Áfram Liverpool
Klassískt blogg. Ég ætla að byrja á því að tala um andleysi. Síðan að tala um kreppu og síðan að tala um hvað ég ætla að gera um helgina. Eða bara sleppa því...... Djöfull var fínt að vera í Noregi og geta kvartað og hlegið á víxl yfir heimsku Norðmanna. Hefði átt að gera aðeins meira grín af nískunni í þeim. In my face! Íslendingar standa mér of nærri til ég geti gert grín að því hvað þeir eru... tja...brjálaðir. Hér með, að vel ígrunduðu máli, hef ég ákveðið að tala ekki um kreppu fram til 19. desember og ætla bara að tala um eitthvað jákvætt og fallegt. Einnig held ég mig við það að ræða ekki um pólitík og hef ekki trú á að nokkur nenni að lesa neitt um fiskeldi. Get samt sagt ykkur hvað mig langar að fá í jólagjöf börnin góð. En ég ætla ekki að gera það. Hefði líka geta sagt ykkur frá því þegar ég var 14 eða 15 ára lítill, feitur og krullóttur að labba í rjúpu með Agli og var með svo mikla móðu á gleraugunum að ég sá aldrei neina rjúpu. En það er of langt mál til að fara út í það...