Hvað er svona mekilegt við það.....
Ég fékk mér nýjan afruglara fyrir jólin svo ég gæti horft á golf í friði inni í herbergi. Sama hvort það sé sniðug hugmynd, að hafa sjónvarp við hjónarúmið, þá ætla ég nú að láta á það reyna. Hvort sem er alveg að verða útbrunnin á skeiðvellinum. Fljótlega eftir að ég fékk afruglarann hafði ég samband við einhverja rafvirkja og bað um aðstoð við að drag snúru í vegg og græja þetta eitthvað. Eitthvað box er inni í vaskahúsi, fullt af allskonar snúrum, sími, ljósleiðarabox, dyrabjölluvírar, sjónvarpsloftnet og ábyggilega njósnasnúrur frá Kaupfélaginu. Síðan þurfti ég að kaupa einhvern switch, kapla og klær og eitthvað og draga þetta í símabox inni í herbergi. En aldrei mætti rafvirkinn. Ég ákvað svo að fara að skoða þetta eitthvað sjálfur núna í gær og með einhverri fáránlegri heppni þá tókst mér þetta. Kallinn bara með rafvirkjatöng á lofti, bísperrtur. Guðrún kom og kíkti inn í herbergi, "hvað ertu að gera?". "Sérðu það ekki kona, ég er að draga í vegg", sagði ég og...