Námskeið í aðlögunarstjórnun
Nýlega komin heim af 3 daga námskeiði í Reykjavík í Adaptive Nature Management með áherslu á veiðistofna. Mér hefur fundist orðið aðlögunarstjórnun lýsa þessu fyrirbæri best. Ferlið virkar þannig að hagsmunaaðilar eru kallaðir að borðinu í upphafi, gjarnan vegna einhvers vandamáls. T.d. vegna ágangs álfta og gæsa á tún bænda með tilheyrandi óánægju. Í því tilfelli þyrfti sennilega að hóa saman Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, fulltrúum bænda, Fuglavernd og Skotvís svo eitthvað sé nefnt. Þessir aðilar skilgreina svo vandamálið og setja sér markmið með áætluninni. Þetta gæti verið að lágmarka árekstra við landbúnað (glaðari bændur) án þess að ganga um of á gæsastofnana. Til að ná markmiðinu eru svo settar aðgerðir, t.d. auknar veiðar, styrkir til bænda, skotveiðar utan veiðitímabils eða uppsetning friðarsvæða sem draga gæsir frá túnum og ökrum. Síðan þarf að setja upp vöktunaráætlun til að fylgjast með hvernig gengur að ná markmiðum og ekki síður gera aðgerðaráætlun sem t...