Allt á svartakafi!!
Á leið heim úr vinnu Það er óhætt að segja að okkur sé að snjóa inni hérna á Akureyri þessa dagana. Ég man ekki einu sinni lengur hvenær þetta byrjaði, en þetta er ábyggilega dagur 4 eða 5. Fyrstu dagana var búið að hreinsa stígana vel fyrir klukkan 8 á morgnana, en í gær og í dag (laugardag) hafa þeir ekki lengur undan. Ég barðist á hjólinu í vinnuna í gærmorgun og það var býsna mikið átak fyrripart leiðarinnar. Þegar ég fór heim var búið að klára að hreinsa. Ég er ótrúlega sáttur við hvað hefur gengið vel að hjóla hjá mér og ég er að elska þetta hjól svo mikið... var ég búinn að segja það áður? Brynleifur að taka planka Það hefur verið kósý hjá okkur börnunum það sem af er helgi. Í gær var lögbundin pizza og kósýkvöld. Í dag erum við svo búin að taka æfingar og fara í gegnum fataskápana hjá þeim. Við skrifuðum líka niður hvað þau vantar af fötum. Síðan er ég búinn að vera að fara í gegnum dót í stofunni og taka niður hluti og minnka drasl. Ég er með það á stefnuskránni að...