Ef ég man rétt.....
Ég er búinn að vera nokkuð mikið á hjólinu upp á síðkastið. þá var ég að væla eitthvað í síðasta bloggi um mataræðið og best að ég haldi því áfram. Ég ætla reyndar fyrst að rúlla aðeins yfir hvað ég hef verið að gera í ræktinni og á hjólinu. Í síðustu viku hjólaði ég 230 km + samgönguhjólreiðar. Í þessari viku er ég svo búinn að taka 4 crossfit tíma + allar samgönguhjólreiðarnar og eina 30 km æfingu. Ég finn að ég er líka að komast í ágætis form aftur. Eftir að hafa verið alltaf á leiðinni í að laga mataræðið þá held ég loksins að ég sé dottinn inn á eitthvað sem ég nenni að gera. Ég horfði aftur á myndband með Alan Thrall sem ég hafði horft á fyrir nokkru síðan og fundist meika mjög mikinn sens. Þetta er beisikklí svona: No snacks (ekkert milli mála) 1 prótein og 1 kolvetni í hverja máltíð Enga ábót Ef þú færð þér skyndibita þá bara velja 1 (t.d. bara borgarann). Engar kaloríur í vökvaformi Ekki borða þar til þú ert pakksaddur Ég er búinn að vera að hafa þetta bakvið...