Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2008

Það eru 9 á undan þér í röðinni......

...var svarið sem ég fékk varðandi umsókn mína um hreindýrsbelju á svæði 3. Umrætt svæði er markað af Lagarfljóti að norðan og nær að hæstu eggjum fjalla sem skilja að Loðmundarfjörð og Seyðisfjörð (að norðan). Ég hef skotið einn tarf á þessu svæði en skyggnið í þeirri ferð var ekki nema ca. 200 metrar vegna þoku og slyddu og því á ég en eftir að skoða þennan stað almennilega. 79 umsóknir bárumst um belju á svæðið, 35 voru í boði og því finnst mér ólíklegt að ég verði það heppinn að komast þetta árið. Þetta er því þriðja árið í röð sem mér er synjað um að ná mér í hreindýr. Ekki dugir að væla og ef Dóri vill fá mig með þá enda ég sjálfsagt sem burðardýr hjá honum. Hann og Andri vinur minn frá Seyðisfirði fengu báðir tarfa á svæði 3 þetta árið og því þekki ég 20% þeirra sem voru svo heppnir enda ekki nema 10 í boði.

Ferðasaga klósetts

Mynd
Í nótt sem leið hafði ég hrikalegar draumfarir. Vaknaði kl. 03:57 eftir mikinn hasar þar sem ég hafði meðal annars kýlt Jóa Þorsteins, flúið undan lögregluþyrlum, fangelsisvörðum, glæpagengi og læðst um þak á stóru hóteli sem var einnig fangelsi. Ég las góða stund áður en ég sofnaði aftur og bjó mig undir betri drauma með blóm í haga. Þá var ég allt í einu mættur á Borgir (skólann) og var á spjalli við Dóra. Alltaf gaman að hitta Dóra en nú hafði helvískur bruggað mér launráð. Ég sagðist þurfa að fara að skíta og hann sagðist ætla að koma með mér og einhverra hluta vegna (kannski vegna þess að þetta var draumur) fannst mér það ekkert athugavert. Ég sest niður og fer að hægja mér og við spjöllum um daginn og veginn. Í því opnast allt í einu hurðin og einn prófessorinn hérna í húsinu gengur inn og tekur andköf, spyr mig hvurn djöfulinn ég sé að gera. Þá átta ég mig á því að ég sit í annari lyftunni sem er hér í húsinu. Dóri hafði sem sagt fært klósettið inn í lyftuna og mikið af fólki fy...

La Post #117

Mynd
Góðan dag. Ég hafði lofað Dóra því um daginn að setja inn færslu um fræga veiðiferð sem kennd er við skít. Nú hef ég fengið í hendurnar veiðidagbókina mína og fór að leita af þessari ferð en því miður skilaði það litlum árangri. Ég hef samt minnst á hana í fáum orðum og hljómar það svo: Eins og sést þá var ég ekki nægilega duglegur að skrifa niður gæsa eða rjúpnaferðir síðasta árið. Seinasta gæsaár var lélegra en við vonuðumst til. Það sem helst ber að nefna utan við fyrsta daginn er ferð sem við fórum í tún þeirra Gautlendinga suðrá Ásum (neðan við ristahliðið). Þar skutum við 18 gæsir í of góðu veðri (ég, Jói og Dóri) og Dóri missti af öllu stuðinu því hann fór heim að skíta og varð það víðfrægt um alla sveit. Ekki hef ég minnst meira á þennan góða túr sem farinn var haustið 2002 en ef ég man rétt þá vorum við komnir með 14 þegar Dóri kom aftur af kamrinum. Ódauðlegur veiðitúr með dauðlegri skitu fyrir suma. Ég var að henda inn myndum úr Fjallaferðinni okkar kumpána. Þar sést berleg...

