Bóklestur og draugar
Maður er búinn að hafa það helvíti fínt yfir jólin. Brynleifur fékk reyndar í lungun og var settur á lyf. Honum hefur samt alveg liðið vel og er sprækur. Hann fór á kostum á aðfangadagskvöld og gladdi viðstadda, ber að ofan í stuttbuxum og Converse strigaskóm. Á útopnu eins og alltaf. Stóru strákarnir voru hjá pabba sínum á aðfangadag en eru að koma heim í kvöld að tæta utan af pökkum og éta lambahamborgarahrygg. Jól II. Við skötuhjú fengum nokkuð af bókum í jólagjöf og höfum teki rispu í lestri. Setið í stofunni í gamla húsi með kveikt á kertum og lömpum. Jól í því. Ég er búinn með Gísla á Uppsölum sem var sæmileg og svo er ég að klára Sjóræningjann hans Jóns Gnarr, sem er eiginlega betri en Gísli. Næst er það Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson og svo aftur í Wheat Belly sem ég lagði á hilluna yfir jólin. Guðrún er búin með Gísla og svo Ljósmóðurina og var að byrja á Hobbitanum. Gott að hafa ekki sjónvarp. Rakel og Skarphéðinn kíktu svo í gærkvöldi og við áttum notalega stund. Fó...