kaupa ekki sódavatn eða gosdrykki. Á tímabili átti ég alltaf sódavatn í dósum sem mér finnst alveg geggjað gott að grípa í en þetta telur fljótt. Elda mat þar sem maður þarf ekki sérstök krydd, sósukrukkur og annað sem skemmist svo í ískápnum. Ég bý t.d. til mitt taco krydd, það er mjög einfalt. Ég kaupi bara gúrkur og paprikur sem salat. Börnin borða þetta alltaf og salat er dýrt og skemmist hjá mér. Borða bara 3 máltíðir á dag o...

Slugs

Mynd
Puggurinn að skoða skógarslóða í Kjarna. Það ætti að fara að taka af mér réttindin til að blogga. Hér gerist ekkert af viti. En ég held að það boði s.s. bara gott. Ég hef það fínt, tel mig vera í ágætis jafnvægi og hef oft verið nær því að fremja hrikalegt fjöldamorð í verslunarmiðstöð. Ég hef reyndar ekkert komist að hjóla í vikunni og finnst það reyndar frekar slæmt. Hef reyndar svolítið á tilfinningunni að hjóla-seasonið sé á enda, því miður- veðurspáin lítur bara þannig út. En ég er búinn að fara í ræktina 3var og ætla svo að skella mér á morgun aftur ÍMS.  En ég er ánægður með nýja hjólið og það er í rauninni upplifun að prufa fatbike í fyrsta skipti. Hafa verður í huga að þetta er ferðahjól með stálstelli og því ekki það léttasta sem hægt er að fá í fatbike- línunni. Samt sem áður fannst mér ég komast ágætlega áfram á malbiki og hjólið bara nokkuð sprækt. Eins og lög gera ráð fyrir er meiru hvinur og viðnám í dekkjunum og maður finnur það alveg í stýrinu. En þegar maður er að...

Gleymda bloggið

 Í dag var ég búinn að ákveða að skrifa hér inn eitthvað sem færi langt með að breyta mannkynssögunni. En núna sit ég uppi í rúmi og er að fara að sofa og man bara ekkert hvað það var. En hér er eitthvað: 1. Hjólið er komið og það er geðveikt Takk fyrir

Fjármálaóreiða með smá stressi en kominn í var í bili...

 Í gegnum árin hef ég yfirleitt rétt svo náð að skrimta milli mánaða. Þegar maður hefur verið búinn að borga alla reikninga hefur maður svo hangið á Visakortinu það sem eftir lifir mánaðar, þetta er alvanalegt. Síðustu mánuðir hafa hinsvegar verið ágætir og barnabæturnar hjálpa mikið (þó þær hafi lækkað frá því í fyrra hjá mér). En þessu áhyggjuleysi fylgdi líka aðeins meira kæruleysi og síðustu vikur slakaði ég aðeins of mikið á og missti yfirsýnina. Ég hef gert óþarflega vel við mig í mat (étið úti), dekrað við börnin og keypt mér föt (eitthvað sem ég ætlaði ekki að gera á næstunni). Svo lenti ég líka í smá útgjöldum sem voru ekki fyrirséð, krani á baðið og eitthvað sem ekki verður hjá komist. Svo þegar þessi hjólapöntun datt í hús og ég kíkti inn á heimabankann til að líta á ógreidda reikninga, sá ég að það stemmdi í óefni. Ég var sem betur fer að fara að skuldbreyta hjá mér láni og fékk greiðslumat til að bæta aðeins við höfuðstólinn til að rétta mig af. Þetta er ekki fyrsta sk...

Keypti óvart hjól

Mynd
Surley Pugsley flokkast sem Extreme Expedition bike Ég var búinn að skrifa um það hér um daginn að ég væri að fara að fá mér nýtt ferða- og samgöngutæki fyrir veturinn. Ég var búinn að reyna og reyna að ná einhverjum upplýsingum úr Markinu í Reykjavík og frá verksmiðjunum í USA en fékk aldrei nein svör. Á endanum náði ég í einhvern gaur í Markinu sem sagðist halda að eitt eintak væri til. Ég var búinn að tékka á þvá sjálfur og var viss um að þetta væri því vitleysa. Hann spurði hvort hann ætti að panta það ef hann gæti og ég sagði bara já já út í loftið. Viku síðar hringir hann í mig spyr hvort hann eigi að senda mér hjólið norður!!! Ég var búinn að gera aðrar ráðstafanir og var eiginlega búinn að slá hálendisferð næsta sumars út af borðinu. Ætlaði bara að dytta að hinu hjólinu mínu, kaupa nýjan hnakk og gírskiptingu og stefna á frekari malbiksferðir. En núna er ég orðinn býsna spenntur og er viss um að gripurinn nýtist mér vel hér í snjónum í vetur. Ég er að panta á hjólið afturgrind ...