The dam, 1960 First snow (Groundhog day study) 1959 Einn af mínum uppáhalds listamönnum er Andrew Wyeth (1917-2009). Þó hans þekktustu verk hafi verið máluð með eggjarauðum og litarefni -eins og gömlu meistararnir notuðu- þá var hann býsna helvíti seigur með vatnslitum. Hér má sjá skemmtilega samantekt af vetrarmyndum eftir Andrew, bæði vatnsliti og egg tempera verk. Ég get alveg týnt mér í að skoða málverkin hans. Þau eru eitthvað svo rosalega dulræn og í þeim er svo mikil saga. Þau eru líka á einhvern hátt einmannaleg. Það er smá Gyrðir í þeim- eða Andrew í Gyrði. Þó stílinn á vatnlitamyndunum hans sé kannski mjög ólíkur því sem ég er að gera, þá get ég tekið mér ýmislegt til fyrirmyndar. Það fyrsta sem mér dettur í hug eru brúnirnar (edges). Vatnlsitamálun er stundum sögð battle between edges. Það þurfa að vera bæði skarpar og veikar línur. Mænir á húsi sem er sköróttur, boginn eða með veikar línur verður t.d. ekki trúverðugur. Skuggi af ljósastaur er væntanlega beinn....