Færslur

Sýnir færslur frá október, 2019

Barnavikan mikla á enda.

Nú er ég búinn að vera með börnin hjá mér í 10 daga og við erum búin að bralla eitt og annað. Guðrún skrapp til Spánar með vinkonum sínum en kemur aftur til baka á morgun. Ég fæ því 5 daga "alone time" áður en ég tek við þeim aftur. Það verður notalegt þó maður sé nú alltaf farinn að sakna þessara greya eftir 1-2 daga. Annars er maður aftur farinn að skipuleggja hjólaævintýri næsta sumars. Er búinn að vera í sambandi við Þolla og við erum að skoða Pólland. Planið núna er að byrja í Gdansk, hjóla svo niður allt Pólland og enda í Vín eða Prag. Maður verður svo bara að sjá til hvað Þorvaldur nær að taka mikinn hluta af þessu með mér. Hlakka mikið til. Það er búið að ganga ágætlega í ræktinni og ég er ekki frá því að ég sé aðeins skárri í öxlunum. Maður er að ná 4 æfingum á viku og svo gengur maður allra sinna ferða, svona allavega eftir að það fór að snjóa. Það er reyndar asahláka núna þannig ætli maður dusti ekki rykið af hjólinu á morgun. Eins og veiðimenn vita þá byrjar...

Innri dímónar

Um helgina dreymdi mig að ég var að höggva fólk til bana, fyrst með öxi og svo með sveðju. Ég læddist framhjá einhverjum vörðum og inn í myrkvað herbergi þar sem fólkið svaf í kojum og lét til skara skríða. Beitt blöðin smugu í gegnum holdið eins og heitur hnífur í smjöri og stóðu að lokum föst í beini- þannig að smá átak þurfti til að kippa að sér vopninu aftur. Ég hjó og barði af öllum lífs og sálarkröftum. Ég man ekkert hvaða fólk þetta var, né hef ég nokkra hugmynd um hvað mér gekk til. Og ég verð að viðurkenna að mér leið ekkert sérstaklega vel þegar ég loks hrökk upp til að fara að pissa. Hvaðan kemur svona viðbjóður? Þegar ég vaknaði morguninn eftir var mér svo hugsað til Carl Jung og bókarinnar hans sem liggur hálf-kláruð á náttborðinu mínu. Ætli Jung hefði ekki túlkað þetta sem svo að ég hafi verið að stíga inn í undirmeðvitundina [táknuð sem dimmt herbergi]. Þar hitti ég fyrir allskyns dímóna sem ég hef verið að horfast í augu við upp á síðkastið [með nokkurskonar sjálfskoð...

Örfréttir

Mynd
Útsýnið úr vinnunni í dag. Bloggin mín eru nú flest voðalega svipuð þessa dagana. Bara eitthvað smá fréttaskot af því hvað gengur á í mínu lífi. Kannski ágætt að það sé ekkert of mikið; það er þá allavega ekki slæmt á meðan. Hér er farið að snjóa. "Pabbi, ertu núna tilbúinn í snjóinn?", segir Dagbjört Lóa oft við mig. Nei, því miður, er ekki alveg að nenna þessu. Það er búið að snjóa nokkuð mikið í gær og í dag. Göngustígarnir eru illa mokaðir og þetta tefur heilmikið fyrir furðufuglum sem ekki eiga bíl. .... ég gleymdi að klára þetta blogg í gær en geri það þá bara núna..24 tímum síðar.... Það heldur áfram að snjóa og nú er kominn helvítis strekkingur með þessu. Götur verða sennilega fljótt ófærar. Skiptir mig og Dagbjörtu Lóu ekki máli, við erum bara á Stiga. Maður er að reyna að gíra sig andlega upp í þetta helvíti samt. Reyna að sætta sig við að sviba veðurfar minnkar veröld manns heilmikið. Ferð á bókasafn, í Byko [að kaupa skóflu]- eða fara í sund er heil...

