Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2011

Hvað er svona mekilegt við það.....

Ég fékk mér nýjan afruglara fyrir jólin svo ég gæti horft á golf í friði inni í herbergi. Sama hvort það sé sniðug hugmynd, að hafa sjónvarp við hjónarúmið, þá ætla ég nú að láta á það reyna. Hvort sem er alveg að verða útbrunnin á skeiðvellinum. Fljótlega eftir að ég fékk afruglarann hafði ég samband við einhverja rafvirkja og bað um aðstoð við að drag snúru í vegg og græja þetta eitthvað. Eitthvað box er inni í vaskahúsi, fullt af allskonar snúrum, sími, ljósleiðarabox, dyrabjölluvírar, sjónvarpsloftnet og ábyggilega njósnasnúrur frá Kaupfélaginu. Síðan þurfti ég að kaupa einhvern switch, kapla og klær og eitthvað og draga þetta í símabox inni í herbergi. En aldrei mætti rafvirkinn. Ég ákvað svo að fara að skoða þetta eitthvað sjálfur núna í gær og með einhverri fáránlegri heppni þá tókst mér þetta. Kallinn bara með rafvirkjatöng á lofti, bísperrtur. Guðrún kom og kíkti inn í herbergi, "hvað ertu að gera?". "Sérðu það ekki kona, ég er að draga í vegg", sagði ég og...

Laust starf

BIOPOL EHF SÉRFRÆÐINGUR Á SVIÐI LÍFTÆKNI Sérfræðingur á sviði líftækni eða líffræði BioPol ehf., Sjávarlíftæknisetur á Skagaströnd og Háskólinn á Akureyri óska eftir að ráða sérfræðing á sviði líftækni, líffræði eða einstakling með sambærilega menntun. Umsækjanda er ætlað að stunda rannsóknir og kennslu á sviði sjávarlíftækni. Sérstaklega er horft til rannsókna á örverum, dýra- og plöntusvifi með hagnýtingu í huga. Einnig er viðkomandi ætlað að móta og byggja upp frekari rannsóknir á þessu sviði. Starfsstöð umsækjanda verður á Skagaströnd. Hæfniskröfur: Meistara eða doktorspróf í fyrrgreindum fræðigreinum. Reynsla af rekstri og uppsetningu rannsóknaverkefna. Sjálfstæð og skipuleg vinnubrögð. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars nk. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um menntun, starfsreynslu og meðmælendur berist BioPol ehf., Einbúastíg 2, 545 Skaga-strönd. Hæfi umsækjanda verður metið eftir reglum Háskólans á Akureyri. Nánari upplýsingar veitir Hjörleifur Einarsson hei@unak.is prófe...

Detlef Schrempf

Mynd
Hver man ekki eftir hinum ástsæla þýska körfuknattleiksmanni Detlef Schrempf? Schrempf var valinn til Dallas Mavericks nr. 8 í háskólavalinu 1985 en spilaði einnig fyrir Indiana Pacers, Seattle Supersonics og Portland Trailblazers. Detlef er fæddur 21. janúar 1963 og varð því 48 ára gamall fyrir einum mánuði og 3 dögum. Ég þori að veðja að fullt af fólki mundi ekki eftir afmælinu. Kveðja, Bjarni

Rjómaís

Mynd
Síðan ég fékk hlaupaúrið frá henni Guðrúnni minni í jólagjöf er ég búinn að hlaupa 38,314 Ben & Jerry´s dollur. Maður svona veltir því fyrir sér hvort það hefði nú ekki bara verið betra að éta þennan ís en þetta er búið og gert. Þetta er glataður tími. Kveðja, Bjarni

Annar draumur

Í nótt dreymdi mig að Guðrún, sem var fansí lögfræðingur í háhýsi, skaut 3-4 menn með köldu blóði á skrifstofunni sinni. Það sem eftir lifði draums vorum við að flýja réttvísina og þetta endaði á einhverjum eðal veitingastað á efstu hæðinni í háhýsi í NY. Ég túlka drauminn svo að nú sé von á batnandi þjóðarhag. Kveðja, Bjarni

Fáránlegur draumur

Mynd
Mig dreymdi að ég væri að aldursgreina hveiti eða byggstöngla fyrir Þórð. Ég var staddur í borðstofunni í Gamla húsinu heima í Brekku og það var eitthvað fólk í kringum mig. Ég veit ekki afhverju Þórður gerði þetta ekki sjálfur en ég man að ég var að blóta honum fyrir að koma þessu öllu yfir á mig. Þetta fór þannig fram að maður tók sýni úr poka, eitt og eitt strá, vafði koparvír um endana og kom því fyrir í einhverju tæki. Síðan las maður aldurinn út eftir einhverjum árhringjum. Þetta gekk ágætlega þangað til Beggi hennar Önnu benti mér á að ég væri að gera þetta vitlaust. Maður átti að þræða grásleppuhjarta upp á vír sem var á tækinu og það leiddi rafmagn. Maður las svo aldurinn út úr stráinu, setti niðurstöðurnar inn í einhverja jöfnu og þar þurfti maður að leiðrétta eða reikna með því hversu mikið grásleppuhjartað hefði þornað þar sem það myndi þá leiða minna rafmagn. Síðan vaknaði ég. Mynd af tækinu fylgir pistlinum. Góða helgi, Bjarni
Ég er búinn að sitja mikið við smásjá í vinnunni upp á síðkastið. Tilfellið er að það hefur aukið víðsýni mína.

Sporðdreki

Æskuvinur skýtur upp kollinum í dag og færir þér blóm í poka. Hlutirnir taka óvænta stefnu og þið skríðið til fjalla í leit að vorinu.

Salat

Var að búa til alveg ævintýralega gott kjúklingasalat. Uppskriftin er víst fengin af veitingastaðnum Italia í Reykjavík þar sem þetta er eða var forréttur. Gott er að éta þetta sem aðallrétt. Kjúklingabringur Hveiti Salt Pipar Jöklasalat 1/4 Rauðkálshaus Kirsuberjatómatar (ég ét samt ekki þann andskota) Balsamikedik Ólífuolía Smjörklípa Steinselja (sem ég keypti en gleymdi að nota) Síðan bætti ég við raulauk, fetaosti, svörtum ólífum og reif ferskan parmesan yfir áður en ég tróð þessu í freknótt smettið á mér. Saltið og piprið hveitið og veltið bringunum upp úr. Setjið ólífuolíu á pönnuna og hitið vel. Brúnið bringurnar (gott að gefa frá sér mökunarhljóð vörtusvína á meðan), takið þær síðan af og skerið í strimla. Hendið aftur á pönnuna og setjið slettu af balsamikediki með. Bætið síðan við klípu af smjöri (gott að stynja á meðan)á meðan þetta klárar sig. Skerið niður allt salatið -maður ætti að vera búinn að því- takið síðan kjúklinginn og leggið ofan á og hellið af pönnunni yfir. Fan...
Stundum er kvenfólk sér mig á velli verður það yxna.Fallegt orð.