Það eru 9 á undan þér í röðinni......
...var svarið sem ég fékk varðandi umsókn mína um hreindýrsbelju á svæði 3. Umrætt svæði er markað af Lagarfljóti að norðan og nær að hæstu eggjum fjalla sem skilja að Loðmundarfjörð og Seyðisfjörð (að norðan). Ég hef skotið einn tarf á þessu svæði en skyggnið í þeirri ferð var ekki nema ca. 200 metrar vegna þoku og slyddu og því á ég en eftir að skoða þennan stað almennilega. 79 umsóknir bárumst um belju á svæðið, 35 voru í boði og því finnst mér ólíklegt að ég verði það heppinn að komast þetta árið. Þetta er því þriðja árið í röð sem mér er synjað um að ná mér í hreindýr. Ekki dugir að væla og ef Dóri vill fá mig með þá enda ég sjálfsagt sem burðardýr hjá honum. Hann og Andri vinur minn frá Seyðisfirði fengu báðir tarfa á svæði 3 þetta árið og því þekki ég 20% þeirra sem voru svo heppnir enda ekki nema 10 í boði.