Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2024

Reynslusaga nikotínista

Mynd
Hvíldarpúlsinn hjá mér var að nálgast eðlilegar slóðir þegar ég missti mig aðeins í nikotínpúðana aftur. Það er ekki tekið út með sældinni að vera fíkill og eftir 9 mánaða nikotínbindindi þá féll ég á laugardaginn fyrir rúmri viku. Það var búinn að vera erfiður tími hjá mér og eftir nokkrar vikur með tóbakspúkann á annari öxlinni náði ég að sannfæra mig um að það væri í lagi að fá sér litla daufa púða. Það gæti varla valdið hjartsláttaróreiðu?  Þetta var forvitnlegt ferli, löngunin smám saman versnaði og versnaði. Ég held í rauninni að ég hafi verið fallinn nokkrum vikum áður en ég lét af því verða að kaupa mér eitthvað. En á föstudagsvköldinu var ég gjörsamlega að drepast en náði að sitja á mér og moka í mig M&M í staðinn. Þá hélt ég að ég væri sloppinn. Svo helltist þetta yfir mig á laugardagskvöldinu og núna náði ég ekki að hemja mig og rauk út í búð og keypti litla dós af tveggja punkta Velo mini. Þrátt fyrir að skammast mín fyrir aumingjaskapinn og finnast ég vera hálfgerð...

Æfingar

Mynd
Síðustu 4 vikur í æfingum hjá mér- hjól bláteitt, hitt lyftingar. Það hefur ekki verið mikill ákafi í æfingum hjá mér upp á síðkastið og frekar mikill "off season" fílingur í mér. Ég er yfirleitt lítið spenntur fyrir því að setjast á hjólið en þá kemur alltaf upp í hugan setningin "Steady is key". Ef ég held svona áfram, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár, þá held ég áfram að þróast í rétta átt.  Það eina sem ég hef áhyggjur af er hvort ég hefði átt að taka lengra frí á einhverjum tímapunkti. Ég missti úr tæpa viku í covid (sem er náttúrulega ekki frí) og svo fór ég til Svíþjóðar í nokkra daga og gerði lítið. Til að bæta þetta upp er ég að spá í að hjóla ekkert síðustu vikuna í nóvember og taka smá aukahvíld áður en Ingvar fer að skóla mig til. Hér koma nokkrir punktar um stöðuna á mér núna: Jákvæða: Búinn að vera mjög stöðugur þrátt fyrir að vera ekki á plani Framfarir í réttstöðu Efri partur og magi að komast í betra stand Á æfingar á hjólinu þar se...

Nautahakk, negull og natrón

Ég fór í Bónus áðan til að kaupa hakk og annað sem okkur vantaði í klassískt fajitas sem við ákváðum að hafa í sunnudagsmatinn. Ég var kominn með Kjarnafæðis nautahakk í körfuna þegar ég tók eftir því að það var stútfull hilla af því en allt annað hakk var búið. Þá rak ég augun í einn pakka af Euroshopper hakki sem beið eftir að eignast vin, skilaði Kjarnafæðis hakkinu og setti hitt í körfuna.  Ég er meðvitaður um að þetta óhapp á leikskólanum í Reykjavík tengist að öllum líkindum meðferðinni á hakkinu þar á bæ og/eða ófullkominni eldamennsku. Samt voru einhver hugrenningatengsl við börn á gjörgæslu í öndunarvél. En Euroshopper hakkið sem reyndist við nánari skoðun vera til helminga ættað frá Belgíu rann ljúflega niður. 

Ljósmynda- og gervigreind

Mynd
Mynd sem ég breytti í BeFuncky myndaforriti með vatnslitafilter. Ég er aðeins farinn að skoða að byrja að mála aftur. Í því sambandi hef ég verið að dunda mér með myndaforrit sem er aðgengilegt á netinu og heitir BeFunky. Þar er hægt að breyta myndum með ýmsum hætti og meðal annars gera þær að vatnslitamyndum. Það má nota þetta í að þjálfa sig að einfalda ljósmyndir, sjá mismunandi tóna og hverju megi sleppa. Set eina mynd úr forritinu af Dagbjörtu Lóu í herberginu sínu í morgun. Við erum búin að vera í framkvæmdum og settum upp gardínur í gær. En ég ætla líka aðeins að halda áfram með gervigreindina sem aðstoð í mataræði og æfingum. Ég bað hana að setja upp fyrir mig 2x30 mín lyftingaplan sem fókuserar á lappir og ég get notað til að halda mér við þegar hjólaæfingarnar fara að verða lengri og tíðari. Ég tók líka fram að ég hnéin á mér þola orðið illa hnébeygjur og því vildi ég fá eitthvað annað í staðinn. Mér líst vel á þetta þó ég bæti örugglega við armbeygjum: Session 1: Deadlift Fo...

Orkuboltar

Mynd
Orkuboltar! Ég byrjaði á þessum pistli í byrjun viku og gleymdi svo alltaf að henda honum í loftið. Ég opnaði þetta í morgun og tók út einhverja langloku sem ég var búinn að skrifa um hugsanlega neikvæð áhrif að moka í sig sykri á öllum æfingum. Látum það liggja milli hluta. Ég hef heyrt því fleygt fram að Chat GPT sé búinn til til þess að búa til uppskriftir og æfingaáætlanir fyrir mann. Ég er sammála- það er alger snilld að nota þetta. Hér á eftir kemur hugmynd að hollum degi þar sem ég bað hann um að lágmarka sykur, einföld kolvetni og unnar vörur. Í lokin bað ég svo um uppskrift af "orkuboltum". Eins snilldin við þetta er að maður getur hent inn æfingavikunni og þá fær maður matseðil sem passar að maður éti ekki of mikið þegar rólegir dagar eru en að maður sé vel "hlaðinn" á æfingum. Morgunmatur Smoothie (mín uppskrift) Soðið egg eða handfylli af hnetum og/eða fræjum Miðmorgunsnakk Ávextir og prótein: Eplasneiðar með möndlusmjöri eða grískri jógúrt með berjum og...