Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2021

Allt á svartakafi!!

Mynd
  Á leið heim úr vinnu Það er óhætt að segja að okkur sé að snjóa inni hérna á Akureyri þessa dagana. Ég man ekki einu sinni lengur hvenær þetta byrjaði, en þetta er ábyggilega dagur 4 eða 5. Fyrstu dagana var búið að hreinsa stígana vel fyrir klukkan 8 á morgnana, en í gær og í dag (laugardag) hafa þeir ekki lengur undan. Ég barðist á hjólinu í vinnuna í gærmorgun og það var býsna mikið átak fyrripart leiðarinnar. Þegar ég fór heim var búið að klára að hreinsa.  Ég er ótrúlega sáttur við hvað hefur gengið vel að hjóla hjá mér og ég er að elska þetta hjól svo mikið... var ég búinn að segja það áður? Brynleifur að taka planka Það hefur verið kósý hjá okkur börnunum það sem af er helgi. Í gær var lögbundin pizza og kósýkvöld. Í dag erum við svo búin að taka æfingar og fara í gegnum fataskápana hjá þeim. Við skrifuðum líka niður hvað þau vantar af fötum. Síðan er ég búinn að vera að fara í gegnum dót í stofunni og taka niður hluti og minnka drasl. Ég er með það á stefnuskránni að...

Skíðaferðin mikla.... að mestu án skíða

Mynd
  Menn og hundur nálgast Svartárkot Þá erum við Þórður búnir að ganga í Suðurárbotna á skíðum. Við lögðum upp frá Svartárkoti á laugardaginn kl. 12.30. Við vorum svolítið lengi fyrstu kílómetrana, alltaf að stoppa og laga okkur eitthvað til og snjórinn var erfiður fyrir skíðin. Það hlóðst svo mikið undir þau að ég reif þau af mér eftir rúma 4 km. og skildi þau eftir. Ég var á mjóum brautarskíðum og þau voru farin að velta undir mér og ég alltaf að misstíga mig. Ég fer ekki aftur á þessum skíðum í svona ferð. Við komum á Stóruflesju um kaffileitið og það var orðið nokkuð ljóst að við myndum ekki ná í Botna fyrir myrkum. Þórður skipti yfir í gönguskó, plástraði á sér tærnar og við fengum okkur smá næringu. Eftir þetta gekk ferðin býsna vel þrátt fyrir að við ættum stundum erfitt með að átta okkur á hvar slóðin lá. Guð sé lof fyrir GPS tækið- við hefðum aldrei.... aldrei fundið kofann án þess. En ég ætla að skrifa hér niður nokkra punkta til minnis og hvað maður lærði. Punktar: Ferðin...

Fjölskylduhelgi

Mynd
  Morgunmatur með ömmu um helgina. Brynleifur alltaf fyndinn. Við börnin áttum frábæra helgi, án þess þó að vera með eitthvað stíft plan. Amma kom í heimsókn á föstudaginn og bauð öllum á Black Box, sem var alveg geggjað. Við horfðum á skaupið, á teiknimynd og fórum aðeins út með sleða þegar veðrinu slotaði á laugardaginn.  Eftir að amma var farin á laugardaginn buðum við Patta í kvöldmat og hann kom svo aftur til okkar í dag (sunnudag). Við fórum í sund, keyptum langlokur og svo fengu þeir að spila Minecraft. Brynleifur sagði mér svo reyndar undir kvöld að hann þyrfti að læra helling, þannig við urðum að mokast í gegnum það. Já og ég tókn niður allt skraut og tók til. Ég nenni nú ekki að hafa þetta lengra, en svo ég gleymi því ekki ætla ég að skrifa niður hérna hvað Dagbjört Lóa borðaði á föstudaginn: 2 smáborgarar, Slatti af frönskum með kokteil, 2 pizzasneiðar, Snakk með ostasósu, Appelsín, Eplasvali, Þristur og  Skyr í eftirmat Margur er knár þótt hann sé smár!

Skíði

Mynd
  Skíðaferð í Reykjahlíðarheiði 2013. Nú er orðið langt um liðið síðan ég hef farið á gönguskíði. Þessi baktería hefur alveg legið í dvala hjá mér og ég var eiginlega búinn að ákveða að þessum kafla væri bara lokið. Ég var búinn að ákveða að fara með gönguskíðadótið mitt (sem eru brautarskíði) og leggja þau inn í Skíðaþjónustuna og nota innleggið upp í hjól fyrir Lóu. Guðrún fékk þau í láni fyrir vinkonu sína í fyrra og ég held að þau séu þar. En síðustu daga hef ég aðeins verið að skoða utanbrautargönguskíði og verið að velta því fyrir mér hvort það gæti ekki verið gaman að fara í einhverjar styttri ferðir og jafnvel gista í skálum. Ég hef því ákveðið að reyna að ná einhverjum stuttum ferðum það sem eftir lifir vetrar og ef mér finnst þetta skemmtilegt skoða ég að kaupa mér breiðar skíði með stálkönntum og fjallaskó fyrir næsta vetur. Þegar ég kom heim úr vinnunni í dag bjallaði ég í Þórð og spurði hvort hann væri ekki spenntur að kíkja eitthvað með mér helgina 16.- 17. janúar og ...

Saltfiskurinn að byrja

Mynd
Irja hans Þórðar Árið hefur byrjað býsna vel enda ekki annað að gera en að slaka á og undirbúa sig andlega fyrir komandi viku. Í morgun vaknaði ég reyndar ekki fyrr en klukkan 12 og var ekkert sérstaklega sáttur með það. En eftir að hafa farið út á Gásir með Þórði að viðra Irju, þrífa íbúðina og versla er ég bara góður. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég vaknaði í morgun var að stíga á viktina og tékka hvernig ég hefði komið út úr jólaátinu. Ég starði á töluna í smástund og á endanum þurfti ég að beygja mig niður, því ég hélt ég væri að sjá einhverja vitleysu. 67,1 kg. Ég er búinn að léttast um jólin! Þetta er eiginlega komið á það stig að ég sé farinn að spá í hvort ég sé orðinn eitthvað lasinn? Mér líður allavega vel. Kannski er ég bara dottinn inn í einhvern lífsstíl sem passar mér fínt. Annars er maður búinn að vera að hræra aðeins í Tinder upp á síðkastið. Mig minnir að það hafi verið í vor sem ég skráði mig fyrst þarna,  en svo tók ég mér pásu í ca. 3 mánuðir þar sem ég var í s...