Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2007

Póstur 103

Góðan daginn. Set hér inn smá rullu til að halda þessu bloggi mínu á lífi. Ekki er nú mikið að frétta af okkur hér í Lundi en við höfum það gott. Ég og pabbi höfum farið tvisvar á gæs nú eftir jólin en aflabrögð hafa verið með lakara móti. Fyrsta morguninn fengum við eina kanadagæs inn á gerfigæsirnar og náðum henni. Annars hafa hóparnir bara hunsað okkur og ekki víst að við förum aftur í gæs. Nú er reyndar heiðskýrt hér í fyrsta skipti í manna minnum og einhverjar líkur á því að við setjumst út og bíðum villisvína í tunglsljósinu í kvöld. Ég læt að sjálfsögðu vita ef eitthvað gerist. Að lokum vil ég fordæma Samskip og Eimskip sem eru skítafyrirtæki. Ætlaði að flytja bílinn inn með Samskip en hefði þurft að borga 85.000 krónur fyrir það. Ekkert dót mátti vera í bílnum þannig að ég hefði þurft að setja það á vörubretti. Eitt bretti með 2 ferðatöskum, golfsetti og pappakassa átti að kosta 30-40.000 kr. Ég ætla að skilja bílinn eftir í Danmörku hjá Ævari og fæ hann í febrúar eða mars. Með...

Besti annar í Jólum ever!!!!!

Mynd
Sælt veri fólkið. Þá er veiðivertíðin hafin þessi jólin og ekki laust við að það sé betra heldur en að liggja bara á meltunni. Ég og pabbi fórum og veiddum héra í félagi við 12 aðrar skyttur á skönskum ökrum í ekta jólaveðri. Rigning með köflum og súldarveður en við létum það að sjálfsögðu ekki á okkur fá slík karlmenni sem við feðgar erum. Þessar veiðar fara þannig fram að skyttum er stillt úr við akurkanntana og síðan ganga aðrar skyttur yfir akurinn og reka þannig blessuð nagdýrin á undan sér. Þegar manni er stillt upp er það kallað að vera á passi. Á fyrsta passinu mínu fékk ég ekki mikið af góðum færum en nóg var blessuðum héranum. Náði niður tveimur greyjum sem þurfti að sækja yfir á land nágrannans. Næst fékk ég að reka og búmmaði á eitt grey sem pabbi skaut svo þegar hann ætlaði að flýja þessar köldu jólakveðjur okkar. Þá fékk ég fínt pass og skaut þar 2 til viðbótar. Eftir það átti ég eitt skot eftir sem ég tróð í vitlaust hlaup og missti þannig möguleikana á þeim fimmta. All...

Póstur 101

Jæja það er nú víst best að leyfa ykkur aðeins að heyra af mér og flytja ykkur nokkrar tilkynningar. 1. Ég hef tekið upp íslenska símanúmerið mitt aftur og kastað því norska 2. Ég kem heim 7. janúar kl. 14 að íslenskum tíma 3. Norræna er hætt að flytja bíla og því þarf ég að borga 85.000 kall fyrir bílinn heim Hef það annars fínt og var að éta skötu og borða jólanammi. Gleðileg jól, Bjarni

Norge

Mynd
Jæja þá er maður að hripa niður síðasta bloggið frá Noregi. Allavega að sinni því maður á jú aldrei að segja aldrei. Hef eitt síðustu dögum sveittur yfir ritgerðaskrifum og sennilega náð að skrifa einhvern þann alleiðinlegasta pappír sem litið hefur dagsins ljós síðan Davinci lykilinn var gefinn út. Nú er bara að rusla út úr herberginu og vona að Stasí verði ekki með leiðindi varðandi frágang og viðskilnað minn við þessa svítu. Ég næ nú sennilega ekki að yfirgefa svæðið í dag en fæ gistingu hjá Ragnari vini mínum í nótt og legg svo af stað í bítíð í fyrramálið. Förinni er að sjálfsögðu heitið til Lund þar sem ég mun eyða hátíð frelsarans við kirkjuheimsóknir og annað tengt minni sterku trú á Jesús Krist og eigið ágæti. Jæja börnin góð, nú verð ég að fara að ganga frá í þessu blessaða drasli mínum. Það hefði verið við hæfi að gera upp þessa dvöl mína hér í ítarlegum pistli en það verður að bíða. Ég set eflaust inn einhverjar línur þegar ég er kominn niður úr. Kveðja úr hrími og frosti, ...

