Hvað er svona mekilegt við það.....

Ég fékk mér nýjan afruglara fyrir jólin svo ég gæti horft á golf í friði inni í herbergi. Sama hvort það sé sniðug hugmynd, að hafa sjónvarp við hjónarúmið, þá ætla ég nú að láta á það reyna. Hvort sem er alveg að verða útbrunnin á skeiðvellinum.

Fljótlega eftir að ég fékk afruglarann hafði ég samband við einhverja rafvirkja og bað um aðstoð við að drag snúru í vegg og græja þetta eitthvað. Eitthvað box er inni í vaskahúsi, fullt af allskonar snúrum, sími, ljósleiðarabox, dyrabjölluvírar, sjónvarpsloftnet og ábyggilega njósnasnúrur frá Kaupfélaginu. Síðan þurfti ég að kaupa einhvern switch, kapla og klær og eitthvað og draga þetta í símabox inni í herbergi. En aldrei mætti rafvirkinn.

Ég ákvað svo að fara að skoða þetta eitthvað sjálfur núna í gær og með einhverri fáránlegri heppni þá tókst mér þetta. Kallinn bara með rafvirkjatöng á lofti, bísperrtur. Guðrún kom og kíkti inn í herbergi, "hvað ertu að gera?". "Sérðu það ekki kona, ég er að draga í vegg", sagði ég og setti upp svip. Reif síðan upp cat5 snúru, skrældi af henni einangrunina og byrjaði að raða vírunum í rétta röð. White-orange, Orange, White-green, Blue, White-blue, Green, White-brown, Brown.... Taka upp RJ-45 tengi, setja vírana varlega í og krumpa með klemmutöng. Brynjar kemur svo og horfir á mig og þá sagði ég alvarlegur í bragði "Þegar þú verður stór, þá verður þú að passa þig á snúningnum á peerunum þegar þú ert að patcha RJ-45 kubba kallinn minn, annars fer allt til fjandands. Sko, þessir snúningar eru reyndar til þess að koma í veg fyrir "crosstalk" eða jafna út truflun á signal rásinni, skiptir kannski ekki máli með 1 cm, en ef við erum að tala um að draga 350 metra í vegg kallinn minn, þá er betra að hafa þetta hreinu".

Síðan öllu stungið í samband og hlammað sér í rúmið og kveikt á golfinum. Hefði eiginlega verið meira viðeigandi að setja á Monster truck, eitthvað destructive drasl eftir svona afrek en það verður bara að hafa það.

Kveðja, Bjarni

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Bikarmót #1 - 2023 - Recap

Negri í Þistilfirði