Óbærilegt sumarfrí?
Eruð þið að upplifa óbærilega leiðinlegt sumarfrí? Vantar ykkur eitthvað að gera í góða veðrinu? Tugþúsundir Íslendinga þjást um þessar mundir og eru að drepast úr leiðindum og því ákvað ég að koma með 3 góð ráð til að eyða tímanum: 1) Skrifið bréf til allra ráðherra í Ríkisstjórninni. Í bréfinu skuluð þið lýsa hvaða persónulegu væntingar þið gerðuð til þeirra er þau hófu setu í Ríkisstjórninni. Endið hvert bréf á því að segja þeim hvað ykkur finnst um þau sem persónur. 2) Ef þið vitið um örnefni í náttúru Íslands sem hefur að öllum líkindum í fyrndinni borið annað nafn, athugið hvort þið getið ekki fundið lögfræðing og farið í mál við landeigendur. Dæmi, Hvannfell (við Búrfellshraun) heitir Hvammfell á sumum gömlum landakortum. 3)Skrifið lista yfir allt sem fer í taugarnar á ykkur í fari íslenskra ökumanna og í umferðamenningu þjóðarinnar. Opnið bloggsíðu um umferðaröryggi og afhendið Dómsmálaráðherra plagg með 1500 undirskriftum og gefið honum gulllitað stýri. Ef engin af þessum till...