Fundur settur

Mynd
Fundur er hér með settur og fyrir liggja tvö mál til umræðu. Aðrir fundarmenn eru beðnir að halda kjafti. 1. mál á dagskrá er nýútkomið spil Stefáns Péturs Sólveigarsonar, Veiðimann. Spilið er talið bera af öðrum varningi sem fallið hefur á allsnæktarborð neyslusjúkra Íslendinga fyrir þessi jólin. Markaðsráð Bjarna beinir þeim tilmælum til samlanda sinna að versla þessa vöru ellegar hafa það skítt á hátíð frelsarans. 2. mál á dagskrá er nýafstaðið jólahlaðborð í samkomuhúsi nema við Háskólann í Ási, Samfundet. Fundarstjóri hefur ekki farið varhluta af ólíkum matarvenjum frændþjóðar okkar. Jólahlaðborðið var engin undartekning frá þeirri reglu. Áttum samt dásamlega kvöldstund saman 4 Íslendingar og átum þar til lá við yfirliði. Samt rakst undirritaður á ákveðna hluti sem eru vafalítið varasamir og gætu valdið heilsutjóni. Efst í huga er soðið súrkál með kúmeni, rakfisk (úldinn graflax), pinnakjöt (ofursaltað 4.flokks lambakjöt sem er þurrkað og soðið) og ornunar- súrheysbúðingur með she...

Próftíð lokið

Jæja ekki þurfti ég að taka mörg próf hérna en nú er þeim lokið. Fór í þetta skriflega próf sem ég gat um í fyrri pistli og í gær fór ég í mitt fyrsta munnlega próf sem gæti einnig verið mitt síðasta próf á löngum og afar farsælum menntaferli. Það er ekki annað hægt að segja en að þetta hafi gengið vonum framar og ég get bara ekki þurrkað glottið af smettinu á mér. Enda kannski ekki nokkur ástæða til þess. Nú tekur við vinna við smá ritgerðaskil og svo þarf maður að setjast yfir lokaritgerðina sem fyrst. Reikna því með að vera hér á hangsinu næstu daga og stefni að því að komast til pabba í kring um 20. des. Aðdáendur mínir á Íslandi koma til með að þurfa að bíða eftir að sjá mig þangað til 6. janúar. Ég mun setja nákvæmari dagsetningar hér inn síðar enda vill fólk væntanlega vera með töluverðan viðbúnað við komu mína. Ef einhver ætlar að færa mér eitthvað heimabakað út á völl þá vil ég minna á að ég er ekki mikið fyrir gráfíkjur í kökum. Á heimasmurðu vil ég ekki hafa tómata og ég kan...

Próf í öðru landi

Jæja góðan daginn Þá er maður að fara að þreyta frumraun sína í próftöku á erlendri grundu eftir svo sem tvo góða klukkutíma. Þetta verður víst svolítið öðruvísi en heima, kúlupennar, fjölrit og einhverjar lítilsháttar hliðranir á þessum hefðbundna próf- fasisma sem maður þekkir. Fyrir fólk á mínum aldri eru breytingar reyndar aldrei af hinu góða en ég mæti allavega og reyni að gera mitt besta. Ég var glaður að heyra það að yfirsetufólkið hér eru líka elli- búðingar eins og maður er vanur að hafa flaðrandi utan í sér í prófum heima. Hér eru þeir víst enn fleiri en heima og umkringja stofuna eins varðliðar konungs. Þeir koma til með að hafa róandi áhrif á mann og vonandi bíða þeir með að hrökkva upp af á meðan prófi stendur. Jæja ég læt ykkur vita ef þetta fer allt til helvítis. Kveðja, Bjarni

Fréttir af veður og gróðurfari

Mynd
Góðan daginn gullin mín. Ég veit ekki hvort að það sé neitt tilefni til fréttaflutnings í dag enda hefur afskaplega fátt á daga mína drifið. Þá getur maður, í staðinn fyrir að sleppa því að blogga hafið innihaldslitlar lýsingar á veður og gróðurfari. Þetta er svona ekki ósvipað innihaldslausum samræðum Íslendinga og Norðmanna þegar þeir hitta fólk á förnum vegi. Þeir eru ekkert frábrugðnir Íslendingum að þessu leiti. En sem sagt, hér eru akrar grænir og í gær var 10°C hiti. Niðurstaða mín eftir þessa dvöl er sú að hér er aldrei neitt veður. Bara misbjart sem er ógeðslega frábært. Fór í gær og drap þorsk sem hafði gengið í gegnum lyfjagjöf. Lamdi þá í hausinn með stöng, krufði, kyngreindi og viktaði kynkirtlana. Gekk svo með tárin í augunum út að tunnu og velti lokinu af. Upp steig fýla af rotnandi fiski og lýsi. Síðan láku þeir líflausir einn af öðrum ofan í hafsjó brostinna vona bræðra sinna sem höfðu bara þráð hafið. Tár lak niður kvarm, sleppti takinu og geislar sólar sundruðust í þ...

Tom Waits, um giftingar og sambúðir

Mynd
Í laginu Better off Without a Wife á þeirri góðu skífu Nighthawks at the Diner frá 1975 með Tom Waits má finna þessa gullnu setningu: "Yeah, I've got this girl I know, man and I just...she's been married several times. I don't wanna end up like her, I mean she's been married so many times she's got rice marks all over her face. Yeah you know the kind. " Annað var það ekki í bili........