Færslur

Sýnir færslur frá október, 2008

Áfram Liverpool

Klassískt blogg. Ég ætla að byrja á því að tala um andleysi. Síðan að tala um kreppu og síðan að tala um hvað ég ætla að gera um helgina. Eða bara sleppa því...... Djöfull var fínt að vera í Noregi og geta kvartað og hlegið á víxl yfir heimsku Norðmanna. Hefði átt að gera aðeins meira grín af nískunni í þeim. In my face! Íslendingar standa mér of nærri til ég geti gert grín að því hvað þeir eru... tja...brjálaðir. Hér með, að vel ígrunduðu máli, hef ég ákveðið að tala ekki um kreppu fram til 19. desember og ætla bara að tala um eitthvað jákvætt og fallegt. Einnig held ég mig við það að ræða ekki um pólitík og hef ekki trú á að nokkur nenni að lesa neitt um fiskeldi. Get samt sagt ykkur hvað mig langar að fá í jólagjöf börnin góð. En ég ætla ekki að gera það. Hefði líka geta sagt ykkur frá því þegar ég var 14 eða 15 ára lítill, feitur og krullóttur að labba í rjúpu með Agli og var með svo mikla móðu á gleraugunum að ég sá aldrei neina rjúpu. En það er of langt mál til að fara út í það...

La post #191

Einu sinni var fullt af fólki sem skuldaði bunch of money. Núna er fullt af fólki sem skuldar aðeins meira bunch of money. Hvað er málið, er einhver ástæða til að vera að æsa sig yfir þessu? Nú þegar slátur er komið í tísku og ungar húsmæður sem ekki kunnu að sjóða kartöflur (þetta eru kvenfordómar) eru farnar að svíða kindahausa úti á svölum og ræða um gæði mismunandi gerða sláturgarns, þá er kominn tími til að fagna. Draga íslenska fánann að húni, taka í nefið og fara að prjóna. Við höfum stigið stór skref, skref út úr óraunveruleikanum og skref inn í raunveruleikann. Ég t.d, er aðeins nær því að vera cool gaur í dag miðað við fyrir einu ári. Þessu fylgir þó ekki eintóm gleði. Tvær hræðilegustu afleiðingar efnahagsástandsins snúa að Ríkisútvarpinu. Þær eru annarsvegar, aukin spilun á sataníska djöflatríóinu Ríó Tríó. "Jú það reddast, æ það reddast, bla bla eina ferð á ný"..... (færið mér fötu af mold, ég ætla að éta upp úr henni), og svo eru það endursýningar á Kalla kaffi ...

Boðorðin 11.

Á þessum síðustu tímum er ég gjarnan spurður álits á því, hvernig ég telji best að leysa þessi smávægilegu efnahagsvandamál sem upp eru komin. Mér finnst þetta reyndar svo lítið mál að ég hef varla nennt að svara þessu. Ekki er komið að tómum kofanum hjá mér með þetta frekar en annað. Stundum vildi ég óska þess að ég væri bara meðalgreindur eins og þið hin svo lífið væri ekki svona flókið. Ekki varð mér skotaskuld úr því að setja upp aðgerðaráætlun sem myndi leysa þetta á svipstundu. 1) Lýsa því yfir að Ísland sé búið að taka upp Evruna og okkur sé fucking bitch sama hvað þessir djöfulsins skrifræðis skrípalingar í Brussel segja. Hvað halda þeir að þeim komi við þó við tökum upp Evruna? Við eru sjálfstæð þjóð, stórveldi reyndar. Síðan förum við að prenta Evrur eins og enginn sé morgundagurinn. Við gætum jafnvel farið að flytja þær út í gámavís. Skuldir heimilanna verða svo strikaðar út í kjölfarið og byrjað á núlli. 2) Lýsa því yfir að við ætlum ekki að koma nálægt því að borga erlenda...

