Færslur

Sýnir færslur frá september, 2018

Námskeið í aðlögunarstjórnun

Nýlega komin heim af 3 daga námskeiði í Reykjavík í Adaptive Nature Management með áherslu á veiðistofna. Mér hefur fundist orðið aðlögunarstjórnun lýsa þessu fyrirbæri best. Ferlið virkar þannig að hagsmunaaðilar eru kallaðir að borðinu í upphafi, gjarnan vegna einhvers vandamáls. T.d. vegna ágangs álfta og gæsa á tún bænda með tilheyrandi óánægju. Í því tilfelli þyrfti sennilega að hóa saman Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, fulltrúum bænda, Fuglavernd og Skotvís svo eitthvað sé nefnt. Þessir aðilar skilgreina svo vandamálið og setja sér markmið með áætluninni. Þetta gæti verið að lágmarka árekstra við landbúnað (glaðari bændur) án þess að ganga um of á gæsastofnana. Til að ná markmiðinu eru svo settar aðgerðir, t.d. auknar veiðar, styrkir til bænda, skotveiðar utan veiðitímabils eða uppsetning friðarsvæða sem draga gæsir frá túnum og ökrum. Síðan þarf að setja upp vöktunaráætlun til að fylgjast með hvernig gengur að ná markmiðum og ekki síður gera aðgerðaráætlun sem t...

Eitt og annað

Mynd
Búinn að hafa samband við Örninn og fá verð í Trek 520 ferðahjól. Ef ég tek þátt í forpöntun borga ég 140 þúsund og fæ það afgreitt í mars. Pínu erfitt að geta ekki fengið það afhent strax þar sem mig vantar samgöngutæki en þetta er bara of gott verð til að sleppa þessu. Á bara eftir að staðfesta pöntunina og fara endanlega yfir heimilisbókhaldið. Eftir að hafa legið yfir þessu held ég að þetta séu sniðugustu kaupin fyrir mig. Eins mikið og mig langar í racer, þá bara nýtist þetta miklu miklu betur. Við Brynleifur erum strax farnir að plana 2-3 daga hjólaferð næsta sumar. Ætlum að gista í Kristnesskógi eina nótt (ef Brynleifur fær að ráða) og svo langar mig reyndar að hjóla alla leið inn að Úlfá þar sem Jónas Jónasson forfaðir okkar var fæddur (1856). Á þeim tíma var þetta innsti bærinn í Eyjafjarðardal, fyrir innan Tjarnir og Leyningshóla. Maður skyldi ætla að vist á þessum stað hafi getað verið nokkuð harðneskjuleg. Þetta verður reyndar býsna langt ferðalag fyrir þann stutta,...

Fríið frá miðlunum

Mynd
Nú eru komnir einhverjir 5 dagar af fésbókarleysi. Ég þurfti reyndar að logga mig inn í morgun til að ná í ákveðnar upplýsingar en slökkti svo bara aftur. Þetta er svolítið furðulegt en lofar góðu, ég er ekki frá því að manni líði mun betur og sé ekki alveg jafn eirðarlaus. Maður er búinn að útiloka þessa valmöguleika (samfélagsmiðlana) og það munar um það. Í staðinn fer ég reyndar oftar á ruv.is og visir.is en ólíkt því sem áður var, þá les ég fréttirnar frekar í heild sinni. Svo kemur undarlega tilfinningin (sem ég þekki frá fyrra fésbókarfríi) að geta ekki tjáð mig um fréttina ef maður vill. Ekki það að ég hafi alltaf verið að því en kannski langaði mig stundum. Nú er það bara úr sögunni og ég verð að bíða með að básúna skoðun minni á málinu þangað til ég hitti ólukkunnar fórnarlamb á förnum vegi. Í gær gleymdi ég svo líka að taka með mér heyrnatól í flug, þannig að ég þurfti að eyða rúmum 2 klukkustundum með engu nema sjálfum mér. Ekkert FB og engin hljóðbók. Manni er nánast...

Fésbókin mín er dauð.

Í gær eyddi ég Facebook appinu úr símanum mínum. Í kjölfarið fylgdi Snap Chat (sem ég nota voðalega lítið) og svo Instagram. Eftir það fór ég í tölvuna og loggaði mig út af FB á vafranum mínum og það sama ætla ég að gera á vinnu tölvunni. En afhverju var ég að þessu? Undanfarið hef ég verið mjög hugsi yfir þessu samfélagsmiðla kjaftæði án þess að hafa nokkurntíman nennt að gera eitthvað í því. Aðeins reynt að hemja mig í notkuninni en alltaf endað með því að vera alltaf eitthvað kíkjandi á þetta. Ég hef verið eirðarlaus og átt erfitt með að einbeita mér. Ég er hættur að lesa á kvöldin og hef ekki málað í mánuði. Ég er bara kominn á einhvern stað sem ég vil ekki vera á og ég held að þessir miðlar séu hluti af skýringunni. Ég hef reynt að spyrja mig að því hvort þessir samfélagsmiðlar auki eitthvað á hamingju mína í lífinu? Ok, kannski svolítið stór spurning, en svarið er samt NEI, þeir gera það klárlega ekki. Skölum þetta niður og spyrjum "veita þessir miðlar mér gleði?".....

En meiri ferðapælingar

Mynd
Er búinn að vera að skoða mismunandi hjólaleiðir frá Kastrup og upp til Västerås. Það er snilld að nota Google frænda við þetta og hann gefur manni strax 3 mismunandi leiðir. Ein heitir Cycelspåret en hinar eru hluti af Sverigeleden sem eru sérvaldar hjólaleiðir sem liggja um alla Svíþjóð. Ég þekki ekki Cycelspåret en hinar síðartöldu voru víst valdar sérstaklega til að leiða mann í gegnum áhugaverða og fallega staði. Eitt sem er að brjótast um í kollinum á mér, og það er hvort ég eigi að koma við hjá Pabba og Hafrúnu, og þá hvort ég eigi að taka lestina yfir eða hjóla í ferjuna sem fer frá Helsingör. Ef ég geri það þá er ég svo að hjóla aftur til baka og lengja leiðina nokkuð mikið. Á endanum reyni ég sennilega að finna mér upplýsingar um hvað er skemmtilegasta leiðin og læt það ráða. T.d. kippurinn frá Kastrup og til Helsingör, ef hann er áhugaverður tek ég á leið. Var aðeins byrjaður á að kíkja á gistingu á leiðinni en hugsa að ég myndi frekar bara velja tjaldið. Meira frelsi...