Dagbók númer eitthvað
Af okkur er allt gott að frétta. Börnin eru hjá mér og Brynleifur hefur ekki enn farið í skólann í þessari viku (það er miðvikudagur). Við bíðum eftir niðurstöðu úr sýnatökum hjá kennurunum og að öllum líkindum fer hann í skólann á morgu. Við erum búnir að vera að læra undir samræmt próf í stærðfræði en það er búið að fresta því. Ég bíð ennþá eftir að fá grind aftan á Pugginn minn og tösku á stýrið. Og ég bíð líka eftir því að fá útborgað til að sjá hvernig þessi mánuður kemur út. Ég þori ekki að panta mér nagladekk fyrr en ég hef borgað reikninga og tekið stöðuna. Ég vona að ég geti nú farið að gera hjólið vetrarklárt sem fyrst, maður iðar í skinninu eins og barn að bíða eftir jólunum. Vinnan gengur bara ágætlega og ég hef verið að ýta nokkrum verkefnum á flot sem hafa verið strand í nokkurn tíma. En svo er ég líka með hangandi yfir mér stór verkefni sem verða mjög krefjandi og ég þarf að fara að setja hausinn undir mig. Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu er það stærsta og er þa...