Póstur 103
Góðan daginn. Set hér inn smá rullu til að halda þessu bloggi mínu á lífi. Ekki er nú mikið að frétta af okkur hér í Lundi en við höfum það gott. Ég og pabbi höfum farið tvisvar á gæs nú eftir jólin en aflabrögð hafa verið með lakara móti. Fyrsta morguninn fengum við eina kanadagæs inn á gerfigæsirnar og náðum henni. Annars hafa hóparnir bara hunsað okkur og ekki víst að við förum aftur í gæs. Nú er reyndar heiðskýrt hér í fyrsta skipti í manna minnum og einhverjar líkur á því að við setjumst út og bíðum villisvína í tunglsljósinu í kvöld. Ég læt að sjálfsögðu vita ef eitthvað gerist. Að lokum vil ég fordæma Samskip og Eimskip sem eru skítafyrirtæki. Ætlaði að flytja bílinn inn með Samskip en hefði þurft að borga 85.000 krónur fyrir það. Ekkert dót mátti vera í bílnum þannig að ég hefði þurft að setja það á vörubretti. Eitt bretti með 2 ferðatöskum, golfsetti og pappakassa átti að kosta 30-40.000 kr. Ég ætla að skilja bílinn eftir í Danmörku hjá Ævari og fæ hann í febrúar eða mars. Með...