Gratín og saltfiskur

Af mér er ekkert að frétta. Lífið er saltfiskur, en saltfiskur er góður. Vinna, rækt, borða, fréttir, kaffisopi og lestur. Dag eftir dag. Ætla reyndar kannski að gera mér dagamun og kíkja eitthvað út á lífið með Þórðinum um helgina, verði hann ekki að láta vinnuna trufla sig. Var að horfa á veðurspána og sýnist að nú verði ekki umflúið lengur að setja vetrardekkin undir hjólið. Það verður frost í nótt og götur eru blautar. Ekki á það hættandi að fara að fljúga á hausinn og drepa sig. Og framtíðarspáin er köld. Ég er með gamla Golf í geymslu hjá mér og hef verið að nota hann aðeins til að fara í ræktina. Hann er á sumardekkjum þannig ég veit ekki hvort ég geti notað hann mikið á næstunni. Ég er samt búinn að lofa Brynleifi að fara með honum á morgun að kaupa Playstation og vona því að sólin verði búin að bræða mesta vesenið í burtu. Að lokum, ég át gæs í kvöld. Eldaði bringur með 3x4 mínútna aðferð og það heppnaðist alveg hrikalega vel. Gerði villisveppasósu og hafði með Þykkvabæj...

Góð helgi að baki

Mynd
Dagbjört og Brynleifur hlaupa á Garðssandi Lífið: Nú er frábær helgi að baki með fjölskyldunni á Hofsósi. Þetta var eiginlega ein löng afmælisveisla fyrir Brynleif sem var baðaður í sviðsljósi og fékk fullt af gjöfum. Eins og lög gera ráð fyrir var að sjálfsögðu líka frábær matur og mikið af ís. Drengurinn fór líka alsæll í skólann í morgun í nýjum skóm og ætlar að kaupa sér Playstation 4 tölvu í næstu viku. Bækur:  Ég fór á bókasafnið áðan, skilaði bókum og tók nýjar. Kalak eftir Kim Leine var frábær en Sandmaðurinn eftir Lars Kepler var rosalega slæm. Ég held bara að ég sé ekki týpan í að lesa spennusögur. Mér fannst þetta svo hrikalega ótrúverðugt og tilgerðarlegt á köflum. Ég ætlaði að taka Ungfrú Ísland eftir Auði Övu en hún var úti. Leitaði því næst uppi Murakami og langaði til að gefa honum séns. Þegar ég var svo að fara að skanna bókina rak ég augun í hnausþykka bók eftir Kim Leine sem heitir Rauður/maður Svartur/maður, og er nokkurskonar framhald af Spámönnunum í B...

Afmæli frumburðarins

Mynd
Brynleifur listamaður að störfum Frumburðurinn minn hann Brynleifur Rafnar á afmæli á morgun, 11. október. Nú er hann að fylla 8 árin. Brynleifur er einstaklega ljúfur drengur, eldklár, hæfileikaríkur og fullur af lífsorku. Það er ekki hægt að lýsa því hversu gaman er að vera í kringum þennan gullmola, hann gerir alla daga betri. Stundum þegar maður horfir á hann og vini hans leika sér veltir maður fyrir sér afhverju fullorðið fólk missir hæfileikann að skemmta sér svona vel, yfir litlu. Stundum er bara hreinlega eins og lífsgleðin sé svo mikil að þeir missi jarðsamband og manni finnst eins og þeir muni á hverri stundu yfirvinna þyngdaraflið og svífa á braut. Ég er búinn að vera að undirbúa pakka og gjafir. Síðan verða amerískar pönnukökur á sínum stað kl. 07.00 í fyrramálið, beikon og appelsínudjús. Guðrún ælar að koma og við ætlum að vekja drenginn í sameiningu með pökkum og knúsi eins og við höfum alltaf gert. Ég gef honum pening (hann er að safna sér fyrir Playstation 4) og D...

Miðvikudagur í Reykjavík city

Sit hér og bíð eftir flugi í Reykjavík. Var á fundi með Skotvís, sem gekk helvíti vel. Guðrún sækir fyrir mig börnin og ég vonast til að vera kominn heim ca. kl. 16.30. Veit s.s. ekki hvað ég geri með börnunum annað en að læra og henda þeim í bað? Hugsa að ég sjálfur lesi bara þegar þau sofna. Krimminn sem ég er að lesa er rétt að verða spennandi núna þegar ég er kominn á bls. 260. Annars er ekkert títt nema að ég átti frábæra gæsahelgi með strákunum. Við veiddum reyndar ekki rassgat frekar en venjulega- en það er aukaatriði. Ræktin gengur fínt en ég er búinn að éta rugl mikið af vibba. Reyni að laga það. Góðar stundir Ps. ætla að vera í sambandi við Þolla fljótlega varðandi hjólaferð 2020. Hugsanlega Pólland, Þýskaland og Tékkland!