Barnavikan mikla á enda.
Nú er ég búinn að vera með börnin hjá mér í 10 daga og við erum búin að bralla eitt og annað. Guðrún skrapp til Spánar með vinkonum sínum en kemur aftur til baka á morgun. Ég fæ því 5 daga "alone time" áður en ég tek við þeim aftur. Það verður notalegt þó maður sé nú alltaf farinn að sakna þessara greya eftir 1-2 daga. Annars er maður aftur farinn að skipuleggja hjólaævintýri næsta sumars. Er búinn að vera í sambandi við Þolla og við erum að skoða Pólland. Planið núna er að byrja í Gdansk, hjóla svo niður allt Pólland og enda í Vín eða Prag. Maður verður svo bara að sjá til hvað Þorvaldur nær að taka mikinn hluta af þessu með mér. Hlakka mikið til. Það er búið að ganga ágætlega í ræktinni og ég er ekki frá því að ég sé aðeins skárri í öxlunum. Maður er að ná 4 æfingum á viku og svo gengur maður allra sinna ferða, svona allavega eftir að það fór að snjóa. Það er reyndar asahláka núna þannig ætli maður dusti ekki rykið af hjólinu á morgun. Eins og veiðimenn vita þá byrjar...