Ekkert nafn

Það er kominn jólasveinn númer 14. Hann heitir Alþjóða Gjaldeyrisþjófurinn. Ég er hræddur..... brrrrrr

Mættur

Mynd
Jæja þá er maður kominn á aftur á þetta helvítis sker eins og sagði í bókinni, við illan leik þó. Ég hef sjaldan eða aldrei étið annað eins magn af svínafitu, rjóma og hamborgurum. Karl faðir minn hreinlega tróð ofan í mig frá morgni til kvölds og ég gat lítið gert til að stoppa hann. Á milli máltíða húkti ég rænulítill upp í veiðiturni eða lág fyrir uppi í rúmi með svima og óráði. Ég var þeirri stund fegnastu er ég steig aftur á fósturjörð vora og get ég nú lagt mér til munns heilsufæði og iðkað heilsusamlegri lífshætti svo sem leikfimi og hugleiðslu. Samkvæmt bjarstýnustu spám hefði ég ekki lifað við þessar aðstæður nema 2-3 daga í viðbót. Svona er að fara til veiða. Við dvöldum við veiðar í 4 daga og voru felld 3 dýr, 2 dádýr (rádýr) og eitt villisvín. Ég og pabbi feldum reyndar ekki þessi dýr en það skiptir nú ekki öllu. Elgurinn sem ég hafði eyrnamerkt náðist ekki í færi og verður að bíða betri tíma. Það er ekki að spyrja að því, svona er að fara til veiða. Tíminn hefur að sjálfsö...

Skrapp í .....

bíó í gærkveldi með vinnufélögunum. Við kíktum á Reykjavík Rotterdam í boði Matís og skemmtum okkur allar (ég vinn bara með konum) konunglega/drottningarlega. Ég var nú ekki að gera mér miklar vonir þar sem ég hafði misvísandi upplýsingar um þessa mynd en hún kom bara nokkuð skemmtilega á óvart. Dr Gunni hafði komið með svona la la dóma hjá Sigmundi Sjálfhverfa í Mannamáli og ég hugsa reyndar að hann hafi gert það vísvitandi til að slá á væntingavísitölu hugsanlegra bíógesta. Gott mál, fín ræma, ágætlega leikin og gott kennslumyndband í smygli. Ég held að smygl eigi sér mikla framtíð í þessu landi. Smygla og selja sig, það er málið. Annars er ég að fara til útlanda á föstudaginn. Ætla að flýja inn í skóg þar sem gengisbreytingar og óraunveruleikinn ná ekki í aumt rassgatið á mér. Ég er þar búinn að eyrnamerkja mér einn elg, 2 villisín og 3 refi. Á reyndar ennþá eftir að finna út hvernig í djöflinum ég smygla heilum elg til landsins. Ég trúi ekki að helvítis tollararnir muni reyna að ko...

Myndir daxinz

Mynd

Síldin kemur og síldin fer...

Á föstudaginn komst ég í snertingu við almættið. Ég lagðist undir ullarteppi, með kaffi í bolla og hlustaði á „Á sagnaslóð“ á Rás 1. Þátturinn fjallaði um sögu síldveiða á Íslandsmiðum og söltun og vinnslu afurða. Þessi viðburður í mínu lífi fær 9 af 10 stjörnum. Dökkt suðusúkkulaði hefði híft þetta upp um eina stjörnu. Ég skora á landsmenn að gleyma ástandinu í þjóðfélaginu, fá sér kaffi og hlusta á Rás 1. Það hefðu reyndar allir gott af því að hlusta á þennan þátt til að sjá það í hendi hvað við höfum það gott. Ágætis leið til að update- a gildismatið.... Nóg um það, Bjarni

......og dagana lofa

Í nótt dreymdi mig að ég var að leggja úr höfn með Samherjadalli og til veiða á úthafinu. Eftir nokkurra stunda stím tók áhöfnin eftir því að við vorum að koma til hafnar á Akureyri. Þorsteinn Már stóð stoltur í brúnni og silgdi á miklum hraða eins og enginn væri morgundagurinn. Áhöfnin vissi að nú var eitthvað í pípunum því upphaflega stóð ekkert til að fara að koma við á heimavelli. Þegar dallurinn hafði verið bundinn við kaja röltum við piltar allir með Máa (cool að segja það, eins og ég þekki hann eitthvað) upp að einhverri Samherjabyggingu, sem í draumnum stóð við bryggjuna. Þegar við komum þangað mættum við fíntpússuðu skrifstofuliði sem var að koma af löngum fundi og var algerlega niðurbrotið. Davíð Oddsson hafði upp á sitt einsdæmi náð að taka allan kvótann af Samherja og því ekkert útliti fyrir að ég færi minn fyrsta túr á togara. Ég held að ég ætti ekki að horfa meira á fréttir á næstunni..........