Komnir af fjöllum

Ég hef þetta stutt í bili enda tímabundinn. Langaði samt að láta vita að við félagar erum komnir heim af fjöllum eftir vel heppnaða ferð. Ég er ekki með myndavélina á mér þannig að myndir verða að bíða. Ég tók reyndar ekki margar myndir en þær segja jú meira en mörg orð. Næst á dagskrá er að hringja í Smyril og athuga hvort bílinn minn sé ekki örugglega einhversstaðar á miðju ballarhafi á leið í mínar hendur. Ef svo er legg ég af stað um hádegi austur á Seyðisfjörð. Hafið það gott, Bjarni

Um fjöllin arka piltar fjórir

Jæja börnin góð. Ég hef svo sem ekki margar fréttir að færa ykkur af mér sjálfum né öðrum bjánum. Hér í skóla hefur verið nokkuð mikið að gera að venju og ég er rétt að venjast tímabreytingunni frá Noregi. Ennþá er þó erfitt að vakna á morgnanna en það hefst þó allt með bolla af sterku kaffi,grófu salti, frosnu handklæði, leðurbelti, upptöku af Dýrunum í Hálsaskógi og viljastyrk. Í þessum töluðu orðum eru Stefán og Alban austur á fjöllum að ganga í kofa. Eftir lýsingum Stefáns hef ég ekki alveg áttað mig á því hvar þeir eru en þeim líður víst ágætlega. Þórður heyrði í þeim í morgun og voru þeir að leggja af stað aftur eftir kaldan nætursvefn í tjaldi. Ég og Þórður höldum svo til fjalla á morgun til að hitta þá kumpána. Stefni svo að því að vera kominn aftur til vinnu og við tölvu á laugardag. Þar sem ég er svo hagyrtur þá verð ég að láta fljóta með vísukorn. Um fjöllin arka piltar fjórir förin sækist þeim dável Eigi drekka mikið bjórir Andy mcDowell Góðar stundir

Laxableikir ökklafasboltar

Tvífarar dagsins

Mynd
Tvífarar dagsins eru Ragnar Bjarni Jónsson sérfræðingur hjá Ísor og góður vinur minn og rússneski barnaskólakennarinn Andrei Chikatilo. Ragnar hefur ekki unnið sér margt til frægðar, ennþá en er þó orðinn nokkuð þekktur í orkugeiranum sem spekingur. Andrei á hinn bóginn vann sér ýmislegt til frægðar sem ekki verður talið upp hér.

Shaun the Sheep

Mynd
Ég verð að hæla Rúv alveg sérstaklega fyrir að hafa tekið til sýningar hina stórkostlegu þætti um hrútinn Hrein, Shaun the sheep. Þetta er eitthvað það albesta sjónvarpsefni sem ég hef komist yfir síðan Nick Knatterton var í imbanum. Uppátæki Hreins og félaga eru allt frá því að komast í bæinn og kaupa pizzu og út í að stela epplum af vondu svínunum í næstu girðingu. Ef þetta er ekki eitthvað til að stytta skammdegið þá veit ég ekki hvað gerir það. Annars mæli ég með Bic rakvélum sem fást 10 í pakka með aloaVera- geli á 500 kall í Hagkaupum og Old Spice svitalyktaeyði sem endist í marga mánuði og er hættulegur fyrir nýrnaveika. Fleira sem Bjarni trend- setter segir að sé dead on cool vetrartíska er m.a flest þau föt sem ég nota. Einnig er cool að haga sér eins og ég geri. Skallagrímur J Sigfússon skaut upp kollinum í fréttunum í gær eins og gorkúla á skítahaug með bónaðan skallann og loðið fésið. Þar talaði hann meðal annars um ógnar- valdastjórn ríkisstjórnarinnar sem er að hans mati...

Póstur 111

Góðan dag. Nú hef ég verið með einhver djöfullsins kvefskít í rúmlega viku og hef fengið mig fullsaddan af þessari vitleysu. Um helgina hef ég étið margfalda skammta af C-vítmíni, lýsisperlur, Herbalife, fullt af góðum mat og hvorki hreyft legg né lið. Síðasta hálmstráið var svo að fara í Hagkaup áðan og kaupa mér big-size grænmetisjús og hvítlaukstöflur sem að sögn fróðra manna lækna allt. Ef þetta fer ekki að lagast fljótlega þá.... þá get ég sennilega bara ekkert gert nema halda þessu áfram. Annars er allt á kafi í snjó hérna á Akureyri og það sem ég hef afrekað í dag er að grafa út bílinn sem ég á að fara með til Seyðisfjarðar fyrir Hrafnhildi og Ragnar sem eru í Noregi. Smyrilline hefur seinkað för um eina viku til viðbótar og ég þarf því víst að halda áfram að bíða í rólegum heitunum.