Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2012

Bóklestur og draugar

Maður er búinn að hafa það helvíti fínt yfir jólin. Brynleifur fékk reyndar í lungun og var settur á lyf. Honum hefur samt alveg liðið vel og er sprækur. Hann fór á kostum á aðfangadagskvöld og gladdi viðstadda, ber að ofan í stuttbuxum og Converse strigaskóm. Á útopnu eins og alltaf. Stóru strákarnir voru hjá pabba sínum á aðfangadag en eru að koma heim í kvöld að tæta utan af pökkum og éta lambahamborgarahrygg. Jól II. Við skötuhjú fengum nokkuð af bókum í jólagjöf og höfum teki rispu í lestri. Setið í stofunni í gamla húsi með kveikt á kertum og lömpum. Jól í því. Ég er búinn með Gísla á Uppsölum sem var sæmileg og svo er ég að klára Sjóræningjann hans Jóns Gnarr, sem er eiginlega betri en Gísli. Næst er það Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson og svo aftur í Wheat Belly sem ég lagði á hilluna yfir jólin. Guðrún er búin með Gísla og svo Ljósmóðurina og var að byrja á Hobbitanum. Gott að hafa ekki sjónvarp. Rakel og Skarphéðinn kíktu svo í gærkvöldi og við áttum notalega stund. Fó...

Sa-lat

Mér finnst gott að fá mér salat. Fæ mér stundum í vinnunni. Góð sallatblanda með túnfisk, fetaosti, grænum ólívum og capers er herramannsmatur. Ég verð þó að viðurkenna, að stundum þegar ég ét þetta, skýtur upp þeirri hugsun, að gott væri að hafa með þessu feita lambakótilettu og þykka sósu. Kveðja, Bjarni
Virkja=Fleiri störf=meira dót

Zizek

Mynd

B(j)örn í dag

Börn í dag hanga mikið í tölvum. Börn í dag eru mörg hver of þung og hreyfa sig lítið. Börn í dag verða oft hvummsa þegar maður bregður fyrir sig gömlum góðum íslenskum orðum. Börn í dag eru ekki gallalaus. Börn í dag eru hinsvegar að svo mörgu leiti mikið heilbrigðari heldur en við vorum. Þau reykja ekki eða drekka, ég er nokkuð viss um að þau stela minna, þau eru opin og yfirleitt nokkuð lífleg. Ég held líka þau séu nokkuð sanngjörn. Þau slást ekki. Kannski er þetta afleiðing af því að vera alin upp af konum. Ég held að þessi kynslóð muni stjórna landinu betur en brjálæðinar sem hafa gert það upp á síðkastið. Þegar ég byrjaði að vinna hjá ÍMS kveið ég því svolítið að vinna með krökkunum. Þær áhyggjur voru óþarfar. Á þessum tíma hefur ekki komið upp eitt einasta vandamál. Umgegnin til fyrirmyndar og ekkert kjaftæði. Kveðja, Bjarni

Eitt blogg á dag

Er að reyna að gíra mig upp í að blogga einu sinni á dag í heilt ár. Ekki nóg með það, heldur er ég að spá í að skissa eina mynd á dag og láta fylgja með blogginu. Ég veit ekki alveg hvort þetta gengur upp? Kannski með hjálp ógeðslega snjallsímans, hver veit? Ég byrja allavega ekki strax. Kveðja, Bjarni

Jólainnkaup

Fór til Akureyrar í gær að versla. Gamli Spakur bar mig yfir heiðar og skörð af miklu öryggi. Fallegur frostmorgun og gott að fá einn dag útaf fyrir sig. Náði að versla og útrétta fyrir hádegi en þá var einbeitingin líka búin. Fattaði það þar sem ég stóð inni í Rúmfatalager með 3 skóhorn í hendinni og starði á sömu hilluna alveg frosinn. Vissi ekkert af hverju ég væri að leita. Skilaði skóhornunum og labbaði út. Ofbirta og þrengsli. Eftir þetta leystist þetta upp á hálfgerða vitleysu. Þvældist um án árangurs. Á svipuðum tíma og ég var að gera mér það ljóst, að sennilega myndi ég ekki vinna nein afrek í verslun það sem eftir lifði dags, þá opnuðust himnarnir og það tók að rigna. Hvað er betra en blaut svell, drulla og slabb? Gamli Spakur bar mig heim aftur yfir heiðar og skörð. Við verðum víst að fara aftur fljótlega. Við gleymdum að versla helminginn af því sem við áttum að versla. Svona eru jólin. Kveðja, Bjarni
Mynd
Ég er kominn með svolítið skegg. Telst seint með mjög þykka og góða skeggrót, en ætla ekki að láta það trufla mig núna. Ætla að djöfla þessu drasli í svona 0,5 metra sídd eða svo. Ég smellti einni mynd en þunnleikinn sést ekki mjög vel á henni. Stríurnar eru verstar í kringum munninn.  Í ljósinu sést líka rauði bjarminn sem karlmenn í minni föðurætt hafa gjarnan á skeggi sínu. Það væri gaman að vita hvaðan hann kemur. Þegar ég var strákur fór ég einusinni í kaffi til hennar Betu gömlu sem skúraði skóladagheimilið á Holtsgötunni, Brekkukot. Fórum saman einhverjir krakkar og gengum vestan úr bæ og upp í Laugardal. Hún sýndi okkur gamla skeggbolla sem hún átti. Okkur þótti þetta voðalega fyndið og asnalegt. Núna væri ég alveg til í að eiga einn svona mústass-bolla. Maður er alltaf að tyggja þetta drasl með matnum og drekka það. Ég vil helst safna yfirvaraskegginu yfir munninn, þykku og góðu í anda Karls Marx. Annars er það ótrúlegt hvað maður getur gengist upp í því að hafa ...
Tekið af wikipedia: Allt frá upphafi hefur Framsóknarflokkurinn verið frjálslyndur umbótaflokkur svo sem uppruni hans og stefnuyfirlýsingar í gegnum tíðina bera með sér. Þetta felur í sér að flokkurinn er fordómalaus um úrlausnir aðsteðjandi vandamála á hverjum tíma. Hann vill beita aðferðum þekkingar og vísinda til að ryðja framþróuninni braut á grundvelli þeirra þjóðfélagslegu gilda sem stefna hans byggist á. Sem umbótaflokkur hefur flokkurinn í starfi sínu lagt höfuðáherslu á að hver kynslóð leitist við að skila þeirri næstu betra þjóðfélagi en hún tók við, betra lífi, fleiri tækifærum og ríkari menningu. Þjóðfélagi þar sem manngildið er metið ofar auðgildi.[7] Manni dettur nú í hug árið 2001 þegar Sif Friðleifs hundsaði úrskurð Skipulagsstofnunar um að synja bæri leyfi um byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Mér dettur nú reyndar svo margt annað í hug. "Hver kynslóð skilar þeirri næstu bla bla bla..." Hvað er eitt hrun? Stefna Framsóknar er ekki frábrugðin stefnum annara f...